Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 16

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 16
er aö próvókera, vekja ólgu og umtal. Mér dettur í hug aö það gæti oröið vopn í verkalýösbarátt- unni aö seg ja við þá sem bera lítið úr býtum aö þaö sé bara gott á þá. „Þið látið vaöa endalaust á ykkur, þið eruö bara aumingjar!" Þetta myndi vekja gremju og reiði og kannski veröa til þess aö þeim sem eru hlunnfarnir fyndist nóg komiö.” — Þú varst líka kallaður sérstak- ur óvinur félagsfræðinga i Þjóðvilj- anum um daginn? ,,Já, eitthvaö í þeim dúr. En ég hef ekkert á móti félagsfræöing- um. Mér leiðast aftur á móti moö- hausar og ruglukollar. Sumir fé- lagsfræöingar eru þaö en svo eru aðrir sem eru þaö ekki. Kannski þessi orð hafi spunnist af þvi að ég er alfarið á móti því aö menn sitji dægrin löng við aö flækja einföld mál, til þess svo aö fá djobb viö aö greiöa úrflækjunni.” — Þú art búinn að skrifa lengi i Þjóðviljann? „Víst ein fimmtán ár." — Ertu aldrei í vandræðum með viðfangsefni? „Jú, blessaöur vertu, þetta er oft ægileg magapína. Þaö er aö segja ef maður ætlar aö gera þetta almennilega. Þaö er hins vegar enginn vandi aö finna mótíf í þessu óperettuþjóöfélagi okkar; spurningin er bara hvernig maður á aö taka á þeim ef maöur vill rembast viö aö vera skemmtileg- ur.” — Hvað áttu við með „óperettu- þjóðfélagi"? „Ja, ég kýs aö skilgreina þaö ekkert nánar. En það hiýtur aö vera þjóöfélag þar sem mikið er sungiö! Og kannski ekki alltaf meö lagi, stundum svolítiö falskt. . .” — Ertu mjög þjóðfélagslega meðvitaður, Flosi? „Nei, veistu, ég held ekki. Eg er ægilegt afturhald aö eðlisfari, bor- inn og barnfæddur hér í þessari íhaldskvos, og afturhaldiö er lík- lega í blóðinu. Mér finnst oft aö sá sósjalismi sem hér er rekinn sé það sem Vilmundur landlæknir kallaöi „sósjalisma andskotans”: nefnilega sósjalismi sem er þeim til framdráttar sem síst skyldi, þeim sem betur mega sín.” — Nú skulum við taka upp létt- ara hjal. Þú ert einn af þeim sem frægir eru fyrir að vera „skemmti- legir menn”. Hvernig tilfinning er það? „Þaö venst!” Og Flosi hló. „Þaö versta er kannski þegar fólk hugs- ar meö sér: „Mikið finnst honum hann vera skemmtilegur, þessi!” — og tekur sér síöan fyrir hendur aö hrekja þetta. Þaö er einhver tendens í fólki að vera á móti við- tekinni skoðun. Nú er til að mvnda vinsælt hjá sumum að revna að sanna aö Halldór I.axness sé i rauninni vondur rithöfundur og að Jón Sigurðsson hafi aldeilis ekki verið merkilegur pappír. Eg ætla ekki aö líkja mér viö þessa menn að ööru leyti, en auðvitað rembist ég eins og rjúpan við staurinn í þessum pistlum mínum í Þjóövilj- anum, og ef fólki finnst eitthvað hlægilegt í þeún þá er þaö ágætt. Ef einhverjum finnst pistlarnir hundleiöinlegir er heldur ekkert viö þvíað segja. Annars hef ég tekið eftir því,” bætti Flosi viö glottandi, „aö hér um bil allir áberandi menn sem talað er viö i þessum viðtölum lýsa því yfir aö þeir séu í rauninni bæöi feimnir og hlédrægir. Þá er við hæfi aö ég lýsi því hér og nú vf- ir aö ég sé bæöi feiminn og hlé- drægur, þunglvndur aö eðlisfari og svartsýnn. I viðskiptum viö annaö fólk getur það komiö út sem rembingur eöa arrogans. Maður getur veriö óþægilegur án þess aö ætla sér þaö. Eitt er skrýtiö við þessa svoköll- uöu frægð. Þaö er þegar maður er einhvers staðar innan um fólk. inni í lyftu eöa bara úti á götu. og fólki finnst aö þaö eigi i manni hvert bein. Stundum finnst mér að ég sé glevptur meö húö og hári og þaö getur verið óþægilegt.” — En þú býður upp á þetta! „Mikil ósköp. Þaö er ekki við neinn aö sakast nema sjálfan mig: allt mitt æviskeiö hef ég verið gap- andi upp i allt og alla. En hversu flatneskjulega sem þaö hljómar þá er undir töffaranum og brand- arakallinum fjarska lítill kall. Eg er oft hvaö hryssingslegastur þegar ég er alveg a nippinu aó fara aö grenja. Þaö er mér oft til ama hversu viðkvæmur eg get verið og hrifgjarn. Eg hrifst til aö mynda stundum svo af tónlist aö ég verö mér alveg til skammar - fyrst fer ég að grenja. svo bvr ja ég aö skjálfa og titra, verð hvsterísk- ur og fæ krampaköst. Svo versnar þetta auðvitað þegar ég revni aö halda aftur af mér. Eg man eftir því aö einu sinni þegar eg var i London aö hlusta á Brandenburg- arkonsertana eftir Johann Sebastían hélt ég í alvöru aö ég væri að fá flog. Þó var ég bláedrú og alls ekki timbraður. Þegar maöur var timbraöur var maóur náttúrlega alveg eins og opin und.” — Er það aðallega tónlist sem hefur þessi áhrif á þig? „Klassísk tónlist, ja Eöa nei, viö skulum ekki segja kiassisk tón- list. Þaö er hægt að fá meira ut úr því aö hlusta á snilling berja ösku- tunnulok en að heyra miölungs- inann leika sonötur a piano.” Við skulum vikja aftur að greinunum þinum i Þjóðviljanum. Tekurðu þessi skrif hátiðlega? „Hátíðlega'’ Eg veit ekki hvað segja skal. Þaö eru til rithöfundar sem hafa svo mikið aö gera við að vera rithöfundar að þeir mega aldrei vera aö því aö skrifa: þeir eru alltaf aö bíöa eftir réttum stað og stund, rettri inspirasjón eöa hugljomun. An þess aö ég se aö segja aö ég sé neitt stórkostlegur rithöfundur - þó mér finnist sjálf- um ég vera býsna góöur! þa hefur þaö verið min gæfa aö eg hef ekkert sloppiö við aö skrifa þessa vikulegu pistla mina. Eg hef ekki mátt vera aó þvi aö bíöa cftir rétta kvistherberginu, rétta fugla- söngnum eöa retta Napóliflóan- um. Eg hef bara sest niöur og byrjaö.” Þú hefur þá komið þér upp rútinuvinnubrögðum? „Ja. blessaður vertu, einu sinni skrifaði ég meira að segja grein i blakkáti. Það var vitaskuld áöur en eg geröist þorstaheftur: við heiðurshjénin höföum vcrió á ferðalagi um Evrópu í tvo mánuöi og ég var orðinn langdrukkinn. Við enduðum 1 Amsterdam og þa var eg eiginlega kominn a síöasta snúning. Daginn eftir aö hingað kom fór eg svo i bruðkaupsveislu sem haldin var i stóru tjaldi uppi viö Elliöavatn og þar mun eg hafa verið talsvert skrautlegur. helt vist fleiri en eina ræðu og var áreiöanlega óskaplega skemmti- legur! Nema hvaö: daginn eftir ákvaö ég að fara á Silungapoll — eg geröi mér grein fyrir því aö þaö var bara um tvennt aö ræöa: ann- aðhvort aö hætta þessu eða drepa mig innan skamms á fvllirii. Nú, ég komst ekki aö á Silungapolli fvrr en eftir þrjá daga og auðvitað kærkomiö tækifæri til að vera al- veg á herðablöðunum allan tim- ann. Eg man litið frá þessum dög- um en svo fór ég upp á Silunga- poll, var skotinn niöur og svaf hátt á annan sólarhring. Þegar ég vaknaði fór ég á kreik og var fagn- aö af ýmsum gömlum drykkjufé- lögum minum og vinum og viö forum aö bera saman bækur okkar. Eg man að útvarpiö var hatt stillt og allt í einu rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds: þarna var endurtekin hvað eftir annaö tilkynning fra Þjóöviljan- um: ..Flosi er kominn aftur, Flosi er kominn aftur!” Eg fekk algert sjokk þvi ég mundi ekkert eftir þvi aö hafa skrifað grein í Þjóövilj- ann! Þegar ég fór aö kanna málið kom i ljós aö einhvern tima á þessu þriggja daga tímabili hafði eg skrifaö grein og farið með hana upp á Þjoðvilja og hun var siöan birt. Þetta var mjög skringileg grein: sendibréf frá Amstur- dammi til Jónasar styrimanns sem um þær mundir gerði mikið að þvi aö tala 1 utvarpiö um feröa- lög sin i Evrópu. Þaö er óhætt að segja aö þaö hafi ekki verið seinna 16 Vikan2.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.