Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 35

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 35
og var ákveðinn í að taka mér þá til fyrirmyndar. Það var svolítiö erfitt. Ég vissi það af lestri fjölfræðibókanna aö jörðin væri þegar þrautkönnuð og ég gat ekki gert mér vonir um að finna ný lönd. Að vísu gældi ég lengi við þá hugmynd að landkönnuðum fyrri alda hefði orðið einhvers staðar á í messunni og úti í hafinu leyndist óþekkt land sem ég gæti fundið og kannað. Ég skoðaði landakort lengi áður en ég komst aö þeirri niöurstöðu að þetta land væri áreiðanlega sunnarlega á Indlandshafi, að minnsta kosti á stærð viö Island og allt hið furðulegasta. Ég var lengi að skipuleggja þetta land og átti i hvað mestum erfiðleikum með að finna því nafn. Ég reyndi að skíra það eftir sjálfum mér en komst að því að nafnið mitt var afar óþjált — sem ég vissi raunar fyrir — og erfitt að meitla það svo að hæfði nýju landi. Hins vegar var ég ekki í neinum vandræðum með að útbúa dýralíf landsins. Við systir mín gáfum um þær mundir út barnablaðiö Margt er ser til gamans gert og þar fór ég að skrifa dálk sem hét Fjölfræðibók 111- uga — þar birti ég vandaðar teikningar af dýrunum sem bjuggu í landinu mínu; þarna voru risastórir fuglar sem líktust strútum en voru þeirrar náttúru að vita ekkert skemmtilegra en að standa á öðrum fæti ofan á kaktusum; þarna voru tröllauknar kyrkislöngur sem gleyptu nautgripi í einum bita; brynvarin kattardýr með vígtennur sem drógust með jörðinni og svo framvegis. Best tókst mér upp þegar ég skapaði hvalategund sem hélt sig í hafinu kringum landiö mitt. Þessi hvalur var geysistór og ég birti mynd af steypireyði tii samanburð- ar; hún var, bókstaflega talaö, eins og svolítið síli við hliðina á stórhvel- inu mínu, sem var undarlegt sam- bland af skíðishval og búrhveli og bar þess greinileg merki aö ég var þá nýbúinn að brjótast í gegnum Moby Dick. Svo skrifaöi ég undir myndina: ,,Áður fyrr hélt risahvalur þessi sig aðallega þar sem Ástralía er núna, því meginlöndin færast til.” Ég hef sem sé verið búinn aö fá nasasjón af landrekskenningunni en hvernig í dauðanum ég vissi að hvalirnir mínir voru áður þar sem nú er Ástralía er núorðiö ofvaxið mínum skilningi. Mér hlýtur að hafa farið aftur. Aö sjálfsögöu voru menn í landinu mínu, frumstæðir þjóðflokkar sem svipaði ótrúlega mikið til þeirra villi- manna sem ég las um í bókunum um Bob Moran. Þetta voru ægileg fúl- menni og ég barðist við hvern ætt- bálkinn á fætur öðrum áður en mér tókst að koma á friði og sæmilegri menningu. Eftir á voru þjóöflokkarn- ir mér vitaskuld þakklátir og ég var heiðraður með konungdómi og ann- arri tign. Ég man að þegar ég barðist við þessa barbara var ég jafnan skikkjuklæddur, og svo endaði fanta- sían alltaf á því að ég sigldi brott — ánægður en svolítið hryggur, á vit nýrraævintýra... En þó þetta væri allt saman hið skemmtilegasta mál vissi ég innst inni aö þetta væri ekkert nema ímyndun og ég myndi aldrei finna nýtt land. Og Edison var búinn aö finna upp ljósaperuna, grammófón- inn og ég veit ekki hvaö og hvað; þó ég bryti heilann gat ég ómögulega látið mér detta í hug eitthvað sem nauösynlegt væri aö finna upp. Ég haföi greinilega ekki rétt hugarfar til þess að geta orðið uppfinninga- maður. Að lokum ákvaö ég að verða náttúrufræðingur. Sannast sagna hafði ég ekki minnstu hugmynd um hvað náttúrufræðingar gerðu á dag- inn en starfsheitið hljómaði ágætlega og eftir lestur allra fjölfræðibókanna fannst mér að snillingur hlyti að hasla sér völl á einhverju sviði vísindanna; ég átti erfitt meö að ímynda mér aö maður gæti orðið snillingur í einhverju öðru. Bókmenntir og Iistir voru mér fjarri, svo dæmi sé tekið. Ég gekk þess vegna um og sagöi öllum sem heyra vildu að ég ætlaði að verða náttúru- fræðingur þegar ég yrði stór en ein- hvern veginn vakti það aldrei nerna sérstaka hrifningu. I fjölskyldu- boðunum skellihlógu allir þegar litli bróðir minn tilkynnti að hann ætlaði að verða api þegar hann yrði stór — sem ég taldi raunar fráleitt að hann yrði nokkurn tíma — en menn kink- uðu bara kolli þegar ég sagðist ætla að verða náttúrufræöingur og fóru að tala um eitthvað annað. Þetta olli mér nokkru hugarangri. Ég var alltof uppburðarlítill til þess að segja hreint út að ég væri snilling- ur en mér fannst líka hart að enginn skyldi taka eftir því. Ég komst að því að það var einmanalegt líf að vera snillingur. Svo liðu árin. Smátt og smátt dofn- aði yfir þeirri ætlun minni aö verða náttúrufræðingur en ég var alltaf jafnhandviss um aö ég væri snilling- ur. En snillingur í hverju? Ég leitaði hælis í bókum, las allt milli himins og jarðar og varð alveg sprenglærður drengur. Um það voru allir sammála en enginn gat þess aö ég væri snillingur. Ég fór að efast, smám saman vék fullvissan fyrir nagandi efa og þegar ég var orðinn táningur kom þaö ekki fyrir nema stöku sinn- um að ég mundi eftir því að ég var snillingur í felum. Og jafnóðum hratt ég minningunni burt af harðneskju, vitandi að hún hefði aðeins biturleik- ann í för með sér. Svo rann upp stundin sem ég haföi beðið eftir, núna fyrir fáeinum árum. Það kom til mín drukkinn maður á skemmtistaö og fór að útmála fyrir mér mína eigin kosti. ,,Þú ert snillingur! ” sagði maðurinn. En þá var svo komið að ég bifaöist aðeins af kuldahlátri og svaraði hranalega: „Vertu ekki með neina vitleysu!” En lét manninn samt bjóða mér í glas. Það eru einu notin sem ég hef haft af því að vera snillingur ævi- langt... Vikan 2. tbl. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.