Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 14

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 14
— Finnst þér þú veröa fyrir miklum þrýstingi frá hagsmunaaöilum I þlnu starfi? ,,Ég sinni erlendum fréttum og það gilda svolítiö önnur lögmál um erlendar en innlendar fréttir. En, maður vill fá þennan þrýsting. Þaö er eölilegt að hagsmunaaöilar reyni aö koma sinum málum og slnum sjónarmiöum á framfaeri. Siöan er það fréttamannsins og fréttastofunnar að bregðast viö þessum þrýstingi. Það er hér sem fagmennskan þarf aö koma til sögunnar. Það er þvl ekkert óeðli- legt viö þennan þrýsting svo fremi aö fréttastofan só jafnan sjálfstæö gagnvart utanaðkomandi aöil- um. Að sjálfsögöu þarf málefnaleg gagnrýni aö eiga greiöa leiö inn á fréttastofuna. Þaö er henni meira aö segja lifsnauösyn. En sé fariö aö beita pólitískum þrýstingi til þess aö koma í veg fyrir póli- tlsk óþægindi eöa óþægindi i viöskiptum, þá er þaö náttúrlega ófært. Slikir tilburöir eru uppi alltaf ööru hverju en eins og ég segi þá gilda önnur lögmál i er- lendu fréttunum aö þessu leyti. Þess vegna verður maður eflaust ekki eins var viö þetta og fróttamenn sem starfa viö innlendar fréttir." — Eru fjölmiðlar hér sjálfstæöir! vinnu- brögöum? ,,Ég held aö þaö sé ákaflega erfitt aö setja alla Is- lenska fjölmiðla undir sama hatt, á þeim starfar aragrúi fréttamanna sem beita óllkum vinnubrögö- um, en ég hef þá tnj aö fróttamennsku hafi aö ýmsu leyti fariö mikið fram slöustu áratugi. Fjölmiölarnir eru ekki eins miklar þjónustustofnanir viö valda- kerfiö og þeir voru áöur. Hins vegar finnst mér langt I land að til dæmis útvarp og sjónvarp séu nægilega krefjandi fyrir hönd neytandans. Fólk vill sannleikann og engar refjar. Þaö vill fá aö vita hvernig I pottinn er búiö I hverju máli og þaö vill að fjölmiölarnir veiti kerfinu hressilegt aöhald. Þó ég segl að fréttamennskunnl hafl farlð mlklð fram, þjóöfélaglð sé orðlð mlklu opnara og fjölmlðlarnlr elgl drjúgan þétt f þvf þé eru þelr oft að féat vlö hégómamál é yflrborðlnu en láta stóru mélin og mlsréttið, sem búlð er að geirnegla Inn f kerfið, slgla ainn sjó. Stundum er lika hægt aö segja margt meö þögn- inni, Þegar til dæmis samningarnir voru teknir úr gildi, verkfallsróttur afnuminn og þriðjungurinn tekinn af laununum voriö '83 þá fjölluöu rlkisfjöl- miölarnir sumarlangt nær viöstööulaust um göngu- leiöir á hálendinu og annaö álfka spennandi og I er- lendu fróttunum vorum viö að sjálfsögöu eins og ekkert heföi I skorist meö fróttaskýringar um stöðu verkfallsréttar I Póllandi og víöa um lönd. Þaö var ekki fyrr en undir haust að einhver haföi orö á þvi aö sennilega væri rétt aö hafa fréttaskýringu um verkfallsróttinn á Islandi. Ekki minnist ég þess þó aö þessi uppástunga hafi komiö frá meirihluta út- varpsráös." — Hefur þú á fróttastofu sjónvarps það sjálf- stæöi sem þú þarft til þess aö geta sinnt starfi þlnu vel? ,,l seinni tlö hefur oröið stööugt meiri miöstýring I umfjöllun um erlenda atburöi. I sifellt rlkari mæli mata stóru fréttastofurnar þær smáu. Þvl meiri möguleika sem tæknin hefur boöiö upp á því meiri hefur miöstýringin oröið. Þannig getur þú nú I einu vetfangi fengiö gervihnattarmyndir af vettvangi at- buröanna I öörum heimshluta. Við fáum gervi- hnattarsendingu á hverjum einasta degi og erum aö sjálfsögöu afskaplega hugfangnir af hraöanum. Það er því mjög liklegt aö við notum þær fréttir sem að okkur eru réttar meö þessum hætti en þetta hefur þaö lika i för með sér aö viö verðum si- fellt háðari þeim aöilum sem geta séö okkur fyrir þessum hraöa, það er aö segja þessur nóru, er- lendu fréttastofum. Til þess að öölas’ álfstæöi gagnvart þeim þurfum við aö gera meir-i j K' ' fara á vettvang atburöanná sjálfir og skoöc á ö Islenskum augum, út frá islensku sjónarhorni." — Ferðin þfn til Pakistans, er það þess viröi fyrir fátæka stofnun eins og islenska sjónvarpiö að senda þrjá menn I viku til Pakistans til aö afla efnis I fréttaskýringarþátt? „Sjónvarpiö var aðeins einn aöili af mörgum sem kostuöu þessa ferö, það lagði til þessa þrjá menn, tökubúnaö og úrvinnslu þegar heim var komiö. Aörir aöilar, sem styrktu þetta fjárhagslega, voru utanrlkisráöuneytiö, Flugleiöir, að ég held, Rauöi krossinn og Hjálparstofnun kirkjunnar, sem einnig annaöist skipulagningu aö verulegu leyti. Is- lendingar feröast út um allan heim. Á hverjum degi fara heilir flugvélafarmar af Islendingum út úr land- inu. Auövitaö ætti sjónvarpiö aö vera mest allra í förum. Þaö er nú einu sinni bíó ailra landsmanna. Fólk hugleiöir ekki svo mikið kosti og galla allra hinna feröalaganna á meöan við erum fyrir allra augum. Ég tel að sjónvarpiö eigi að gera miklu meira aö þvl að ferðast. Einu sinni fylgdist ég meö ráöstefnu erlendis og þar var einnig fjöldi íslenskra þingmanna. Sumir þeirra tóku virkan þátt, aörir fylgdust meö og sumir bara voru þarna. Ég man aö einn þeirra, sem bara var þarna, spuröi hneykslað- ur hvort sjónvarpið heföi virkilega efni á þvi að senda mann út. Ég hafði fengiö samstarf viö erlent sjónvarpstökuliö I fjóra klukkutlma, það var nú allur spandansinn. Hvaö um það, að lokinni feröinni sýndi sjónvarpiö sinn þátt og auðvitað vona ég aö þingmennirnir allir hafi haft erindi sem erfiði. Að sjálfsögöu eiga þingmenn aö ferðast. Þeir eiga meira aö segja að fara mjög vlöa og galopna á sér augun. En það á sjónvarpiö aö gera lika og ekki síö- ur," segir ögmundur og leggur áherslu á orö sln. — En er rökrétt aö trúa betur islensku frétta- liði en erlendum fréttaskýringarþáttum? „Sko, þaö er þetta meö tilfinningarnar, hvort þær eru alltaf rökréttar. Það er kannski ekki aö maöur trúi því betur en það veröur meiri nálægö til staöar þegar maöur heyrir Islenska rödd og sér Is- lending sitja viö hliðina á særðum Afgana eöa taka upp hungraö barn en ef breskur maður gerir þaö. Hvort sem þaö er rökrétt eöa ekki þá er það stað- reynd aö flestum finnst þetta." — I Afganistanþættinum kom skýrt fram að þaö haföi verið ykkur félögunum mikil upplifun aö sjá hve staöa kvenna var slæm þarna. Veröur jafnréttisbarátta hér bara hjóm i þinum eyrum eftir þetta? „Nei. Alls ekki. Ég msn eftir þvi að þegar ég fór til Eþíópiu á sinum tima var ég bú- inn að vera að œsa mig mikið í kjarabar- éttu. Ég skal jóta það að þegar ég kom heim og inn i umræðuna um óþæginda- élag og slika hluti, þé var allur vindur úr mér genginn. En það er ekki þar með sagt að þó éstand sé einhvers staðar bagalegt þé getir þú ekki bætt eigin að- stæður. Pólitisk barátta snýst aö verulegu leyti um skipt- ingu verðmætanna og ég held aö okkur Islending- um veiti nú ekkert af þvi aö fara betur með þau gæöi sem við búum við. Það væri fáránlegt að láta af slikri baráttu bara af því aö maður veit um ein- hvern sem býr við verri kjör. Þvert á móti ættu menn að sjá betur siðleysið í bruðlinu, þörfina á góöri nýtingu og réttlátri skiptingu gæðanna. Eins er það meö stöðu kvenna. Þó einhvers staðar sé fariö illa með konur og þær undirokaöar þá er ekki þar með sagt að það eigi að setja bremsu á söguna hérna. Ég held að við höfum ekki efni á þvi. Þetta ætti meira að segja að verða úrtölufólki tilefni til þess aö lita í eigin barm. Mikið misrétti afsakar ekki heldur minna misrétti. Úti i Pakistan var ég kannski dálitið blindur á þaö hve staða kvenna var slæm og það rann eiginlega ekki upp fyrir mér fyrr en ég kom heim. Að sjálfsögðu sá ég þessi ytri einkenni og ég man að viö töluöum um þaö, félagarnir, hvað þetta væri hrikalegt. En stuttu eftir aö ég kom heim var ég aö segja frá því i hópi fólks, afar upprif- inn, hvað Afganar væru stoltir og vingjarnlegir og hvað ég væri hrifinn af þessu fólki. Þá kom þar aö flugfreyja sem hafði millilent á þessum slóðum. Hún sagöist aldrei hafa fyrirhitt aðra eins hroka- gikki og ísmola. Durtslegri menn hefði hún ekki hitt á ævi sinni og sér fyndist þetta óþægilegt fólk. Þá rann skyndilega upp fyrir mér munurinn á þvi hvernig karl og kona upplifa þetta umhverfi og þetta fólk, og ég sá i hnotskurn hver staða kvenna er I þessu landi." — Varstu aldrei hræddur i Pakistan? „Nei," segir ögmundur dálitið hugsi, „nei, ég var þaö ekki. Við vorum i mjög góöum höndum og þegar viö fórum um hættusvæöi vorum viö undir vopnaðri vernd. Mannskapurinn þarna er aö mörgu leyti frábrugöinn Pakistönunum sem búa sunnar. Þetta er fjallafólk, aö ýmsu leyti sjálfstæð- ara og harögerara en Pakistanarnir sem búa sunn- ar, enda haföi ég stundum á tilfinningunni aö Pak- istanarnir væru hálfskelkaðir viö Afganana. I Norður-Pakistan er andrúmsloftið mjög svipað því sem ég get ímyndað mér að það hafi verið i villta vestrinu é siðustu öld. Þarna réða ættflokkar lög- um og lofum, menn ganga margir vopn- aöir og við fórum um svæði þar sem pakistönsk yfirvöld treysta sér hvorki til að hafa her né lögreglu. Þar sögöust yfirvöld ekki geta ábyrgst öryggi okkar, viö ættum aö keyra hratt í gegn og mættum aldrei stoppa. Þarna er mikil ópiumrækt og eitur- lyfjaframleiðsla. Okkur var sagt að vikuskammtur- inn af heróíni kostaði sem svarar fimmtán ís- lenskum krónum. Ég veit ekki hve mörg þúsund dollara sami skammtur myndi kosta á götum stór- borga Vesturlanda. En þú sérð þann gifurlega verömun sem þarna kemur til og mér finnst þetta aö mörgu leyti gott dæmi um aröránið í þriöja heims rikjunum. Þaö kann einhver að svara þvi til að mafían hafi afskipti af eiturlyfjum, sölukerfið byggi á glæpamennsku. En þá veröur manni á aö hugsa — af þvi að þessi mikli verðmunur á lika við um ýmsar aörar vörur frá þriöja heiminum — er það kannski líka vegna þess aö sölukerfið byggi á glæpamennsku? Ég bara spyr." — En hvernig líöur fjölskyldunni þegar þú ert í svona ferðum, er konan þín hrædd um þig? „Nei, ég held ekki. Auðvitað er maöur að fara á staöi þar sem maöur veit ekkert hvað bíður manns 14 Vikan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.