Vikan


Vikan - 21.11.1985, Page 44

Vikan - 21.11.1985, Page 44
Pý Stjömuspá Hrúturinn 21. mars 20. april Þú ert stundum meinlegur í tali og ættir að gæta þín betur, annars er eins víst að þú særir einhvern sem á allt annað skiliö af þér. Léttu af þér verkefnum til að hafa betri tíma fyrir áhugamálin. fJautió 21. apríl 21. mai Þú stendur frammi fyrir erfiöri ákvörðun sem ekki þolir mikla bið. Láttu aðra ekki blanda sér of mikið í málin að sinni, þaö ert þú sem tekur afleiðingunum og ert þar að auki fullfær um aö velja. Tviburarnir 22. mai -21. júni Þúþarfttímatilað sinna tilfinningamál- unum í þessari viku og þau krefjast ótrú- lega mikillar orku. Þú ættir að fresta því aö ráðast í stór- framkvæmdir, sem eru á döfinni hjá þér, þar til úr rætist. Krabbinn 22. júní 23. júlí Þú getur gert eitt og annaö til að létta þér róðurinn ef þú hefur augun hjá þér. Láttu bara til skarar skríða, það gefst ekki betra færi seinna. Það er óþarfi að láta aðra gjalda heimsku sinnar. Ljónið 24. júli 23. ágúst Einbeittu þér aö því aö vera þægilegur í umgengni og stima- mjúkur, þó er óþarfi aö smjaðra. Takist þér vel upp njóta allir góðs af. Hefuröu nokkuð trassaö aö bursta skóna þína? Meyjan 24. ágúst 23. sept. Láttu ekki aðra þurfa aö reka á eftir þér. Þaö væri synd að segja að þú hraðaðir þér við það sem þú ert að gera en enginn yrði fegnari en þú ef þú tækir á þig rögg og lykir þessu af. Vogin 24. sept. - 23. okt. Mannleg samskipti eru meö besta móti þessa dagana og lag fyrir ánægjuleg tengsl viö hitt kynið fyrir þá sem áhuga hafa. Þú ættir að heimsækja ættingja þinn sem hefur verið eitthvað miöur sín. Sporðdrekinn 24. okt. 23. nóv. Þessi vika ætti að verða eftirminnileg. Því valda hagstæðar ytri aðstæður og jákvæður hugur þinn. Þú ættir aö reyna aö koma sem mestu í verk og leyfa öörum aö njóta herlegheit- anna með þér. Bogmaðurinn 24. nóv. 21. des. Undanfariö hafa skipst á skin og skúr- ir en senn fer að rofa til. Rómantíkin er ofarlega á blaði en fjármálin fylgja fast á eftir. Nú er mest um vert að spila sem best úr því sem á hendi er. Steingeitin 22. des. 20. jan. Þú átt góða mögu- leika á aö leysa leið- indadeilu sem upp kemur milli vinnu- félaga þinna. Hikaðu ekki við að höggva á hnútinn og fylgdu lausninni eftir. Þeir sem hlut eiga aö máli þurfa á því að halda. X Vatnsberinn 21. jan. - 19. febr. Lund þín er venju fremur létt um þessar mundir og ein- hverjum finnst þú vafalaust ábyrgöar- laus. Leggðu eyrun við gagnrýninni án þess að taka hana alltof hátíðlega. Farðu varlega í um- ferðinni. Fiskarnir 20. febr. 20. mars Þú kemst að leyndar- máli og miklu varðar aö þú sitjir á strák þínum og blaðrir ekki. Þegar allt kemur til alls snertir þetta þig meira en í fljótu bragði virðist og eins gott að halda sig á mottunni. 44 Vikan 47. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.