Vikan


Vikan - 21.11.1985, Qupperneq 50

Vikan - 21.11.1985, Qupperneq 50
öllum gestunum inn í Land Roverana uppgötvaði Lilí að henni var ætlað að sitja við hlið hans. Lilí fann að það var kom- ið ofurlétt við handlegginn á henni og við það var eins og hárin risu á handleggnum á henni og aftan á hnakkanum og hún missti nær andann. Þar fyrir utan kom Abdúllah fram við hana á nákvæmlega sama hátt og aðra gesti. Hún var næstum farin að halda að hún hefði ímyndað sér hann stinnan og nakinn við hliðina á sér I silkihvílunni. En þá horfðist hún í augu við hann, dökkt, fljótandi augnaráð hans mætti augnaráði hennar andar- tak og hún fann sælu og æsing hríslast um sig. Skyndilega sáu þau fornar rústir af rómversku hringleika- húsi bera við sjóndeildarhring- inn. Þrjár raðir af molnandi! steinbogum voru snilldarvel upplýstar úr fjarska þannig að hver bogi virtist í fullkomnu lagi eins og hann hefði verið reistur daginn áður. Teppi höfðu verið lögð fyrir framan forna leiksviðið þar sem skylmingaþrælar höfðu áður barist fyrir lífi sínu, þar scm strokuþrælar höfðu skolfið fyrir framan starandi, grænar glyrnur ljóna og hlébarða, þar sem fðlkið hafði hrópað á blóð. Sfðar um kvöldið hraðaði Lilí sér aftur eftir breiða marmara- ganginum að jasmíngarðinum. Abúllah gekk fram úr skugga trjánna og tók hana í fangið. Hún fann varir hans á hárinu á sér, grönnum hálsinum og síðan munninum um leið og hann tók hana upp eins og ekkert væri og bar hana að silkihvílunni. Aður en klukkustund var liðin gerði Lilí sér ljóst að hún var ást- fangin í annað skipti á ævinni. í þetta sinn var ástin eldheit og hún gaf sig henni algjörlega á vald, en það hafði hún aldrei upplifað áður. Seinna fann hún flauels- mjúka kinn hans strjúkast við sína. „Viltu vera hér um kyrrt?” spurði hann. Lilí hafði ekki hugmynd um að Abúllah hafði aldrei áður komið með evrópska konu f ríki sitt, að hann varpaði öllum varúðarráðstöfunum fyrir róða, að ást hans á henni var hættuleg þegar litið var til stjórnmálanna. Hún hikaði. Hjarta hennar og líkami sögðu henni að svara ját- andi en skynsemin og minnið minntu hana á að elskhugi hennar var heimsfrægur glaum- gosi. Lilí vildi alls ekki vera bara ein af mörgum f röðinni hjá Abdúllah. Frá því að hún lauk síðustu kvikmynd, Regni, hafði hún fundið til vaxandi sjálfs- trausts. Myndin hafði enn ekki verið frumsýnd en allir sem til þekktu vissu að Lilí var frábær í hlutverki Sadie Thompson og að þetta var persónulegur sigur fyrir hana. Hún var staðráðin í að ekkert skyldi taka frá henni það sem hún hafði lagt svo mikið á sig til að öðlast, orðstfr sem skap- gerðarleikkona. En lffið var til þess að lifa því og aldrei áður hafði Lilí fundist hún svo lifandi og þó svo full af friði og ró. Frumsýningin yrði ekki fyrr en eftir fimm vikur. Ein eða tvær vikur í Sydon gætu ekki skipt sköpum? — 57 — Ari síðar var Lilf enn f Sydon. Þessir yndislegu tólf mánuðir höfðu virst heil eilífð en höfðu þó liðið svo fljótt. Abdúllah var innilega hrifinn af Lilí. Þegar hann var með henni hurfu fyrri sorgir hans og hann hugsaði að- eins um líðandi stund. Lilf til mikillar undrunar breyttist æs- andi hrifning hennar f óút- skýranlega hamingju. Hún var óvenju afslöppuð þegar hún var með Abdúllah, en þó á allt annan hátt en þegar hún hafði verið með Stiarkoz og hafði haldið þá að væri hugarró. Lilf bar einnig mikla virðingu fyrir Abdúllah þegar hún sá hvað hann var trúr þjóð sinni, hvað ábyrgð hans gagnvart þegnum hans var gífurleg, hve vald hans yfir þeim var algjört. Eitt orð frá Abdúllah dugði til að dæma mann til dauða. Henni hafði lærst að skilja miskunnarlausan sannleikann sem bjó að baki vellystingunum. Hún naut þess að búa í Dinada höll. Hún stóð við utanvert lón, var byggð inni á milli kletta niðri við sjóinn og lá eins og í boga- dregnum stöllum niður f grýtt fjöruborðið. Á hverri hinna fimm hæða var þakgarður. Dinada var staður þar sem þau hvíldu sig, syntu í silfurlitum sjónum eða f upphituðu neðanjarðarsundlauginni sem hafði verið sprengd inn f klett- ana. Á Dinada fóru þau f útreiðartúra meðfram hvítri strandlengjunni, fóru á sjóskfði, veiddu og tóku endrum og eins á móti gestum í konunglegu skemmtisnekkjunni. Zimmer hafði heimsótt þau tvisvar og það var von á honum innan tfðar til nokkurra daga dvalar áður en hann færi ásamt Lilí til Parísar. Lilí hafði ekki leikið f neinum kvikmyndum sfðastliðið ár en Zimmer hafði loks tekist að freista hennar með „Skartgripnum”, sígildri sögu eftir de Maupassant. Lilí átti að leika hæverska og guðdómlega dyggðuga eiginkonu opinbers starfsmanns sem er yflrmáta hrif- inn af konu sinni en er þó ekki hrifinn af því hve hún hefur mikinn áhuga á leikhúsinu og er mikið fyrir eftirlfkingar af skart- gripum. „Þegar kona hefur ekki efni á að ganga með ekta skart- gripi, góða mín,” sagði skrif- stofumaðurinn strangurí bragði, „þá á hún einungis að skreyta sig með sinni eigin fegurð og þokka.” „Það hefur enginn efni á því að vera bara fagur, elskan mín,” sagði Zimmer eitt kvöldið þegar þau hölluðu sér fram yfir handriðið á þakgarðinum og horfðu á sólina síga hægt í hafið. „Stúlkur þurfa að verða eitt- hvað, sérstaklega ef þær eru ógiftar og eru í slagtogi við vold- uga menn. Það er það eina sem þessir menn skilja og geta virt.” Hann horfði f augun á Lilí af mikilli alvöru sem sýndi að hann meinti það sem hann sagði þrátt fyrir glettnina í röddinni. „Ef stúlkur verða eitthvað merkilegt þá öðlast þær aðdáun fjöldans. Það getur stundum minnt þess háttar menn á að sá sem í slíka stúlku nær er lánsamur maður og margir aðrir vildu vera í hans sporum. Með öðrum orðum, elskan mín, ef stúlkan er eitt- hvað merkileg þá heldur hann sig á mottunni en reikar ekki eitthvað annað þegar honum tekuraðleiðast.” Lilí hafði kastað aftur höfðinu og starði á Zimmer, en hann var staðráðinn í að segja það sem honum bjó í brjósti. „Það er eins gott fyrir þig að muna það, elskan, að þó þú sért jafnfögur og forðum þá er hans hátign ekki beinlínis heimsfræg- ur fyrir trygglyndi. ’ ’ Lilí hugleiddi orð Zimmers þegar hún gekk inn f svefnher- bergi sitt, þó hún væri treg til þess. Lilí hafði velt því fyrir sér að Abdúllah gæti orðið leiður á henni en hún hafði ýtt því til hliðar. Hún ætlaði ekki að hugsa um það nema ef til þess kæmi. Þegar hún hvfldi f sterkum örm- um hans og tók á móti kossum hans var ómögulegt að hugsa sér að það gæti komið til að hann vildi nokkru sinni binda enda á slíka hamingju. En nú, þegar hún hafði verið ein í nokkra daga, fann hún stundum fyrir ótta, lamandi skelfingu. Hún gekk inn f innra svefnherbergið en þar svaf hún ef mjög heitt var í veðri. Það var með bogaþaki, málað í sama ferskjulit og var á púðrinu hennar svo það var eins á litinn og húðin á henni. I þessu svefnherbergi var stórt rúm graflð niður í gólfið og í því rekkjuvoðir úr apríkósulitu silki. Önnur húsgögn í herberginu voru sófí klæddur hlébarða- skinni, frá franska keisaratíman- um, stórt skrifborð úr marmara og hvítur skrifborðsstóll teikn- aður af Saarinen. Lilí kastaði sér niður f rúmið og reyndi að meta aðstæður sínar. Þetta líf í vellystingum var of þægilegt til þess að hún leiddi hugann að framtfðinni. En hún var orðin tuttugu og sex ára og varð að gefa gaum að henni. Lilí hafði verið varpað úr öryggi bernskuheimilis síns til hinnar nöturlegu vistar á heimili Sardeau-hjónanna. Hún hafði komist yfir svik fyrsta mannsins sem hún var með. Hún hafði komist yfir fyrirlitningu heimsins þegar hún var klámmynda- stjarna. Hún hafði komist yfir dauðajos og svikráð lögfræðings hans og þjófnað. Eftir mikla bar- áttu fékk hún aftur aukið sjálfs- traust og vann hörðum höndum við starf sitt í leit að einhverju sem hún gæti verið stolt af. Hún hafði reynt að ráða sínu eigin Iffi, fylgja þeirri leið sem hún hafði sjálf valið og láta engan draga sig á eftir sér. Framhald í næsta blaði. 50 Vikan 47. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.