Vikan


Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 43

Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 43
Umsjón: Hilmar Karlsson. Jacqueline Bisset i þremur hlutverkum. Frá vinstri: Under the Volcano, The Deep og Class. greinilega brjóstin á henni gegnum sundbolinn. Það fauk heldur betur í Bisset þegar hún frétti af þessu og hafði hún það í gegn að auglýsingaspjaldinu var breytt. Þótt Jacqueline Bisset sé orðin fertug er hún enn ein af þokka- fyllstu konum í Hollywood. „I mörg ár var ég talin vera kyntákn. I dag vil ég frekar vera talin þokkafull leikkona.” Bisset er ein af mörgum leik- konum sem finnst vera of lítið um góð kvenhlutverk. Þetta var til þess að árið 1981 fór hún sjálf út í að framleiða kvikmynd eftir að hafa lesið handritið að Rich and Famous. Fetaði hún þar í fótspor Börbru Streisand og Goldie Hawn. Þótt Jacqueline Bisset hafi oft verið á milli tannanna á blaða- mönnum hefur hún samt getað haldið einkalífinu nokkuð sér. Á tuttugu ára leikferli hafa verið þrír menn í lífi hennar þótt hún hafi ekki gifst neinum þeirra. Fyrst var það leikarinn Michael Sarrazin, síðan kvikmynda- framleiðandinn Victor Drai og nú býr hún meö rússneska ballett- dansaranum Alexander Gudonov. I dag er Jacqueline ánægð með þá stefnu sem leikferill hennar hefur tekið. Getur hún að einhverju leyti þakkað John Huston það. Hann valdi hana í hlutverk eiginkonunnar í Under the Voicano, öllum til undrunar. En hún reis undir ábyrgðinni og sýnir þar sinn besta leik síöan hún lék í Day for Night. „Það var dásamlegt aö vinna með John Huston. Hann er meöal bestu leik- stjóra. Og að leika á móti Albert Finney er stórkostlegt. Þegar unnið er meö svo góðum lista- mönnum er eins gott aö standa sig,” segir Bisset. Nýjasta kvikmynd Jacqueline Bisset er sjónvarpsmynd, Forbidden, þar sem hún leikur þýska konu sem felur elskhuga sinn, sem er gyðingur. Gerist myndin í seinni heimsstyrjöldinni. Saxófónleikarinn sem flúði ★ ★ Moscow on the River Hudson. Leikstjóri: Paul Mazursky. Aðalhlutverk: Robin Williams og Maria Conchita Alonso. Sýningartími 112 mín. Er lífiö betra þar sem frelsi ríkir í borg, eins og New York, eöa í Moskvu þar sem tjáningarfrelsi er heft og nauðsynjavara fæst ekki nema staðið sé í biðröðum? Um það f jallar Moscow on the River Hudson á gamansaman hátt. Vladimir Ivanoff (Robin Williams) er saxófónleikari í rússneskum sirkus. Hann býr meö mannmargri fjölskyldu í lítilli íbúð. Sirkusinn fer í heimsókn til New York og skemmtir þar. Vinur Vladimirs, Anatoly, er ákveðinn í að gerast pólitískur flótta- maður. Þegar Anatoly mistekst að flýja ákveður Vladimir að flýja. Vladimir er frelsinu feginn og er fljótur aö aðlagast amerískum siöum. Hann veröur hrifinn af Luciu (Maria Conchita Alonso). Draumur hans er að verða saxófónleikari í stórborginni. Þegar Lucia vill ekki fara aö búa með honum, og hann stendur sig ekki sem skyldi þegar hann fær tækifæri til aö reyna sig á saxófóninn, finnur hann einsemdina umvefja sig og saknar hann þá hinna aumu daga í Moskvu, þrátt fyrir allt. Hann endur- heimtir trúna á lífið þegar Lucia til- kynnir honum að hún sé til í aö fara að búa meö innflytjanda. Hinn reyndi leikstjóri, Paul I__|| 11X0 1 ’MCf C OU :mi*IA PKrit.’KES Hoaa Al’M'I.MA/URSKYI ll.M ' /c~g\ ROBIN VILUAMS r, i "MOSCOtt'ON niE HIIJSON . : Mazursky, hefur kannað viðfangs- efni sitt vel. Kemur það nokkuð niður á gamanseminni sem mætti vera meiri. Samskipti fólksins eru mjög eðlileg og Rússamir eru ekki allir málaðir með svörtu. Leikur í mynd- inni er til fyrirmyndar. Mest reynir að sjálfsögöu á Robin Williams. Hann leggur mikla alúð við þaö sem hann er aö gera og er saxófónleikur hans eðlilegur og rússneskan trú- verðug. Ævintýramynd fyrir fuílorðna*** Company of Wolves. Leikstjóri: Neil Jordan. Aðalhlutverk: Sarah Patterson, Angela Lansbury og David Warner. Sýningartimi 95 mín. Company of Wolves er draumur ungrar stúlku. 1 byrjun kynnumst við litillega fjölskyldu hennar og kemur í ljós að hún á eldri systur og kemur þeim systrum illa saman. Draumurinn er látinn gerast á miðöldum, að því er virðist, þó með einu fráviki: Rolls Royce birtist allt í einu á tjaldinu. Draumur er draumur og því litið við það aö athuga. Draumurinn fjallar um úlfa, úlfa eins og við þekkjum þá, og er unga stúlkan fljót aö losa sig viö systur sína í gin úlfanna. Það eru aftur á móti mannúlfar sem eru aðalþema myndarinnar; myndarlegir menn aö utan en úlfar að innan, eins og amman í draumn- um útskýrir það. Það eru þeir úlfar sem fallegar stúlkur eiga aö vara sig á. Til að leggja áherslu á þetta sjáum við dæmisögu sem amman segir um mann er breytist í úlf á brúökaups- nótt sinni. Unga stúlkan heillast af og vill forvitnast meira um mannúlfa. Þegar kemur fram í miðja mynd rennur upp fyrir áhorfandanum að hann er að horfa á útfærslu á sígilda ævintýrinu um Rauðhettu og úlfinn en að vísu er þessi útfærsla ekki ætluð bömum. Leikstjórinn Neil Jordan hefur hér skapað eftirminnilega kvikmynd sem gleymist ekki svo auöveldlega. Það eru nokkur hryllingsatriöi í myndinni. En í lokin er samúö áhorf- andans með hinum óhamingjusömu mannúlfum. Þaö er ung leikkona, Sarah Patterson, sem leikur ungu stúlkuna af mikilli innlifun og er eftirminnileg. Company of Wolves er mynd sem gleymist ekki auðveld- lega. 34. tbl. ViKan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.