Vikan

Útgáva

Vikan - 23.01.1986, Síða 13

Vikan - 23.01.1986, Síða 13
Eg er með frelsinu ogégermeð samkeppninni ögmundur Jónasson fréttamaður er inni á stofu- gólfi hjá okkur mörg kvöld í viku. Hann er nokkuð umdeildur, sumir sjá rautt þegar ögmundur birtist meðan aðrir sperra eyrun og fylgjast með af athygli. En hann er fleira en fréttamaður, hann er kennari, fjölskyldumaður og mikill félagsmálamaður, hefur meðal annars látið til sín taka í verkalýðsmálum og húsnæðismálum með þátttöku í Sigtúnshópnum svonefnda. Okkur langaði til að kynnast ögmundi nánar, skoðunum hans á fjölmiðlamálum og þjóð- málum, en ekki síst manninum á bak við myndina á skjánum. Texti: Kristín Jónsdóttir Ljósmyndir: RagnarTh. — Ertu góðurfréttamaður? Þögn. ,,Ég reyni að vera heiðarlegur fréttamaö- ur. En það er annarra að daema um hvort ég er góður fréttamaður." — Hvaða eiginleika hefur góður fréttamaður? ,,Heiðarleika og vandvirkni. Góður fréttamaður kynnir sér málin raekilega og skoðar þau frá ólíkum sjónarhornum. Hitt er svo annað mál að I frétta- mennskunni eru menn nauðbeygðir til að vinna meö miklum hraða enda er það svo aö yfirborðs- mennska er atvinnusjúkdómur þessarar stéttar." — Hvar og hvenær hófst þinn fréttamannsferill? ,,Hann hófst sumarið 78, þá var ég I sumaraf- leysingum á fréttastofu útvarpsins og ég er enn að." — Ert þú hugsjónamaður I fréttamennskunni, finnst þér þú ,,skipta máli"? ,,Ég get ekki sagt að ég sinni þessu starfi af hug- sjón enda er það fagmennskan en ekki hugsjóna- mennskan sem bllfur I fréttamennskunni. Hins vegar finnst mér fréttamannsstarfið skipta máli og þeir sem þessu starfi sinna verða að sýna þvi áhuga. Fréttamaöurinn er I rauninni að gera fólk þátttakendur I atburðum, I mínu tilviki atburðum viða um heim, og að sjálfsögðu reynir maður að glæða áhuga fólks á þessum atburðum. Ef maður hefur ekki lifandi áhuga á þeim sjálfur þá kviknar áhuginn ekki hjá öðrum heldur. Fréttamannsstarfið er að mörgu leyti mjög lifandi starf, það er alltaf eitthvað nýtt að gerast, en það á að sjálfsögðu við um mörg önnur störf. Mér finnst þessi aukni fjöl- miðlaáhugi, sérstaklega á meðal ungs fólks, vera mjög merkilegur. Fjölmiðlarnir koma til með að verða miklu meiri almenningseign en áður var, maöur sér hvernig börn og unglingar virðast vera komin með þetta I fingurna. Þetta er sambærilegt við tölvur, krakkar hafa þær I skrokknum á sér. Ég gaf syni minum einhvern tima tölvu- spil og á meöan ég var að bögglast i gegnum leiðarvisinn, og skildi náttúr- lega ekkert, þá var hann, níu ára, farinn að spila með fjögurra ára systur sinni. Börn eru ekki hrasdd við tölvuna og eins er það með fjölmiðlana. Fyrir ungviðið er þetta einfaldlega ekkert mál. Ég man eftir því að þegar unglingar voru með um- ræðuþátt I sjónvarpinu I fyrra þá var alveg greini- legt hvað þetta var þeim allt auðvelt og eðlilegt, og þá fékk ég á tilfinninguna að hér væri kominn mannskapur sem hefði þetta á valdi sínu, miklu betur en fyrri kynslóðir." Vikan4.tbl. 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.