Vikan


Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 30

Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 30
Hvernig ertu í ástum ? Ekki er hægt að leggja mælistiku á ást. En þó ekki sé hægt að mæla ást er oft hægt að meta hana. Hún getur verið veitt af örlæti, eigingirni, vanþroska . . . Í rauninni eru litir spilanna dæmi um mismunandi eiginleika í ástum. í þessu persónuleikaprófi geturðu athugað hvaða lit þú færð. Hægt er aö skipta ást í tvo meginflokka. Fyrst er það ást full- þroska fólks sem fátt bítur á. Hún gerir ekki kröfur og er ekki eigin- gjörn. Hún er uppbyggjandi og' reynir ekki á taugarnar og hana er oft hægt aö skilgreina í orðum. Hins vegar er svo ást hins van- þroska sem er eigingjörn og bamaleg. Afbrýðisemi, tilætlunar- semi og ósjálfstæði eru einkenni hennar. Þeir sem elska á þann hátt eru venjulega hræddir við að verða einmana, eru óöruggir með sig og tortryggnir og þeim gengur illa að gera nokkuð upp á eigin spýtur. Hvort tveggja getur búið í sömu manneskjunni og þá er um að gera að þroska jákvæöu eigin- leikana og reyna að losa sig við hina. Með því að svara eftirfar- andi spurningum ætti að verða auðveldara að sjá hvernig hver og einn elskar í raun og veru. Yfirleitt flokkast fólk í annan hvorn þessara hópa en stundum verður að lesa báðar lýsingarnar til að fá niðurstöðu. 1. Ástinerþér: a. Að þurfa aldrei að segja „fyrirgefðu". b. Að gefa meira en þú ætlast til að fá til baka. c. Tilfinning sem þú getur ekki skilgreint. 2. Ef þú ert ein(n) heima með bilað sjónvarp á sunnudags- kvöldi: a. Hringirðu í einhvern. b. Finnur þér bók að lesa. c. Nýtur tímans og reynir að finna þér jafnvægi í tilverunni. 3. Ef ástvinur þinn kemur til þín og kyssir þig annars hugar, hvaö dettur þéríhug? a. Hvað hef ég gert af mór? b. Æi, var hann (hún) nú að rifast við einhvern? © AMEUR0PRES8 c. Best að ég reyni þetta við hann (hana). 4. Ef þið hafið ólíkar skoðanir á einhverju, hvað þá? a. Þykistu vera sammála en ert það ekki? b. Samþykkirðu sjónarmið hans (hennar) til að sleppa við deilur? c. Heldurðu fast við þína skoðun? 5. Hvað er tryggð í þínum aug- um? a. Skip sem kemur og fer. b. Tvö á sama báti. c. Jafnnauðsynleg ástinni og hafið er skipinu. 6. Ef þið fariö í frí hvort í sínu lagi, finnst þérþá: a. Að þú brennir af þrá til hans (hennar)? b. Að þú takir því með þögn og þolinmæði? c. Að þú hugsir alltaf til hans (hennar) en án þess að gera læti út af því? 7. Ef þú ættir að koma ást þinni í orð, hvað af þessu kæmi næst því ? a. Ég elska þig en þarfnast þin ekki. b. Ég þarfnast þin af þvi ég elska þig- c. Ég elska þig af þvi ég þarfnast þin. 8. Ef þú ættir töfrasprota myndir þú breyta ástvini þínum í: a. Tæra lind til að drekka úr. b. Litið, spegilslétt vatn til að spegla þig i. c. Hvitfyssandi öldur sem þú gætir baðað þig i. 9. Hvað er þér mest virði? a. Að elska. b. Að vera elskaður (elskuð). c. Að vera ekki svikin(n). 10. Ef þér væri boðinn ástar- drykkur í draumi, hvernig liti hann út? a. Eins og freyðandi nýmjólk. b. Eins og hunang. c. Eins og dumbrautt vín. 11. Þegar þú ert að hugsa um ástarsamband, hvað gerir þú þá? a. Vegur og metur kosti og galla. b. Gætir þess að spyrja sjálfa(n) þig ekki ágengra spurninga. c. Gælir við tilhugsunina um traust og bjart andrúmsloft ykkar á milli. 12. Hvað finnst þér skipta mestu máli í góðu ástarsambandi? a. Hreinskilni í umræðum um sambandið svo það verði ekki mis- skilningi að bráð. b. Næmi og skilningur, ekki orð. c. Skynsemi; ef maður er skyn- samur og niðri á jörðinni er öruggt að ekkert kemur á óvart. 13. Ef ástarsambandi lýkur finnst þér að: a. Þið séuð tveir aðskildir hringir. b. Brostinn hringur og þið hvort um sig stakur hálfhringur. c. Einn hringur standi eftir. 14. Ef þið breytist í dýr í draum- um þínum, hvað er ástvinur þinn þá? a. Kötturinn sem fer sinar eigin leiðir. b. Fallegur svanur. c. Sætur, litill apaköttur. 15. Hvernig geturðu ímyndað þér hamingusamt tré? a. Ekki höggvið niður. b. ískógi. c. í frjóum jarðvegi. 30 Vikan 34. tbl. x
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.