Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 36

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 36
Popp Fergal Sharkey Fergal Sharkey áiti einhverja albestu plötu síöasta árs aö mínu mati. Hún bar nafn hans og viö stjórnvölinn var hinn frá- bæri Eurythmicsmaður, Dave Stewart, sem er ákaflega frumlegur og mjög eftir- sóttur. Þaö er engum blööum um þaö aö fletta aö samstarf þeirra tókst mjög vel og eftir stendur frumleg og skemmtileg plata. Lagiö Good Heart af plötunni komst í fyrsta sæti breska vinsældalistans og sat þar í tvær vikur eöa þangaö til Wham! kom meö nýtt lag. Þetta var í fyrsta sinn sem Sharkey kom lagi á toppinn og er þaö vel. Styrkur Sharkeys felst í alveg gífurlega sérkennilegri og fallegri rödd sem hann beitir til hins ýtrasta og slær hvergi feil- púst, sérstaklega á þetta viö í lögum eins og Good Heart, Ghosttrain og gömlu lagi sem Rolling Stones geröu frægt á sínum tíma, It's All Over Now, en sú útsetning er geysileg frumleg og góö þó svo aö einhver Stonesaðdáandinn muni líklega fá kast þ°gar hann heyrirhana. En hver er þessi Fergal Sharkey? Hann er Noröur-lri, fæddur í Belfast áriö 1958 og er því tuttugu og sjö ára gúmall. Hann vakti fyrst á sér athygli er hann stofnaöi hljómsveitina Undertones og starfaöi meö henni til ársins 1983 er hún lagði upp laup- ana. Undertones sló aldrei almennilega í gegn en átti sér engu aö síöur stóran aödá- endahóp og út komu nokkrar plötur sem þóttu alveg ágætar. Eftir að ferli Undertones lauk var heldur hljótt um Sharkey, aö vísu söng hann lag meö Andy Clark, fyrrum Yazoostjóra, en ekkert varö almennilegt úr því og þeir hættu samstarfi. Þegar Sharkey fór aö huga aö gerö sóló- plötu fékk hann strax augastaö á Dave Stewart. Sá maöur er meö ^indæmum upptekinn en gaf þó Sharkey jáyröi sitt og sökum þess hvaö mikið var aö gera hjá Stewart dróst aö upptökur hæfust. Platan var svo tekin upp í Los Angeles í Kaliforníu þar sem Sharkey býr nú ásamt konu og syni og lætur vel af sér. Hann er tiltölulega rýlega farinn aö semja lög og texta, til dæmis er lagiö Good Heart ekki uftir hann heldur eftir vinkonu hans sem er tónlistarmaður. Þegar lagiö fór í fyrsta sæti í Bretlandi var vinurinn staddur í London og hringdi í vinkonuna sem þá var stödd heima hjá sér í LA. Þaö var náttúr- lega miö nótt hjá henni og var hún víst ekki par hrifin af því aö vera vakin á svo ókristilegum tíma en þaö lagaöist þegar Fergal sagöi henni fréttirnar og stúlkan bara grét og grét. Vinur vor varö aö slútta símtalinu þar meö og eitthvaö talaði hann um aö næstu símtöl viö hana heföu veriö meö svipuðu sniöi. Þaö þarf nú varla að taka þaö fram aö stúlkan grét af gleöi! Fergal Sharkey hefur gaman af aö ferö- ast og notar til þess flugvélar eins og marg- ir nútímamenn, sérstaklega þykir honum gaman aö fljúga og horfa á bíó á leiöinni. Eini gallinn er sá aö þaö er skipt um mynd á mánaðar fresti svo hann sér kannski mynd eins og Beverly Hills Cop, þar sem búið er aö klippa öll hasaratriðin út vegna smábarna, svona hundraö sinnum. Uppáhaldskvikmynd hans er Apocalypse Now og segir hann aö maður skilji hana ekki fyrr en maöur hafi séö síðustu fjörutíu mínúturnar svona fimm sinnum. Fergal Sharkey er þakklátur fyrir aö hafa sönginn til að framfleyta sér því hann segist ekki hafa veriö á góöri leiö sem ung- ur maður heima í Belfast. Hann segir aö margir vina sinna hafi endað í fangelsi eöa á hælum. ,,Ég er heppinn og stundum fæ ég samviskubit og þaö eina sem ég get gert til aö þakka fyrir mig er að leggja en haröar aö mér og því meira sem ég legg á mig því meiri veröur velgengni mín og um leið eykst samviskubit mitt. . . en þetta er betra en aö vera öskukarl. Fergal Sharkey er allrar eftirtektar verður. 36 Vikan 2. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.