Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 12

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 12
Þrjátíu árum síðar í öðru landi Marinó Jóhannsson segir frá tilviljun — Marinó Jóhannsson? „Já.” — Mér var bent á að tala við þig vegna dálítiö skemmtilegrar tílvilj- unarílífi þínu.” ,,Já, ég kannast við það. En ég er bara nývaknaður.” — Þú vilt kannski slá á þráöinn til baka þegar þú ert almennilega vakn- aöur svo við getum ákveöið tíma. Heimasíminn minn er 51268. „Eg trúi þér ekki. Þaö er gamla símanúmerið mitt — sem ég var með fyrir átjánárum!!” Með þessari skemmtilegu tilviljun hefst eiginlega viðtal við Marinó Jóhannsson sem heldur áfram dag- inn eftir á herbergi hans á Hótel Loft- leiðum þar sem Marinó dvaldist er hann heimsótti ísland fyrir skömmu. ---0----- „Það er spurning á hvorum endan- um ég á að byrja,” segir Marinó. „Sennilega er þó betra að byrja sög- una í fyrra. Eg var að vinna fyrir félag í Oakland í Kaliforníu þegar ég sá auglýsingu þar sem auglýst var eftir flugmanni á Boeing 727. Eg sendi inn umsókn og var kallaður til viðtals hjá stjórnarformanni félags- ins í Los Angeles. Hann sendi mig áfram í viðtal til framkvæmdastjóra félagsins. Skömmu síðar fékk ég upphringingu frá manni sem heitir Sy Weiner. Hann sagðist vera fram- kvæmdastjóri félagsins og var í Las Vegas. Hann bað mig að hitta sig í Los Angeles og koma heim til sín á laugardagsmorgni. Hann sagði mér aö vera ekki uppáklæddur.” Marinó bætir við til skýringar: „Venjulega er maöur í three piece suit við svona tilefni. Við settumst viö sundlaugina heima hjá honum og fengum okkur ölglas. Eg tók eftir því að Sy horfði mikið á andlitið á mér og var mjög brosleitur. Loks sagði hann: „Þú þekkir mig ekki.” Síöan sneri hann við ramma sem hafði legiö á hvolfi á borði á milli okkar. I rammanum var mynd af okkur saman, tekin í desember 1955. Þá rifjaðist upp fyrir mér hvenær við höföum síðast hist.” íslenskur bátur að farast „Það var tveimur til þremur dög- um fyrir jól. Eg var á vakt í flugum- sjón í Keflavík, nýbakaöur. Það var vont veður. Sy var í 53, flugbjörg- unarsveit, og var Duty Pilot. Hann kom hlaupandi upp í flugumsjón til mín. Hann sagði mér að það væri íslenskur bátur aö farast sunnan við land, á Selvogsbanka. Þetta var vél- báturinn Már frá Vestmannaeyjum. Sy bað mig að koma með því það þyrfti einhver að fara sem talaöi íslensku. Við hlupum út í gamlan Albatros flugbát og héldum suður á bóginn. Þetta var í ljósaskiptunum og þegar við komum á þær slóðir sem báturinn átti að vera á var að skella á myrkur. Það var sjórok á gluggana í 1500 feta hæð. Báturinn hafði farið á hliöina. Við höföum samband við bát- inn og gátum nokkurn veginn fundið út hvar hann var en sáum hann ekki. Þetta endaði með því að við báðum þá að kveikja bál á stefninu. Þeir gerðu þaö og við gátum í framhaldi af því beint varðskipinu Maríu Júlíu til bátsins. Innan viö fimm mínútum eftir að mönnunum hafði verið bjarg- aösökk báturinn. Eg man lítið eftir lendingunni i Keflavík nema hvað þar var blind- bylur. Sy lenti í blindflugi. Við sá- um enga braut en fundum að við lentum í snjóskafli og sátum þar í klukkutíma þar til bíllinn fann okk- ur. Við vorum að vonum ánægðir með okkur eftir þetta og yfirmenn okkar komu og heilsuðu upp á okkur og það voru teknar myndir. Eg sá Sy Weiner síðan ekkert aft- ur fyrr en þarna átján árum síðar. Hann réð mig í starf sem flugstjóra og gerði mig aö aöstoöarmanni sín- um. Hann hætti nokkrum vikum síðar og ráðlagði fyrirtækinu að ráða mig í sinn staö. Við höfum verið bestu vinir síöan og hist. Við höfum stundum velt því fyrir okkur hvað varð um mennina sem voru á Má. Við heyrðum aldrei meira frá þeún eða öðrum. Þeir hafa líklega farið á sjóinn aftur,” segir Marinó hugsi. Vegalengdin til Varsjár í vinnuna — Hvað heitir flugfélagið sem þú ert framkvæmdastjóri fyrir núna? „Það heitir Pacific Interstate Airlines. Upphafsstafir þess eru PIA og félagiö er kallað eftir þeún. Eig- andi félagsins er billjónamæringur sem heitir Vrikles. Hann er giftur söngkonunni og leikkonunni Pia Zadora. Eg er framkvæmdastjóri flugdeildar fyrirtækisins sem annast flugrekstur og viðhald. Svo flýg ég líka svolítið til að halda mér við. Annars er ég rnest i stjórnunarstörf- um. Ég á einnig sjálfur svolítið fyrir- tæki í flugi. Upphafið á þessu var að ég byrjaði hjá Guðna Þórðarsyni og Air Viking, síðan var ég fyrsti flug- rekstrarstjóri Arnarflugs. Ég stofnaði félagið mitt, sem ég á núna, fyrst sem áhafnaleigu. Svo fór ég að setja upp flugrekstrarkerfi og kom mér upp tölvukerfi til aö skipu- leggja flug. Eg hef verið fenginn nokkuð mikið til að skipuleggja og er orðinn sérfræöingur í þeim efnum.” — Hvar býrðu? „Ég bý í Las Vegas. Annars er ég búinn að búa víða, í Los Angeles og við Mexíkóflóa í Texas til dæmis. Eg hef starfað víða og hef yfirleitt búið þar sem verkefnin hafa verið. Eg starfaði til dæmis í Mc Allen i Oakland og fór heún til Los Angeles, þar sem ég bjó, um þriðju hverja helgi. Ég var spurður hér hvers vegna ég hefði ekki farið oftar heim. Sannleikurinn er sá að það er sama vegalengd og milli Reykjavíkur og Varsjár.” Margir með hreim í Banda- rikjunum — En hvernig eru Islendingar í út- löndum. Er þetta einhver ákveðinn kynþáttu., heldurðu? „Nei, þeir falla inn alls staðar og eru bara upp og ofan eins og geng- ur,” segir Marinó. „Fólk spyr yfir- leitt ekki hvaöan maður er. Eg tala með hreim en það eru margir með hreim í Bandaríkjunum.” — Ertu íslenskur ríkisborgari? „Já, en ég get orðið amerískur ríkisborgari ef ég vil. Við hjónin eig- um sextán ára dóttur sem er fædd hér. Hún er að verða stúdent. Hún var að ljúka prófunum viku áður en við fórum hingað en verður að sitja i skólanum og útskrifast ekki strax. Thebna tók þátt í samkeppni menntaskóla í Nevada um kjarn- eðlisfræðileg efni. Hún náði þar fyrstu verðlaununum. Hún valdi við- fangsefnið sólarorka til friðsamlegra nota, setti upp verkefni í sambandi við það. Hún fékk peninga og viöur- kenningu. Allar deildir sendu henni viðurkenningar, henni var lofað ókeypis skólagöngu ef hún genpi í herinn. Hún ætlar að fara í University of Nevada í Las Vegas, ætlar að byrja þar og taka námsþætti sem koma henni að gagni í læknis- fræði, eðlisfræði og fleiri greinum. Hún er ekki búin að gera upp við sig út í hvaða nám hún ætlar.” Marinó er kvæntur danskri konu sem hann kynntist hér á Islandi. „Hún starfaði hjá Flugleiðum þegar við kynntumst og er meiri Islending- ur en ég, gætir þess vandlega að halda við íslenskunni hjá Thelmu. Theúna lærði strax dönsku og íslensku hjá okkur foreldrum sínum. Eftir það fór hún með okkur til Afríku og lærði því swahili. Hún talaði enga ensku þegar viö komum til baka en við hentum henni beint inn í skóla. Hún náöi enskunni undra- skjótt og nú talar hún íslensku vel og dönsku og ensku lýtalaust en swahili hefur horfið töluvert.” Vildi skipta á börnum „Eitt sinn er við vorum í Nairobi í Kenýa fórum við Thelma á slétturn- ar þar fyrir utan. Við heyrðum mikinn trumbuslátt og gengum fram á gamla konu sem var að passa böm. Hún fór að tala við mig og ég svaraði með: „Já, já,” og „Yes, yes,” en skildi ekki orð. Thelma var alltaf að toga í jakkaermina mína og segja: „Komdu.” „Komdu, pabbi.” Þegar við vorum farin sagöi Thelma mér að konan hefði verið að bjóöa mér að skipta á henni og tveimur af sínum börnum. Þess vegna lá henni svona á í burtu." — Þú býrð nuna í Las Vegas. Hvernig finnst þér það? „Borgin er þekkt f.vrir spilavítin og þá aðallega af tveimur götum, Las Vegas Boulevard sem er kölluð The Strip og Freemont Street sem er þvergata i bænum. Af þessum götum eru til margar mvndir en þetta eru hins vegar bara tvær litlar götur í borginni. Viö lærðum fljótlega að sleppa spilakössunum en förum ein- staka sinnum á gott „show". 12 Vikan 2. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.