Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 23

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 23
 -“iiig’ Rúmgóöur innan, sætin góð, hurðirnar opnast 80°. Stýris- hallinn stillanlegur, rafmagn í sætum, rúðum og læsingum. Mælaborðið látlaust og greinilegt. undir stýri. Þú getur ekki bara stillt saetin fram og aftur og bakhallann, heldur lika hækkaö þau og lækkað og stillt stuðninginn við bakið, og svo stillirðu bara stýrishallann eins og þú vilt. Eða girskiptingin. Þó að hún sé á örmum er hún svo nákvæm og létt að það er ekki hægt að feila á henni." ,,Rétt er það," sagði ég. ,,0g svo fer hann ákaflega vel á vegi. Á þröng- um krókavegum finnst manni 80 — 100 þægilegur miðlungsgangur og á betri brautum er 140 kjörhraði. Við settum túrbóinn upp í 220 á súper- hraðbrautinni og hann átti meira eftir." ,,Viö fórum bara í 180 — 190 á i.e,- inum," sagði Daninn. „Okkur fannst farið að hvína ansi mikiö í honum þá. En það byrjar ekkert að hvina af loft- mótstöðunni fyrr en i kringum 150, enda er vindstuðullinn bara Cd. 0,32." „Króman er með verulega fínar bremsur," sagði ég. „Okkar bíll var með ABS kerfið, þú veist, sem aldrei læsir hjóli heldur gefur alltaf hámarks hemlun. Það er gott hjá okkur á norðurslóðum, með alla okkar vetrar- hálku." „Já, og ekki bara það, heldur stansar maður miklu örugglegar á stystu hugsanlegri vegalengd og getur stýrt á meðan. Þær eru af- bragð. Okkar bill var bara með venju- legum bremsum, diskum á öllu, hleðslustilli á afturhjólunum og vacuum servo. Þeir eru auðvitaö allir með tvöföldu bremsukerfi í kross. Mér fannst þær mjög góðar." „Hvernig fannst þér hann að inn- an?" spurði ég. „Alveg prýöilegur. Ótrúlega rúm- góður. Skemmtilegt og gott áklæði á vel gerðum sætum og innréttingunni. Mælaboröið er hreinlegt og þægilegt og öll stjórntæki liggja vel við. Bilana- tölvan er líka á góðum stað. Og hanskahólfið, maður, svona stórt og hægtaðlaesa þvi." Einn með öllu „Farangursrýmið er líka gott," bætti ég við. „Og hægt að stækka það fram meö þvi að leggja niður heilt eða hálft aftursætið. Það er bara full- djúpt ofan i það." „Já, kannski, en þó hefur maöur séð það svartara. Svo veröum við líka að muna að þessi bfll er með allt: sentrallæsingar á öllum huröum og skottinu líka, rafmagn í öllum rúðum og útispeglum, og meira aö segja raf- magnshitara í speglunum. Og finnst þér ekki gott að hafa hitaö sæti, þegar þú kemur út á morgnana í stinningsfrosti og billinn gegn- kaidur?" „Heyröu," sagði ég. „Ég hugsa bara að þú seljir SAAB-inn þegar þú kemur heim og fáir þér Fiat Croma. Mér heyrist það á þér. Og svo spar- aröu líka eitthvað á þvi. Króman veröur eitthvað ódýrari." „Láttu ekki svona, maður. Mundu hvað ég sagði um nafniö. Þú veist að SAAB er ekki bara bill heldur stöðu- tákn. Það getur vel verið að Fiat Croma verði það lika, hún hefur það sem með þarf. En á meöan ætla ég að halda i statusinn. Og nu skal viö ha os en o\, kammerat." Framdrifsbill með þverstæðri fjögurra strokka vél, halli 20°, vatnskæling. Fáanlegar eru fjórar gerðir með mismunandi bensinvél- um, tvær útgáfur með disil. Utlitið er alltaf hið sama en iburður og aukahlutir eilítið mismunandi eftir útgáfum. Fáanlegar vélar: 1585cc, single overhead camshaft, tvöfaldur Weber blöndungur, rafeinda- FIAT CROMA kveikja. 83 bhp (61 kW)/5600 sn/min. 1995 cc CHT, twin over- head camshaft, tvöfaldur Weber blöndungur með CHT, rafeindakveikja. 90 bhp (66 kW)/5500 sn/mín. 1995 i.e., twin overhead camshatt, rateindainnspýt- ing samstillt viö rafeinda- kveikju. 120 bhp (88 kW)/5250 sn/mín. 1995 cc Turbo i.e., twin overhead camshaft, raf- eindastýrð innspýting, turbocharger, intercooler. 155 bhp (114 kW)/5250 sn/min. 2499 cc D, óbein innspýt- ing, 75 bhp (55 kW)/4200 sn/min. 2445 cc Turbo D, turbo- charger og intercooler, 100 bhp (74 kW)/4100 sn/mín. Gírkassi: Fimm gíra bein- skiptur með overdrive á fimmta gir, eða þriggja gíra sjálfskipting. Bremsur: Diskabremsur á öllum, vacuum servo, stilli- ventlar á afturhjól, tvöfalt vökvakerfi í kross. Sjálfkæl- ing á frambremsum á báð- um túrbóútgáfunum. Fjöðrun: Sjálfstæð Mac- Pherson á hverju hjóli. Eigin þyngd: 1095, 1110, 1120, 1180, 1210 og 1240, i sömu röö og vélaupptaln- ingin. Lengd: 4495 mm Breidd: 1760 mm Hæð: 1443 mm Olnbogarúm i tramsæti: 1470 mm Olnbogarúm i baksæti: 1460 mm Vegalengd frá bremsufót- stigi að aftursætisbaki: 1845 mm Vikan 2. tbl. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.