Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 49

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 49
,...farangur dýnnætir gripir, verölaunagripir og þess háttar, sem ég kæri mig ekki um aö skilja eftir í íbúðinni þegar ég er ekki heima. Eg var búinn aö stein- gleyma þessu þar til þér minntust á þaö." ,,Eg skil, herra. Þaö er lika ákaflega eölilegt, rétt þegar þér eruö aö fara burt. Hvar komuð þér hinni kistunni fyrir?" ,,I geymsluhvelfingunni í bankan- um mínum. Þeir geyma hana alltaf fyrir mig." „Yöur væri víst ekki sama þó ég gægöist líka í hana?” „Það er víst sjálfsagt. Hérna, tak- iö þér lykilinn. Eg þarf ekki á honum að halda fyrr en ég kem heim. Verið þér sælir, yfirlögregluþjónn. Það fer ekki milli mála að Scotiand Yard þráast viö. En þannig veröur þaö sjálfsagt aö vera. Eg verð aö fara núna." Silver virtist heldur vökulli. „Ég er hræddur um aö það sjái ekki alveg fyrir endann á formsatriö- unum, herra. Eg vil að þér komið meö mér í bankann." „Til hvers i ósköpunum? Eg missi þá af lestinni.” „Engu aö síður verö ég aö biöja vöur um aö koma meö mér í bank- ann." Aftur gægöist virðuleiki Porlocks fram. „Gangiö þér ekki heldur lengra en skyldan býöur, yfirlögregluþjónn? Eg hef ekkert á móti því að sinna óskum yðar aö vissu marki en ég er búinn aö gera ákveöna ferðaáætlun og...” „Eg ræð ekki við það, herra. Eg er aðeins að gera skyldu mína og ég get ekki leyft neinum áætlunum að koma i vegfyrirþað." Porlock virtist á báðum áttum sem snöggvast. „Æ, jæja," sagði hann loks. „Þetta er fjárans plága en ef þér heimtíð þaö verð ég víst að gera þetta." „Það var lóðiö, herra,” svaraði Silver. „Þetta tekur ekki langan tíma i leigubíl." Þeir gengu út á stöðvarhlaðið og kölluðuí leigubil. „Andartak." sagði Porlock áður en hann settist inn. „Eg þarf að fá mér sigarettur." „Þaö var skondiö, það þarf ég lika,” sagði Silver. Tiu sekundum síðar brá Porlock fæti fvrir lögreglumanninn og skaust svo burt eins og silungur, en Silver var snöggur að ná jafnvæginu og þaut á eftii'. Eltingarleikui'inn var stuttur og eftir svolítil átök var málmband tryggilega fest um úlnliö klúbbfélagans. „Rétt til öryggis, skiljið þér,” sagði Silver. „Og ef yður er sama förum við núna í bankann." Porlock andvarpaði þegar leigu- bíllinn þeirra rann í gegnum umferð- ina. „Breiðstrætin í París eru fögur í júní,”sagði hann. „Þaö hef ég oft heyrt,” svaraði rannsóknarlögreglumaðurinn. „Ég hafði í hyggju aö fara þangað með konuna mína þegar ég fæ frí bráð- um.” Leigubíllinn stansaöi við um- ferðarljós. „Það er eflaust engin hætta á því að ég sjái París nokkur sinni aftur,” sagði Porlock hugsi. „Ekki ef ferðakistan í bankanum inniheldur það sem ég held.” „Ekki vænti ég að þér getið gefiö méreina sígarettu?” „Því miöur. Eg er aldrei með sígarettur á mér. Eg reyki ekki.” Porlock horfði einkennilega á hann. „Þér vissuð þetta þá allan tímann?” „Eg haföi nokkuð gott hugboð um þaö.” „Þér heillið mig, yfirlögreglu- þjónn. Eg fékk ekki séð hvernig nokkur maður á jarðríki gæti komist að þessu. Ég var töluvert upp með mér af því að hafa framið fullkominn glæp. Hvernig komust þér að þessu?” „Það var vanaverk,” sagði Silver. „Þér eruð ákaflega hæverskur. Þér hljótið að búa yfir nokkurri snilligáfu.” „Snilligáfu? 0, jæja, við hirðum ekki mikiö um slíkt hjá Scotland Yard, herra. Við höfum engan tíma fyrir glæsibrögð. En yfirleitt komumst viö á áfangastaö meö seigl- unni.” „Eg hlýt að hafa gert mistök ein- hvers staðar. Viljið þér ekki seðja forvitnimína?” „Ef það er yður einhver huggun, herra, skal ég játa aö þér fóruð nokk- uð þokkalega að þessu. Af hverju drápuð þér Cavendish? Viö viljum helst finna ástæðu og vinna okkur svoaftur, ení þessutilviki...” „Astæðan var leyndarmál mitt, yfirlögregluþjónn. Cavendish var eini maðurinn á lífi sem hefði getað hnotið um nokkuð sem hefði lokið með þvi að ég yröi dæmdur til langr- ar fangavistar. Hann grunaði raunar aldrei hvað hann var nærri sannleik- anum en það var hætta á þessu. Eg var öruggur ef honum var rutt úr vegi og ef seigla yðar hefði ekki kom- ið til heföi hann verið læstur í loft- þéttri kistu í geymsluhvelfingu bankans um óákveðinn tíma. Bankar skipta sér aldrei af því sem er í geymsluhólfunum. Það var Cavendish sjálfur sem gaf mér þessa prýðilegu hugmynd. Eftir hálft ár eða svo, þegar þetta mál væri allt meira eða minna fallið í gleymsku, hafði ég í hyggju að fjarlægja kist- una og losa mig við hana í góðu tómi. Mér virtist þetta óbrigöul aðferö. Hvar gerði ég mistök?” „Ef satt skal segja,” sagði Silver blátt áfram, „held ég ekki að þér haf- ið gert nein mistök — þaö er að segja engin sem þér hefðuð getað séð yfir.” „Var framkoma mín fullkomlega eðlileg þegar þér yfirheyrðuö mig fyrst?” „Akaflega sannfærandi. Þaö er kraftaverk að þér hafið ekki komist upp með þetta allt, nema hvaö það er eins og ég segi, við seiglumst og fyrr eða síðar rekumst við á eitthvert undarlegt smáatriði. Kannski kemur ekkert út úr því en viö fylgjum því engu að síður eftir.” „Og hvert var þetta undarlega smáatriði sem réð niðurlögum mín- um?” „Nú, í fyrsta lagi fenguð þér Cavendish upp í íbúðina yðar og gáf- uð honum glas af gömlu Napóleons- koníaki. Og meðan hann bragðaði á því — þetta er auðvitað ekki annaö en ágiskun mín — slóguð þér hann í höfuðið.” „Það vill til að það er fyllilega rétt.” „Það virtist að minnsta kosti lík- legt. Síðan sálguöuö þér honum og komuð honum fyrir í kistunni sem hafði verið mörgum sinnum áður í geymslu í bankahvelfingunni. Þar af leiðandi myndu afgreiöslumennirnir taka við henni af gömlum vana.” „Því í ósköpunum ekki?” „Einmitt. En þér vissuð aö nætur- vörðurinn var á vakt í íbúðarhúsinu þar sem þér bjugguð. Hann hafði séö ykkur Cavendish fara inn. Yður fannst þér mun öruggari ef Milligan næturvörður gæti séð hann fara út aftur.” „Verið svo vænir að halda áfram..." „Yður svipar nokkuð til Cavendish. Þér eruð um það bil jafn- hár og hann var og það eru nokkur líkindi í andliti, nema hvað hann var með yfirskegg og þér skegglaus. Auk þess bar hann gullspangargleraugu en þér ekki. Þér settuð upp gleraug- un hans og gerviskegg sem þér höfö- uö útbúið áður af vandvirkni og þér gerðuö augabrúnirnar þykkar líkt og á honum. Þér hélduö að það væri of áhættusamt að fara niður í lyft- unni með Milligan svo þér genguð niður stigann og út á götu, dulbúnir eins og Cavendish, meö hatt hans og frakka.” „Það er hárrétt,” sagði Porlock, „og að því er ég best veit tókst það. Síðar setti ég hattinn og nokkra steina í frakkavasana og fleygði hon- um í Thames, í þeirri trú að hann myndi sökkva.” „Það er líkast til rétt hjá yður,” samsinnti Silver. „Og ég kom aftur heim í íbúöina klukkan f jögur um nóttina og vissi að næturvörðurinn myndi dotta í stóln- um sínum þá, eins og hann á vanda til. Ég er viss um að hann sá mig ekki og þó svo hefði veriö kem ég oft ákaflega seint heim.” „Milligan sá yður ekki koma aftur inn, Porlock.” „Þá fæ ég ekki séð hvar mér mis- tókst.” „Það kemur mér ekki á óvart,” svaraði rannsóknarlögreglumaöur- inn. „Eg áttaöi mig ekki á því sjálfur fyrr en löngu síöar. Að því er við þest vissum var næturvörðurinn síðasti maðurinn sem sá Cavendish á lífi. Af þeim sökum talaöi ég nokkrum sinn- um við hann. Á endanum nefndi hann nokkuð einkennilegt, sem honum þótti þó ekki merkilegt. Hann er ekki sérlega glöggur maður en hann hefur þann sið að taka eftir höndum fólks. Sjálfur skoða ég fætur þess; við er- um öll ólík að þessu leyti. Milligan sagði aö í því að „Cavendish” gekk út hefði hann séð höndum mannsins bregða fyrir og tekið eftir aö þær voru líkar yðar höndum: langir, grannir fingur og svo framvegis — ákaflega listrænar hendur. Þetta gaf mér eitt atriði enn að aðgæta. Ég komst að því að Cavendish hafði breiðar, stuttar hendur og þá vissi ég aö ég haföi rekist á eitthvað.” „Hvenær var þetta?” „Síðdegis í gær. Upp úr því lét ég fylgjast vandlega með yður. Viö gát- um með engu móti vitaö hvaö þér hefðuö gert við líkiö. Mér fannst naumast líklegt að þér væruö enn með þaö í íbúðinni yöar, þó ég hygðist leita þar. Ef þér hefðuð flutt töskurnar burt fáeinum dögum áður heföum viö kannski aldrei komist að sannleikanum. En okkar maður sá farið með þær út í morgun og eftir það — jæja, það var bara vanaverk.” Vikan 2. tbl. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.