Vikan


Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 15

Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 15
 Elías Baldvinsson, yfirverkstjóri hjá Vestmannaeyjabæ og. . . okkur og þá kom í ljós að við vorum svo hræddir um bátinn okkar að þegar Guðjón heitinn Pétursson stýrimaður kveikti á blysinu ýttum við honum allt- af utar og ýttum honum bara í sjóinn því svona vorum við hræddir um aö það mundi brenna gat á bátinn. Halkion til bjargar Við vorum búnir að vera þarna í bátnum í hálftíma eða þar um bil þeg- ar Halkion kom og tók okkur upp. Skipstjóri á Halkion var Stefán Stefánsson frá Gerði sem hefur að baki margar bjarganir og er ég viss um að það var ekki af neinni tilviljun sem þaö var. Þessi maöur var greinilega mjög vakandi í sínu starfi og meöal annars sögðu skipverjar hjá honum mér frá því seinna að hann hefði veriö búinn að taka eftir ljósum þarna sem honum sýndust vera á einhverjum 6át sem var á leið til Reykjavíkur og hann var búinn að tékka á hvaða stefnu þessi báturvará. Það var síðan mágur Kristins skip- stjóra sem heyrði neyðarkallið, hann heyrði ekki hvaða bátur sendi það út en fannst hann þekkja rödd Kristins og lét þaö berast í stöðina að líklega hefði þaö verið Bergur sem var aö fara niður. Þegar Stefán á Halkion heyrði þetta lagði hann saman tvo og tvo, fann út hvar Bergur hafði getaö verið staðsettur og keyröi síðan bókstaflega beint á okkur og bjargaði. Til Reykjavíkur komiun við síðan um kl. 6 um morguninn og fórum þá beint á Hótel Skjaldbreið þar sem við gistum. Um morguninn vorum við orðnir ansi svangir, það ríkti ákveðin spenna í mönnum og við vorum allir í lánsfötum frá skipsmönnum af s. . . . slökkviliðsstjóri í Vestmanna- eyjum. Halkion. Það varö úr að einn fór þama út í næstu búð, hjá Silla og Valda, og athugaði hvort við gætum fengið eitthvað skrifað hjá þeim svona til aö narta í þarna um morguninn. Var það auösótt mál og kom sendill frá þeim upp á hótel til okkar meö heila veislu og held ég að það hafi aldrei neinn veriö rukkaður fyrir þaö og hklega hefur heldur aldrei verið þakkað fyrir þaö heldur, svo það er best að ég geri það hér með, ” sagði Addi og brosti. „Það er fullt af atvikum sem við skiljum ekki" — Varst þú búinn að vera lengi á Berg þegar þetta skeði? „Eg var búinn aö vera í ár á Berg en hætti síöan um haustið og fór í Stýri- mannaskólann. Ég var þarna svo í mínum fyrsta túr í jólafríinu í skólanum og ætlaði að ná mér í svolitinn pening. Það var eftirsótt pláss á Berg, enda Kristinn mikill síld- arskipstjóri og fljótur að tileinka sér tækninýjungar, ég held bara að hann hafi verið einn fyrsti skipstjórinn í Eyjumsemvarmeðasdik.” — Nú talaðir þú um það að þú hefðir verið litið trúaður á alls kyns fyrirboða og þess háttar, varðstu eitthvað meira trúaður á það eftir að þetta skeði? „Ja, allavega fer ég voðalega varlega í það, þegar ég heyri ein- hverjar furöusögur eöa einhverjar sögur sem ekki er hægt að skýra með áþreifanlegum rökum eða stærðfræði, að gefa einhverjar stórar yfirlýsingar um að þetta hljóti aö vera vitleysa. Ég er sannfærður um aö það er fullt af at- vikum í þessu lífi sem við skiljum ekki og þetta með mig þama í lúkkarnum er eitt af því, það er ég alveg viss um, því þaö var alveg furðulegt aö geta ekki tollaö þarna niöri. Trúin eina alvörukjölfestan — Þarna, þegar þetta skeði, kom þá ekki upp einhver hugsun um dauðann og þá trúna í því sambandi? „Jú, það er alveg öruggt. Ég held að alhr sem lenda í því að standa á landa- mærum lífs og dauða hljóti aö hugsa um trúna því þaö er eina alvörukjöl- festan sem menn eiga á svona stundu.” — Fórstu eitthvað meira á sjó eftir þetta? „Já, ég fór nú einn vetur eftir að þetta skeði og ég man ekki eftir að ég hafi fundið fyrir neinum ótta eða sjó- hræðslu. Aftur á móti er ég nú samt helst á því að ég hafi nú þarna um nóttina lofað sjálfum mér því að ef ég bjargaöist út úr þessu þá skyldi ég nú ekki verða ellidauöur í sjómanns- djobbinu.” — Hefurðu þá aldrei fundið fyrir sjóhrœðslu eftir að þetta skeði? „Nei, ég held aö þaö hafi aldrei komið yfir mig, þó aö ég hafi eitthvaö fariðásjó.” — Dreymdi þig eitthvað um þennan atburð eftir á? til hjá okkur að koma saman, fyrst þegar 10 ár voru liöin frá atburðinum, en það hefur nú ekki oröiö úr því ennþá og ætli það verði nokkuð héöan af þar sem einn félagi okkar, stýrimaöurinn Guðjón Pétursson, er nýlega látinn og því skarð komið í félagahópinn. ’ ’ Vakti áhuga minn á björgunarmálum — Þegar þú lítur yfir farinn veg heldur þú þá að það hefði kannski ríkt annar hugsanagangur hjá þór í lífinu ef þú hefðir ekki lent í þessu? „Já, ég held þaö. Ég hef verið í slökkviliðinu og er nú slökkviliösstjóri og fyrirrennari minn, Kristinn Sigurösson, var mikill áhugamaöur um björgunar- og slysavarnamál. Viö Kristinn áttum mjög vel saman og ég er ekki frá því að þaö hafi verið vegna þess hve áhuginn á slysavörnum var ríkur í mér eftir þetta. Kristinn lenti í því eitt sinn aö bátur, sem hann var á, fór að leka svo mikið að það var alveg vonlaust að ná til lands á honum. Skipstjórinn tók því á það ráö að sigla til hafs því hann vissi aö þar voru togarar, og þaö var eini möguleikinn til bjargar að hitta á togara, þó svo að sá séns væri aðeins örlítill. „Nei, ég held aö mig hafi aldrei dreymt neitt um þetta, allavega man égekkieftirþví.” — Nú varst þú ungur maður þegar þetta skeði, aðeins 24 ára. Heldurðu að þessi atburður hafi haft mótandi áhrif á lífsskoðun þína og kannski lífshlaup almennt? „Já, alveg vafalaust, ég er alveg viss um þaö, alveg pottþéttur á því,” sagði Addi með áherslu en bætti síðan viö hugsandi á svip: „Ég er t.d., eins og ég sagði áöan, alveg pottþéttur á því, og hef verið síðan þetta skeði, að eina alvöruakkerið í lífinu er trúin á guö almáttugan, þaö er ég viss um. Það hefur ekkert vafist fyrir mér frá þvíþetta skeði.” — Þegar sjóslys verða i dag, leitar þetta þá á hugann hjá þér? „Já, ég get ekki neitað því, ég get örlítið sett mig inn í hvernig þetta er. Ég man sérstaklega eftir því hvað við vorum rosalega litlir þarna í sjónum eftir aö Bergur sökk, þannig að ég get vel gert mér grein fyrir því aö þegar Helliseyjarslysið varö þá hefur það örugglega opnaö augu hans Guðlaugs vel fyrir því hvað við erum aumingja- legir gagnvart náttúruöflunum.” — Hugsarðu oft um þetta svona dags daglega? „Nei, en þetta ber alveg svakalega oft á góma þegar viö hittumst, þessir gömlu skipsfélagar. Það stóö nú alltaf Á þessari leiö til hafs hét Kristinn sjálfum sér því að ef hann bjargaðist skyldi hann sko aldeilis láta björgunar- mál til sín taka og það stóö hann svo sannarlega viö. Ég held að viö höfum veriö sam- rýndari en ella fyrir það að við höfðum báöir mikinn skilning á þessum málum. Ég er og hef veriö áhugasamur um þessi mál og hef verið tilbúinn að leggja þeim lið. Ég held líka að þaö sé svo margt sem hjálpar til við að halda manni vakandi um þessi mál hér í Eyjum. Hér eru alltaf að verða sjóslys. Það er mitt álit að eini alvöru- félagsskapurinn, sem til er, sé slysa- varnadeildin Eykyndill. Ár eftir ár standa þær sig svona þrælvel og ég er viss um það aö margur maðurinn á þeim beinlínis lif sitt aö launa.” — Þú heldur þá kannski að þetta slys hafi orðið til þess að þú fórst að hafa afskipti af slökkviliðinu og þar með björgunarmálum almennt? „Já, ég gæti trúaö því. Ég haföi ekkert hugsað um þetta fyrr en ég lenti sjálfur í þessu, haföi aldrei pælt í því, svo að mér þykir mjög líklegt að þetta hafi oröið til þess að ég hóf afskipti af þessum málum,” sagði Elías Baldvinsson að lokum. 34- tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.