Vikan - 21.11.1985, Qupperneq 16
Þurfti að byrja á
aðfata mig upp
lllugi Jökulsson talar við
Halldór Reynisson forsetaritara
Ljósm.: Ragnar Th.
H
lann er skuggi Vig-
dísar Finnbogadóttur en
fjarska lítið skuggalegur þar
sem hann situr á skrifstofu
sinni í stjórnarráðinu. Hall-
dór Reynisson forsetaritari
er snyrtilegur í klæðaburði
og prúðmannlegur í við-
móti; á skrifstofunni er sér-
hver hlutur á sínum stað.
Halldór er hinn kumpánleg-
asti og meðan á viðtalinu
stendur rís hann öðru
hvoru á fætur og gengur
um gólf.
— Halldór, hvað gerirðu eiginlega
á daginn? I hverju er starf forseta-
ritara fólgið?
„Ætli megi ekki líta á mig sem
nokkurs konar skrifstofustjóra.
forsetaembættisins. Mikið af mínu
starfi felst í bréfaskriftum og
samskiptum við einstaklinga,
bæði hér heima og erlendis, sem
leita til forseta með ýmis erindi.
Þá tek ég þátt í að undirbúa heim-
sóknir forsetans innanlands og
utan og sömuleiðis heimsóknir
annarra þjóðhöfðingja hingað til
lands. Eg hef líka mikið samband
við sendimenn þjóöarinnar er-
lendis og jafnframt er ég eins kon-
ar blaðafulltrúi embættisins. Svo
er ég ritari orðunefndar. Þetta eru
svona helstu þættirnir í starfinu.”
— Þú nefndir einstaklinga sem
leita til forsetans. Hver eru helstu
erindin?
„Þau eru nú mjög margvísleg
en mér virðist að fólk leiti helst til
forsetans þegar því finnst sér all-
ar aðrar bjargir bannaðar. Hing-
að kemur til dæmis mikið af náð-
unarmálum. Auövitað getur emb-
ættið ekki gripið beint inn í gang
mála en það er reynt að koma
þessum málum áfram til þeirra
stofnana sem þau annast.”
— Er mikið um erindi af þessu
tagi?
„Já, það er býsna algengt aö
fólk komi hingað. Forseti hefur
viðtalstíma vikulega og það koma
alltaf einhver slík mál.”
— Hefurðu fylgst með þvi hvern-
ig málum, sem forseti hefur af-
skipti af, reiðir síðan af?
„Það er erfitt að hafa yfirsýn
yfir slíkt, það væri kannski nær að
spyrja um þetta í viðkomandi
stofnunum. Varðandi náðunar-
málin þá vek ég athygli á því að
það er oftast búið að úrskurða í
þessum málum þegar fólk kemur
með þau til forseta. Ég get ekki
dæmt um það hvort afskipti for-
seta hafa áhrif á framvinduna en
það er þó aö minnsta kosti vakin
athygli á viðkomandi málum. For-
setaembættið hefur náttúrlega lít-
il völd, nema að nafninu til, og það
er erfitt að meta nákvæmlega þau
áhrif sem slíkt embætti hefur.”
— Litil völd, segirðu? Finnst þér
það ákjósanlegt fyrirkomulag? Eða
er embættið kannski óþarft?
„Ef mér þætti embættið óþarft
væri ég nú sennilega ekki í því
starfi sem ég gegni nú. Ég held að
forsetaembættið, eins og það er,
hafi fjarska mikla þýðingu. For-
setinn er sameiningartákn þjóðar-
innar og tákn hennar út á við og
þótt hann hafi lítil pólitísk völd þá
getur hann verkaö sem eins konar
öryggisventill, við mjög sérstakar
aðstæður. Ég get tekið dæmi frá
Spáni en þar gerði hluti hersins til-
raun til valdaráns fyrir nokkrum
árum. Þá greip konungur inn í
með mjög eftirminnilegum hætti,
eins og menn muna væntanlega.
Með sambærilegum hætti gæti
forseti íslands varnað að kreppa
skapaðist í þjóðfélaginu, þó að
sönnu sé lítil hætta á beinni hlið-
stæðu við það sem gerðist á Spáni.
Við búum, sem betur fer, við stöð-
ugt stjórnarfar og deilum ekki um
meginreglur eins og lýðræðið. Það
er meðal annars hlutverk forseta
að minna á hverjar þessar megin-
reglur eru: frelsi, jafnrétti og svo
framvegis.”
— Vikjum nú að þér sjálfum. Ætti
ég að spyrja um ætt og uppruna?
„Ja, ég segi stundum að ég sé
Þingeyingur að hálfu og sennilega
Mýramaður í hina ættina. Hins
vegar er ég borinn og barnfæddur
hér á mölinni og ólst upp eins og
hver annar Reykvíkingur á sjötta
og sjöunda áratug aldarinnar.
Bernskan leið við kabboj-leik og
þrjúbíó. Ég fór hefðbundna leið
gegnum skóla; lauk stúdentsprófi
og fór síðan í guðfræðideild.”
— Af hverju?
„Það var fyrst og fremst af trú-
arlegum áhuga. Ég var kannski
óvenjulegt barn að því leyti að ég
hafði snemma mikinn áhuga á trú-
arlegum efnum. Guð var mér af-
skaplega hugleikinn og ég velti
mikið fyrir mér þessum hinstu
spurningum: Hver er ég? Hver er
tilgangurinn með þessu öllu sam-
an? Úr þessum bollaleggingum
var leiðin stutt yfir í trúna og ég
varð snemma virkur í kristilegu
starfi. Strax á unglingsárunum
ákvað ég að hasla mér völl á vett-
vangi kirkjunnar, hvort sem það
yrði sem prestur eða leikmaður.
Ég hef nú stefnt að því um hríð að
verða prestur og það er ennþá á
döfinni hvenær svo sem það verð-
ur.”
— En þú fórst út í blaða-
mennsku?
„Já, ég var eitthvaö byrjaöur að
fást við blaöamennsku síðustu ár-
in í guðfræðideildinni og 1978 réðst
ég til Tímans. Þá var þar ritstjóri
sá mikli ágætismaður Jón Sig-
urðsson, einhver hraðskemmtileg-
asti maður sem ég hef kynnst.
Undir hans leiðsögn steig ég því
mínfyrstu spor.”
— Af hverju vildirðu verða blaða-
maður?
„Ástæðurnar voru einkum
tvenns konar. í fyrsta lagi hafði ég
áhuga á fjölmiðlun í sjálfu sér, en
að auki taldi ég að blaðamennskan
gæti verið mér heppileg leið til
þess að brjótast út úr tiltölulega af-
mörkuðum heimi guðfræði og
kirkjumála. Það gætir stundum
þeirrar tilhneigingar hjá þeim
sem eru virkir í kirkjulegu starfi
að lifa á einhverju öðru plani en
fólkið í landinu; kirkjan tjáir sig
ekki alltaf í takt við tímann. Mig
langaði að leggja mitt lóð
á vogarskálarnar til þess að kirkj-
an kæmist í betra talsamband við
þjóðlífið — því starf kirkjunnar
má alls ekki vera unnið í þögn og
doða ef það á að bera ávöxt fyrir
alla menn — og það taldi ég best
16 Vikan 47- tbl.