Vikan - 21.11.1985, Page 23
um, til aö mynda er hugarástand
— þá oftar dapurt — yrkisefni sem
heyrist nokkuð oft. Hugleiðingar
um dauðann og sprengjuna hræði-
legu sem á að springa bráðum,
stríð og fleira í þessum dúr eru
hugðarefni textahöfundanna og á
plötu Bergþóru Árnadóttur og
Grahams Smith, Það vorar, eru
textar um öll þessi efni. Textar
plötunnar eru vandaðir og auðsjá-
anlega lagður í þá metnaður, enn
fremur eru nokkrir textar eftir
Tómas Guðmundsson og Jóhannes
úr Kötlum. Oft eru náttúrulýsing-
ar notaðar til að undirstrika sálar-
ástand (sbr. Frosin tár) og er
þannig farið að í vísunni um kot-
unginn á plötu Bergþóru og Gra-
hams. Þar vakna dökkar hugsanir
hjá bónda einum meö vorkom-
unni. Algengara er þó að hækk-
andi sól boði lífsgleði og gott geð,
en vísan um kotunginn er að öðru
leyti í hefðbundnu ljóðformi þar
sem notaöir eru stuðlar og höfuð-
stafir og endarím.
I ljóöagerð er algengt að
persónugera hluti og er þessi að-
ferð notuð í textunum tveim hér á
eftir. Báðir textarnir fjalla um
hugarástand og persónugervingin
tengist húsum í báðum textunum.
TALAÐ VIÐ GLUGGANN
(Bubbi Morthens/Kona)
Ég hef staðið við gluggann,
heyrt hann tala, spurt hef ég hann:
„Sér hann þig þar sem þú ferð?"
Þakinn rósum, kaldur vill ekki svara
hvort ást til mín i hjartanu þú berð.
Ég hef staðið við gluggann,
séð hann stara á norðanvindinn,
úti i fjúkinu leika sér.
Stundum heyri ég hlátur
i gólffjölunum marra,
hjartað tekur kipp en það er
ekkert hér.
HÚSIÐ ER AÐ GRÁTA
(Vilborg Halldórsdóttir/
Get ég tekið cjéns).
Húsið er að gréta
alveg eins og ég.
Það eru tár á rúðunni
sem leka svo niður veggina.
Gæsin flýgur á rúðunni
eða er hún að fljúga
á auganu á mér.
Ætli húsið geti látiö sig dreyma,
ætli það fái martraðir?
Hárið á mér er Ijóst — þakið
á húsinu grænt,
ég íslendingur — það
Grænlendingur.
Mér finnst rigningin góð.
Einu sinni fórum við í bað
og ferðuðumst til Bali,
viö heyrðum í gæsunum
og regninu,
það var i öðru húsi.
Það á að flytja húsið i vor.
Textar eins og þessir eru alveg
tilvaldir til ljóðakennslu í skólum.
Enskir textar =
íslenskir textar
Aftur á móti eru textar nokk-
urra íslenskra hljómsveita á eng-
an hátt til þess fallnir að læra
nokkuð að gagni af þeim. Þetta
eru hljómsveitir sem syngja öll
sín lög á ensku. Meðlimir þessara
hljómsveita hafa oft verið spurðir
að því hvers vegna þeir syngi frek-
ar á ensku og svarið er eitthvað á
þá leið að íslenskan passi alls ekki
við lögin þeirra. Hérna áður fyrr,
þegar íslensku popphljómsveitirn-
ar voru að byrja, þá var alltaf
mikið mál að taka strax upp
hljómplötu og þá voru textarnir
alltaf á ensku af því að hljómsveit-
irnar, sem verið var að stæla,
sungu allar á ensku og svo var það
alltaf draumurinn um að vera
uppgötvaður í útlöndum. Lítið var
þó lagt upp úr textasmíð, oft eitt-
hvað soðið saman í upptökustúdí-
óinu í útlandinu eða að textarnir
voru sendir út á eftir þeim, óséðir
fyrirfram. En engin þessara
hljómsveita varð heimsfræg, ekki
einu sinni á Islandi því mörg góð
lög heyrðust aldrei í útvarpinu og
urðu þar af leiðandi ekki vinsæl, af
því að sú regla var í gildi hjá út-
varpinu að spila ekki íslensk lög
með enskum texta. Það má segja
að þá hafi verið í gangi eins konar
eftirlit með íslenskum dægurlaga-
textum. Þess má geta til gamans
að á þessum tíma kom fram
hljómsveitin Stuðmenn. Þeir fé-
lagar sungu á íslensku og var ekki
spáð miklum vinsældum — en all-
ir vita hvernig það fór.
Skemmtun heitir plata með
hljómsveitinni Með nöktum og er
það eiginlega furðulegt nafn á
plötu sem er að öllu öðru leyti á
ensku. Textarnir fylgja prentaðir
með og virðist einna helst sem hér
sé verið að leika sér að því að
setja saman setningar á ensku þar
sem efni og heild skipta engu
máli, enda má finna enskar mál-
villur í textunum: „without loose
or win”, „Feet/runs in the circle”
og „My name/mindless its mov-
ing on and on”.
Hljómsveitin Drýsill gaf einnig
út plötu á árinu þar sem allir text-
arnir eru á ensku, en það er þó
samræmi í því, nafn plöt-
unnar er líka á ensku: Welcome to
the show. Eitt laganna, Left,
right, er töluvert vinsælt sem
kannski hefði ekki orðið ef enn
væri í gildi sú regla útvarpsins að
leika ekki lög íslenskrar hljóm-
sveitar þar sem textinn er á
ensku.
Óskiljanlegir textar
Stundum skiptir engu máli
hvort textinn er á íslensku eða
ensku. Þá er átt við texta sem eru
svo óskýrir að ekki er hægt að
greina orðaskil. Textar hljóm-
sveitarinnar Fásinnu falla undir
þetta mat og þrátt fyrir góðan
vilja og góð hljómflutningstæki
tókst ekki að greina alla textana.
Aftur á móti er eitt laga Fásinnu
bæði vinsælt og álíka áheyrilegt og
erlend lög í sama dúr — og þeir
syngja á íslensku:
HITT LAGIÐ
La aaaaaaa. . .
(Endurtekið tvisvar.)
Er það hitt eða kannski ekki neitt.
(Endurtekið tvisvar.)
Ekki er allt gull sem glóir.
(Endurtekið tvisvar.)
Laaaaaaaa. . .
(F.ndurtekið tvisvar.)
Er það hitt eða kannski ekki neitt.
Það er óhætt að segja að mikil
breidd sé í íslenskum dægurlaga-
textum og þó kannaðar væru fleiri
hljómplötur yrði niðurstaða áreið-
anlega svipuð. Sumir leggja mik-
inn metnað í textagerðina og þó
ekki hafi verið fjallað hér sérstak-
lega um nýjustu plötu Magnúsar
Eiríkssonar þá er hægt um hana
að segja að þar er marga góða
texta að finna, eins og Magnúsar
er von og vísa. Þar á móti koma
síðan textar eins og í Hinu laginu
með Fásinnu, þar sem textinn er í
raun aðeins tvær setningar. Sumir
íslenskir textar eru mjög fallegir
og hugljúfir, aðrir eru ljótir og
klæmnir, en auðvitað leggja menn
mjög misjafnt mat á hvað er ljótt
og hvað er fallegt og hver er betur
til þess fallinn en annar þar um að
dæma? En burtséð frá því hvort
textarnir eru góðir eða vondir þá
má búast við því að heyra þá hve-
nær sem er og hvar sem er í út-
varpi okkar landsmanna.
Með nöktum: „Skemmtun" heitir platan en er að öðru leyti á ensku.
47- tbl. Vikan 23