Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 52

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 52
Barna-Vikan r r Gáta Hvað er það sem hefur verið með frá sköpun heims en er þó ekki nema fjög- urra vikna gamalt? ■gj|Bunj_ :jbas Gáta Hvaða hús stendur ekki á neinum grunni? ■sngeuSnejeiQ :jbas Talnaþraut Hér vantar tölur í hringana þannig að summa hverrar raðar fyrir sig verði 18. Grænmetisleikhús Þú getur einn, tveir og þrír komið þér upp fyrirtaks brúðuleikhúsi með því að nota bara grænmeti. Það er að vísu ekki hægt að nota „brúðurnar" oftar en einu sinni en það er fljótlegt að búa þær til og svo getur þú borðað þær þegar sýningin er búin. „Brúðurnar" geturðu skreytt með steinseljuhári, rúsínuaugum, sett á þær vængi úr salatblöðum og fest allt saman með títuprjónum. Stingdu blómapinna í höfuðin og festu ,,fötin", ferhyrnda tuskubúta, með tvinna eða blómavír alveg uppi við höfuðið. Þú getur þá hreyft brúðurnar fram og til baka að vild með þvi að halda í pinnana. Kartöfluhöfuð Kartöflur geta verið mjög hlægilegar í laginu og því tilvaldar í brúðuleikhús. Þvoðu kartöfluna, gerðu gat á hana fyrir fingurinn (ef þú notar ekki blómapinna) og skerðu andlit á kartöfluna. Þú getur notað eldspýtubúta fyrir tennur, límt á kártöfluna bómullarnef, hár eða skegg eða bara málað á hana augu, nef og munn. Lifandi appelsínur Reyndu að skera augu, nef og munn í nokkrar appelsínur. Leggðu síðan lítinn dúk yfir vatnsglös og settu appelsínu- höfuðin ofan á. Ef þú dregur dúkinn var- lega til getur þú látið höfuðin hreyfast upp og niður eða til hliðar. Gáta Á meðan fólk þekkir mig ekki stend ég undir nafni en um leið og ég uppgötvast hætti ég að vera það sem ég var áður. Hvaðheitiég? 'eien :jbac; 'S V6 Qcu ÞQ9N '£'8Y QQj jjjg :jbas Lögguhjálmur Lögguhjálmurinn er eiginlega búinn til úr dagblöðum. Blástu upp blöðru þar til hún er lítið eitt stærri en höfuðið. Límdu síðan dagblaðaræmur yfir blöðruna með sterku lími. Límdu nokkur lög til að hjálmurinn verði þykkur og endist lengi. Þegar límið er þurrt gerir þú gat á blöðr- una. Klipptu hjálminn svo hann fái rétt lag og limdu ræmur yfir kantinn á hjálm- inum. Þegar límið er orðið þurrt getur þú pússað hjálminn með sandpappír og málað hann. Hattar Er ekki tilvalið að búa sér til flottan hatt fyrir grímuballið eða afmælisveisl- una. Þessum höttum hér á myndinni er að vísu tyllt á tuskubrúður en þá má stækka og setja á mannshöfuð. Þú getur notað grunnsniðin sem eru á teikning- unni og búið til hatta handa þér og vin- um þínum. Kínahattar og trúðahattar Kinahatta og trúðahatta getur þú búið til úr pappa eða filti. Þú getur líka búið til pappahatt og styrkt hann með efni. Þú getur valið milli þriggja hatta, eins og þú sérð á myndinni, heilhring, hálfhring eða 3/4 úr hring, allt eftir því hversu strýtu- laga hann á að vera. Taktu hringstykkið, vefðu það upp og saumaðu eða límdu saman. Ef þig langar til að búa til nornahattinn (lengst til vinstri á myndinni) úr pappa býrðu fyrst til strýtu úr pappa og klippir til hattbarð sem passar við strýt- una. Strýtuna festirðu á hattbarðið á sama hátt og þú gerðir við pípuhattana. Þú klippir flipa í strýtuna og beygir þá út á við undir hattbarðið og límir. Ef þú býrð hattinn til úr filti eða efni þarftu ekki að klippa flipa i hattstrýtuna, þú saumar hana bara fasta við hattbarðið. 52 Vikan 2. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.