Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 33

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 33
athy^ert su- < 'stof, er anes. ad 9era fiu. eín'> 'étt, an ■ •, bó/< - ^'Vfada. t" u j Frú iö við hlið bilstjórans. Einn bílstjórinn kenndi mér litina, benti á bilinn sinn s'.m var gulur og næsta bíl við hliðina sem var rauður, grasið sem var grænt og himininn sem var blár - kítrinó, kokkinó, bratsjnó, ble. Annar kenndi mér að telja og sá þriðji vikudagana. Smám saman komu sagnirnar að vera og hafa i nútið og aðrar bráð- nauðsynlegar og ég fór að mynda setningar eins og útlendingur sem kemur til Isiands til að læra erfiða tungumálið okkar. Eg talaði í frum gerð málsins: Eg frá Island, fara til Aþena, Island oft kalt, Grikkland voða heitt!!! Þegar líða tók á sumarið var ég komin með fleiri kennslubækur, handhægar orðabaekur fyrir stúdenta, diplómata og Nató-fólk, sem ég dró upp úr kvenveskinu í ófá skiptin. Ég dáðist að umburðarlyndi Grikkjanna, sumir leiðréttu mig alltaf, bæði framburð og málfræði, aðrir lögðu á sig að tala hægt og skýrt þeg- ar þeir fundu að útlendingurinn var að rembast. Þeir bilstjórar, sem sögðust vera frá Aþenu, lögðu rika áherslu á að þar væri tungan hreinust og best varðveitt. Þegar orðaforðinn jókst og maður fór að gera sig skiljanlegri gerðust sumir bilstjóranna auðvitað forvitnir. Yfirleitt finnst Grikkjum ekkert til- tökumál að spyrja I þaula um hagi manns, ekki hvað síst um einkalífið. Þannig spurðu þeir mig alltaf hvort ég væri gift eða ætti kærasta. Ég reyndi að meta i hverju tilviki fyrir sig hvort heppilegt væri að segja þeim sann- leikann um þau mál. Ef ég þurfti að Ijúga sneri ég aðeins upp á stafplöt- una á gamla gullhringnum sem ég erfði eftir langömmu og rak fingurinn siðan framan í þá þvi til sönnunar að ég væri gift. Stundum var þægilegt að bæta því við að ég ætti 5 börn. Þá dáðust þeir náttúrlega enn meira að mér og héldu svo smáræðu um sín eigin börn. Eitt sinn tók ég leigubíl seint um kvöld á einni aðalgötunni til Vouliagmeni. Ég var klædd svörtum kjól og svörtum jakka. Eftir stutta stund spurði bílstjórinn hvers vegna ung kona væri svona svartklædd, hvort einhver hefði dáið í fjölskyld- unni. ,,Móðir mín,” ansaði ég snögg í bragði og samúð bílstjórans gerði þögnina svo djúpa á milli okkar að mér fannst ég geta lifað mig enn bet- ur inn I ,,sorg" mina. i Grikklandi er það vani að fleiri en einn noti sama leigubílinn. Þannig er oft farþegi fyrir I bílnum þegar maður stöðvar hann á götu úti. Eitt sinn sat gömul kona við hlið bílstjórans. Hún og hann forvitn- uðust fljótt um uppruna minn. Skömmu siðar spurði sú gamla, tann- laus og blæst á máli, hvernig í ósköp- unum stæði á því að ég hefði svona heilar og hvitar tennur. Ég gat náttúr- lega ekki svarað þvi öðruvísi en svo að við á islandi ætum svo helvíti mik- inn fisk. Ég haföi hreinlega ekki nægilegan orðaforða til að halda fyrirlestur um mína eigin tannhiröu en ég gat bætt því við að ég reykti ekki, því það kunni ég á grísku. Auðvitað lærði ég enga grisku á þremur mánuðum og ekki heldur fimm, en áhuginn vaknaði og er enn til staðar. Það væri ekki amalegt að geta'skilið Grikki þegar þeir leika sína gömlu harm- og gamanleiki í yfir 2000 ára gömlum leikhúsum sinum bæði í Aþenu og I Epidavros, sem er reyndar elsta og best varöveitta leik- hús frá fornöldinni. Á hverju sumri fer fram listahátíð í Aþenu þar sem Grikkir leika sín fornu leikskáld við miklar vinsældir. Þeir hafa að sjálf- sögðu snúið hinum forna texta yfir á nýgrisku og i mörgum tilfellum reyna þeir i uppsetningunum að skirskota til nútiðarinnar, ekki hvað síst I sígildum gamanleikjum Aristofanesar, þess sem meðal annars skrifaði Lýsiströtu sem leikin var hér I Þjóöleikhúsinu ár- ið 1972 við góðar undirtektir. Það er ógleymanleg stund að sitja í grísku útileikhúsi i 20 -30 stiga hita að kvöldi til með stjörnubjartan himin og tunglskin sem náttúrlega leikmynd. Leikhúsvenjur Grikkja eru líka öðru- vísi en okkar islendinga og reyndar Norður-Evrópubúa allra þvi þeir láta hiklaust í Ijós viðbrögð sin og tilfinn- ingar gagnvart leiknum og leikurun- um, hvort sem um er að ræöa hrifn- ingu eða andúð. Viðbrögð þeirra eru af ýmsu tagi, það er púað, klappaö, stappað og stundum reka þeir upp undrunarstunur og aðdáunaróp þeg- ar einhverjum leikaranum tekst vel upp. I forngrisku leikritunum eru ákveðin atriði, frægar senur og fleyg- ur texti, sem allir þekkja til og það er hápunktur hverrar sýningar þegar kemur að þeim. Þá tilheyrir að láta i sér heyra. Þannig brast áhorfenda- hópurinn í samfellt aðdáunaróp i 35 stiga hita i ágúst i sumar þegar ein af bestu leikkonum Grikkja, Karezi, lék hið fræga hlutverk Medeu í sarn- nefndum harmleik eftir Evripídes. Ég get mér þess til að það hafi veriö á eftirfarandi línum úr verkinu: ,,Heldur kysi ég að halda þrisvar til orrustu á bak við hlífiskjöld en ala einu sinni barn." En það var ekki síður athyglisvert að sjá 5000 Grikki veltast um af hlátri og kátinu við að horfa á einn vinsæl- asta gamanleikara sinn, Voutsas, sem líkja má við Gísla Halldórsson, leika eitt aðalhlutverkið i Þingkonun- um eftir Aristofanes. Fyrir islending eða annan útlending er ef til vill auð- veldara að sjá gamanleikina þvi i þeim er meira lagt upp úr þvi sjónræna. Skrautlegir búningar, tónlist, dans og sprellfjörugur leikur kemur hlátrinum út hjá öllum, þar skipta orðin ekki öllu. En Grikkland allt er jafnógleyman- legt og leikhúsið og ekki hvað sist all- ar eyjar þess. Á aðeins tveimur tímum er hægt að komast frá hafnarborginni Pireas til eyjarinnar Hydru. Þar búa aðeins 2000 manns i billeysi en við mikinn asnaskap (sbr. mannskap), en asnar flytja menn og varning allan milli húsa og staða þar sem bíllinn er bannaður á eynni. Á bröttum klettum rétt utan við sjálfa aðalbyggðina get- ur fólk dýrkað sól- og sjávarguö, en einnig fylgst meö sólarlaginu hjá Grikkjunum sem reka litla hengiflugs- barinn Hydronettu. Þeir setja Bóleró eftir Ravel á fóninn þegar sól hnígur að viði og það stemmir að þegar sið- asta brot sólu hverfur út við sjón- deildarhringinn þá er Bóleró búiö og við tekur annar guðdómur, enginn annar en Mozart og stundum meira að segja Bach. Þá er ekkert annað hægt að gera en að fá sér einn léttan í alþjóðlegum fuglahópi, sem oftast safnast fyrir á þessum syllum, og lofa og prisa sjálft sköpunarverkið. Hérna heima i nóvember og skammdegishryðjunum, þar sem fólk og fé fýkur yfir holt og hæðir og fjóra lögregluþjóna þarf til að beisla eina þakplötu úr Breiðholtinu sem vill vera töfrateppi, er víst litiö annað hægt að gera en lesa sinn Nikulás Nikkelbí á grísku og undirbúa sig undir próf hjá Galanisfjölskyldunni. Vikan 2. tbl. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.