Vikan


Vikan - 21.11.1985, Page 21

Vikan - 21.11.1985, Page 21
Til eru í Bandaríkjunum samtök foreldra sem vilja fá að skoða texta allra dægurlaga sem gefa á út þar í landi; vilja fá að ritskoða texta og láta banna að leika þau lög í fjölmiðlum sem ekki eru til þess hæf — að þeirra mati. Ekki má leika lög sem fjalla um „klám” eða kynmök í nokkurri mynd, ofbeldi, guðlast og margt fleira. Reyndar vilja þessi samtök helst hafa plötuumslög þannig úr garði gerð að utan á sé vísbending um textainnihald og jafnvel viðvaranir um að ákveðin plata sé ekki fyrir eyru barna innan ákveðins aldurs. I stuttu máli vilja þau fá að starfa á svipaðan hátt og kvikmyndaeftirlitið nema hvaö hér er um að ræða hljómplötur. íslenskir foreldrar vildu nú kannski ekki ganga alveg svona langt í sumar þegar þeir voru sem æfastir yfir textanum við lagið Ung og rík, en það sem margir gera sér ekki grein fyrir er að þetta lag er í svipuðum dúr og margt annað sem heyrist á íslenskum dægurlagahljóm- plötum. Forvitnilegt hlýtur því að vera að kanna nánar hvaö þar er að finna og hér á eftir birtast nokkur sýnishorn íslenskra dægurlaga og nokkur vel valin umsagnarorð fylgja þar með. Auðvitað er ekki hægt aö kanna alla íslenska dægurlagatexta í stuttri grein og því var valin sú leið að kanna gott úrval platna frá því um áramót. Klám, eða hvað? Ástin eða horfin ást er langvinsælasta yrkisefnið. Textinn við lagið sem svo marga hneykslaði í sumar fjallar þó fremur um samskipti kynjanna og er þar ekki töluð nein tæpitunga eins og svo oft er gert í ástar- vísum. UNGOG RÍKIP.S. &Co). Viðlag: Ung, gröð og rík með fullt af seðlum. Kringum vesalings Villa sem reyndi að herða upp sinn vesæla tilla. Vildi að aftan væri látið, vissi hvar i likama fullnæging lá. Fékk hana lika, fékk hana lika. . . ofaná. En textinn við lagið Ung og rík er tiltölulega hógvær miðaður við textana eftir Sverri Stormsker á plötu hans Hitt er annað mál. Þar tengjast flestir textanna kyn- mökum, á beinan eða óbeinan hátt, og er plötuumslagið skreytt af höfundi sjálfum þar sem nafn plötunnar er myndað af teikn- ingum af karlmannskynfærum og konubrjóstum. ÉG Á MÉR DRAUM Ég á mér skaufa en ekkert gat. Ég á mér kynorkubor en ég á ekki. . . ÉG UM ÞIG FRÁ OKKUR TIL BEGGJA Skýring höfundar: (Mitt besta faðm- og ofanálag.) .. . þú lagðir þig undir mig. .. . ég lagði mig ofaná þig. Við héldumst munn í munn sem og sköp i sköp. Ég undi mér undir þér og á. Og áfram halda vísurnar og batna ekki. Alltaf hefur verið erfitt að skilgreina klám en textar Sverris hljóta að vera þar mjög nærri: SJÁLFS ER HÖNDIN HOLLUST Skýring höfundar: (Á sinum tima var ég viðriðinn helviti ísmeygilega stelpu sem var viðriðin en það fór allt í vaskinn. Um þessar mundir gengur þetta svona upp og niður hjá mér og það fer allt i vaskinn.) Ef þú berð engar taugar til tígulegra kvenna. (Sko, sjáum til, bara stuðlar og höfuðstafir.) Þá liklegt er að þig fýsi frekar i það að koma mönnum aftan að. (Oghér er endarím....) Viðlag: Sjálfs er höndin hollust, sú hægri yfirlejtt. Já, hafir þú ekkert far að hjakka í, þá brettirðu upp ermina og bjargar því. (Viðlag endurtekið og síðan kemur rúsínan í pylsuendanum:) Ef nakin fyrir framan þig fílarsigdama og þér bara blýstendur, blýstendur á sama, þá liklegt er þú illa sért gefinn fyrir svin eða að þetta sé konan þin. 47. tbl. Vikan 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.