Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 28

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 28
ro •i5 o +* ö> *o _ -a o (0 fö E g £ 2 <o 5 “ o c 0) 5 C3 5 £ S E c (/> -o (0 2 _CD <2 e I <D "C •O Hver er munurinn á plussum og furum? Plussarnir setjast ekki inn i stofu til aö hafa það notalegt því þá þvælist plusssófasettið, furarnir setjast ekki inn í stofu til að hafa þaö notalegt þvi það ER ekkert notalegt að setjast á haröa furusófasettið. Bongó- og gærufólk sest ekki inn í stofu af því herbergiö með dynunum á gólfinu heitir ekki stofa, upparnir hafa engan tíma til að setjast inn í stofu og þurfa þess utan að afla sér sambanda ó krónum á kvöldin, fokkerliðið er á ferð og flugi og stendur frekar upp á endann í stofum hvert hjá öðru með glas í hendi en að hafa það notalegt. Líklega eru niðrarnir þeir einu sem nota stofurnar sínar. Þeir eru svo dæmalaust hversdagslegir. UPPAR Mikiö hefur verið rætt og ritaö um uppa, bæöi hérlendis og erlendis. Svo virðist sem á Islandi sé uppanafnið notað sem safnheiti á alls kyns framagosa, fólk í vönduðum fötum og nútímalegt fólk. Það er í tísku að vera uppi, eða að minnsta kosti hálf- uppi, og flestir geta fundið hjá sé: eitthvert uppaeinkenni eftir formúlu þeirri sem gefin hefur verið. Sumir eiga til að mynda ósamstæöa stóla og kraftlitlar græjur, aðrir föt í réttum merkjum, þó þau séu ef til vill rangt saman sett. Eitt er þó óumdeilan- legt, það er yfirleitt miklu meiri völl- ur á íslenskum uppum en alþjóöleg- um uppum. Erlendum uppum þætti hneisa að berast á eins og togarasjó- maður í landi, en íslenskur uppi „rétt” störf, eru „rétt” klæddir, eiga „rétta” innanstokksmuni, stunda líkamsrækt í „réttri” tegund af æfingabúningi og eiga vandaða bíla sem fara þeim vel. Þeir vúina hjá einkafyrirtækjum sem borga vel, í nýhönnuðum stjórnunarstörfum, færa sig á milli fyrirtækja eftir ákveðnu mynstri, sækja á brattann sem atvinnustjórnendur og láta breyta andliti fyrirtækis síns út á við áður en þeir fara á næsta stall. Sumir eru sjálfstæðir atvinnurekendur með áhugavert starfssvið sem gefur þeim færi á aö láta sjá sig á „réttum” stöö- um á „réttum” tíma. Sjálfvirki sím- svarinn veitir þeún öryggiskennd og sýnir þeún að það eru þeir sem reynt eraðnáí, ekkiöfugt. íslenskir uppar eru ef til vill and- vana fædd ímynd því hér er ekki þann frama að hafa sem uppinn mjög handhægt, hvert tímabil bók- menr.tasögunnar hefur sér lit. I klæðaburði má þekkja plussana á löngu færi. Engir aðrir eru alltaf pent klæddir. Þeir fylgja tískunni þegar þeir eru orðnir aiveg vissir um hvað verður ríkjandi tíska árstíðar- innar, og sumir eru reyndar það gætnir á að fylgja tískunni að þeir fá sér föt eftir henni þegar hún er um það bil að úreldast. Þeir fara afskap- lega vel með fötin sín þannig að það er ekkert óalgengt að sjá plussa í buxnatísku síðasta árs, 3 ára gamalli yfirhöfn og með trefil vetrartískunn- ar vandlega vafinn utan um hálsinn. Þeir eru fremur hagsýnir, fara að borga inn á sólarlandaferðina sína í nóvemberiok, séu þeir ekki í skulda- súpu. Ef þeir eru í skuldasúpu nýta þeir sér skuldbreytinga- og yfir- vinnuleiðina út úr henni, sem hvorki ast að í Grjótaþorpinu enda eru íbúð- ir þar hlutfallslega of illa farnar miðað við verð til aö höfða til þeirra, og nýuppgerð furuíbúð er þeún ekki að skapi, hreinlega of kuldaleg. Plussar hugsa lítið um heilsufar og matarvenjur, fara út að borða á Esjubergi á sunnudögum, fylgjast grannt með sértilboöum á mat, hvort sem er í stórmörkuðum eða á veit- ingastöðum, og panta sér alltaf rétt dagsins. Ef um tvo eða fleiri rétti er að ræða velja þeir ódýrari kjötrétt- inn, aldrei fisk því þeir kunna sjálfir fullt af góðum uppskriftum af fisk- réttum, enda áskrifendur að Gest- gjafanum. Þeir eru ekki meövitaðir um sjálfa sig á sama hátt og niðrarnir, upparn- ir og fokkerliðiö en snyrtimennska er í fyrirnjmi í öliu þeirra lífi. Þeú velja sér yfirleitt ævistarf sem gefur Manngervlar tapar engu á því. Hann hikar ekki við að halda dýrindis matarveislur sjálf- um sér og vinum sínum til dýrðar en sá alþjóðlegi heldur sig við heilsu- fæöið. islenskur uppi er oft á tíðum framagjarnt ungmenni sem hugsar sig vel um áður en þaö fer í fram- haldsnám, gæti þess vegna fengið Hagvang til aö gera markaðskönnun á starfskröftum sínum og menntunarstaðli, framreiknuðum um 3, 4 og 5 ár miðað við nokkrar námsbrautir og valið svo hagkvæm- ustu leiðúia. Svo eru það upparnir sem sækja í gervið úr ýmsum áttum, þeir eru margir hverjir meðvitaðri um gervi sitt því þeir þurfa að tileinka sér þaö og losa sig um leið við það gamla. Þeir hafa frekar rænu á að vera í réttri tegund af íþróttaskóm viö viö- skiptadressiö, af því þeir hafa lesið að það er „rétt”, en þeir sem verða uppar sjálfvirkt í menntaskólanum. Þeir leggja sig í líma viö að bregöa ekki út frá forskriftinni, stunda stefnir að, kaupið sem þeir stefna að er líka hægt að fá í öskunni og ekki hægt aö vera uppi nema í fámennum hópi samuppa. Og hætt er við að íslenskir uppar verði fyrir vonbrigð- um er erlendir uppar uppgötva hjá þeim stílbrot. Það hefur nú samt frést af einum ekta uppa hérlendis, en nafn hans verður ekki gefið upp. Þegar uppi fer út að skemmta sér fer hann á uppalegar krár, staði sem eru í tísku, til dæmis Café Gest, og hættir sér jafnvel á 3 Frakka. Á Esjuberg færi hann aldrei. PLUSSI Plussar eru sú manngerð sem einna lengst hefur náð í þróuninni hér á landi. Það er fólkið sem á smekklegt plusssófasett, öll helstu bókmenntaverk heúnsins fallega innbundin í heildarútgáfu á máli sem það skilur ekki til hlítar (ensku), uppi né niðri léti um sig spyrjast. Plussar eiga innbú ,,í stíl”. Hvaða stíl er yfirleitt óljóst því sú merking sem þeir leggja í að allt sé ,,í stíl” er sú að kaupa sér mynd á vegginn í sama lit og plusssófasettið og stilla henni upp nákvæmlega fyrir miðju, ofan við þriggja sæta sófann. Margir plussar eru ekki einungis með pluss- sófasett heldur ennþá með pluss- veggfóður með frönsku mynstri (made in Japanl og af því þeir fara vel með allar eigur sínar er vegg- fóðrið venjulega enn of vel farið til að því sé fargað fyrir annað. Plussar út- búa sér oft bogaglugga í „sþönskum stíl”, bæði á nýbyggöum raðhúsum, blokkaribúðum og snyrtilegum for- sköluðum húsum sem þeir búa stund- umíframanafævi. Plussar eru til í flestum hverfum á höfuðborgarsvæðúiu, á Suöumesjum og í mörgum meðalstórum bæjum úti á landi. Einnig er eitthvað af þeim á þokkalega reknum búum úti á landi. Þeir hafa þó lítið gert að því að setj- þokkalega í aðra hönd, ná miðlungs- frama í starfi eftir nokkur ár og halda sig við þá hillu sem andlegl at- gervi þeirra hrindir þeún á, þannig að starfshcitin geta vcrið allt frá sorptæknum og >dú í lækna. Vúinu- semi þeirra er þó aldrei dregin í efa. FOKKERLIÐIÐ Hugtakið fokkcrlið mun vera íslensk þýðing og staöfæring Eiriks nokkurs Jónssonar (sem kcnndur er við Kaupmannahöfn) á alþjóðahug- takinu jet-set. Hugtakið cr orðið sameign allra landsmanna og skil greining þess sömuleiðis. Ixindon— París—New York er fyllilega á flug- áætlun íslenska fokkerliðsins, en Osló—Reykjavík Mæjorka kemur þóallteinstilgreina. Glæsileiki fokkerliðsins ræðst vissulega af þeirri viðmiðun sein fyrir hendi er. Fínu fötúi þurfa ekki að vera svoóskaplega fin, hérá landi 28 Vikan 2. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.