Vikan


Vikan - 21.11.1985, Qupperneq 28

Vikan - 21.11.1985, Qupperneq 28
Blómleg heruð, grænir akrar og skógi vaxnar hliðar, hjarðir letilega á beit og bústnir smalastrákar með prik. Eþíópía. Hvílíkur sælureitur: inni í kjarrinu eru strákofar og börn að leik þar fyrir utan, litríkir smáfuglar skjótast milli steina og einhvers staðar hrín asni. Hér hrundi fólk niður úr hungri fyrir einu ári. Wollaita í Suður-Eþíópíu er staðurinn. Hingað kom íslensk hjúkrunarkona í ágúst 1984 þegar Alþjóðasamband Rauða kross-félaga skipulagði neyðarhjálp í héraðinu. Það var upphafið að litríkum ferli Sigríðar Guðmundsdóttur á liðnu ári; hvarvetna þar sem neyðin var stærst kom kallið til hennar: Bati-búðirnar fyrir norðan, síðan Gewane, þá alla leið til suðurlandamæranna sem liggja að Kenya og svo aftur til Wollaita. Allir þekkja Siggu, hún hefur getið sér einstakan orðstír fyrir framgöngu sína; orð, sem félagar úti í mörkinni eða fólk við skrifborð í fjarlægum borgum nota til að láta í Ijós aðdáun sína, eru; hugrekki, dugnaður. hæfni, vinsældir. „Ástandið er enn víða ótryggt í Eþíópíu,” segir Sigga. Uppskeru er vænst í desember og nú þegar hefur fólk skorið upp maís og fleira. En rigningarnar hafa verið misjafnlega góðar í landinu. Margir höfðu misst allan búfénað, aðrir eiga engin akuryrkjutól lengur, útsæði hafði verið etið eða selt í hungursneyðinni. Eþíópía er á leið til endurhæfingar en um langan veg er að fara. Enn verður leitað til þeirra sem betur mega sín í veröldinni að hjálpa þessu fólki. Hjálpin hefur komið að gagni. Það sér maður þegar maður fylgir Siggu á vettvang í Wollaita. Fólkið sem nú brosir og gengur að störfum væri einfaldlega ekki lengur á lífi ef umheimurinn hefði ekki komið til bjargar. Börnin, sem eitt sinn voru beinagrindur með tóm, f jarræn augu, eru nú lif- andi, brosandi. „Eg fór heim til íslands á liðnu vori en hafði stutta viðdvöl,” segir Sigga. Hún var kölluð til starfa á ný og sér ekki eftir því að hafa snúið aftur. „Á liðnum mánuðum hef ég séð árangurinn af starfi okkar kom í ljós, það veitir manni miklafyllingu.” „Asnarnir mínir eru frægir" I fyrrahaust voru settar á fót sérstakar matarstöðvar þar sem bömin voru höfð á neyðarfæði. Nú er ekki lengur þörf fyrir slíkt. Rauði krossinn fylgist með næringarástandi barnanna, sendi- menn ferðast milli þorpa og kanna líöan þeirra. Nú eru 10.000 börn á skrá og er fjölskyldum þeirra gefinn mánaðarskammtur af mat: hveiti, sykur, hrísgrjón og matarolía. Sigga stjórnar dreif- ingunni, hefur nákvæma tölu á birgðum í vöruskemmum og sendir bifreiðar og jafnvel asna- lestir með mat á milli staða. „Asnarnir minir eru frægir,” segir hún og hlær. Á meðan rign- ingatíminn stóð urðu vegir ófærir og afskekkt þorp einangruðust. Til tals kom að senda flugvél með mat sem yrði kastað niður í jxirpin. Það er óhemju dýrt og ónákvæm aðferð til að koma mat til fólks. Sigga lagöi til að hún tæki asna á leigu; 30 slíkir voru síðan klyfjaðir og sendir af stað. Einkar heppileg aðferð: asnarnir skila sínu, eigendur þeirra fá smáskilding í vaxann sem örvar markaðinn og flugvélarnar geta sinnt öðrum verkefnum. Það þarf dugnað og útsjónarsemi til að skipuleggja svona starf. Sigga er eini útlendingurinn á vegum Rauða krossins í Wollaita. Hún stjórnar dreifingu til 23ja þorpa, hefur um 20 launaöa starfs- menn í vinnu og 40—50 aðrir fá mat fyrir aðstoð. Það gustar af henni þar sem hún stormar um, lítur á börnin, gefur skipanir og lætur starfsmennina finna að allt eigi að ganga vel fyrir sig. Engill dauðans Sódó er smáþorp, höfuðstaöur Wollaita. Rykugar traðir liggja milli húsa og aðalgatan er skreytt fánum, borðum og spjöldum: Verkamenn allra landa, sameinist! Byltingarafmæli er í vændum. Sigga er í vöru- skemmum Rauða krossins, fylgjast þarf grannt með birgðum, áætla þörfina á næstu vikum og panta það sem með þarf frá Addis Ababa. Starfsmenn eþíópska Rauða krossins þinga með henni, fulltrúar annarra liknarstofnana koma og biöja um nokkra sekki af sykri. „Við hjálpumst að,” segir Sigga, „ef einhvern vantar ákveðna vöru reynum við að bjarga — þetta er allt starf að sama markmiði.” Skömmu áður fór hún til aö hafa SIGGA Islensk hjúkrunarkona í Eþíópíu Myndir og texti: Stefán Jón Hafstein 28 Vtkan 47. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.