Vikan - 23.01.1986, Page 15
nema hvað maður er að sjálfsögðu í samstarfi við
ábyrga aöila. I Pakistan voru það Norömenn sem
við vorum I samstarfi við. Þeir þekktu vel til og
hefðu aldrei farið að senda okkur út í einhverja vit-
leysu. Konan min gerði sér auövitaö grein fyrir
þessu en ég held að henni hafi nú þótt ágætt þegar
ég var kominn aftur." ögmundur brosir.
— Aldur, menntun, fyrri störf?
,,Ég hef starfað við sitt af hverju. Ég hef kennt
sagnfræði í Háskólanum, hef gert það meö frétta-
mennskunni flest árin síðan ég kom heim. Ég er
sagnfræðingur frá Edinborg I Skotlandi. Fæddur
1948, giftur Valgerði Andrésdóttur líffræðingi og
við eigum þrjú börn, tvær stelpur og einn strák."
— Ertu þá af '68-kynslóöinni?
,,Já, ég er '68-kynslóðin. Nú er að renna upp sá
timi þegar hugsjónir '68-kynslóðarinnar fara að
rætast. Þær hafa ræst að hluta til því ef þú lítur til
baka þá er ýmislegt sem breyttist vegna umrótsins
sem varð '68 og '69. Um þetta mætti taka mörg
áþreifanleg dæmi.
öldungadeildin I Hamrahlíð og opinn skóli
eru dæmi um þetta. Grunntónninn í '68 —'69 er
lýöræöisbaráttan og ég hef þá trú að þjóöfélagið sé
að umskapast í þá mynd sem er mjög i anda þess-
arar kynslóöar.
Frjálshyggjan er að renna sitt skeið 6
enda. Hún hafði fimm, sex ár og hristi
upp í mörgum. Það sem gerði hana svo
spennandi fyrir mörgum var að menn
þóttust greina þarna einhvern lýðrœðis-
tón, „burt með alla fjötra", „hver er
sinnar gœfu smiður" og allt það. Siðan
kemur bara á daginn að frjálshyggjan
nssr alltof skammt, hún getur aldrei
svarað þeim væntingum sem fólkið
hefur. Til dæmis er atvinnulýðræði sam-
kvæmt frjálshyggjunni einhver „funkti-
on", eitthvert tæki til að bæta framleiðsl-
una og frelsið samkvæmt kenningu
frjálshyggjumanna felst i þvi að velja
milli Sparr og Omo úti i búð. Það er bara
ekki nóg, þú vilt vera frjáls á meöan þú
ert að framleiða Sparr og Omo.
Þú vilt þess vegna hafa svigrúm, atvinnulýðræði á
vinnustaönum, þú lítur á það sem rétt þinn. Og
það er i þessari réttindabaráttu sem fólk er að rísa
upp. Þetta gerist smám saman, tekur langan tima
en þessi tími er að renna upp," segir ögmundur
sannfærandi á svip.
— Þú sérð fram á betri tíð en þá dettur mér
Sigtúnshópurinn í hug.
„Já. Sigtúnshópurinn er einmitt dæmi um það
að fólk ris skyndilega upp. Fólk tekur sig saman á
óskipulegan hátt og myndar svona grasrótarsam-
tök til þess að leita réttar síns. Barátta þessa hóps
miðar ekki aðeins að því að bæta hlut húsnæðis-
kaupenda, sem farið hefur verið illa með á undan-
fömum árum, heldur ekki síður að því að reyna að
breyta áherslupunktunum i umræðunni. Við viljum
skoða heiminn út frá forsendum launafólks sem
stendur í sinni lifsbaráttu en ekki bara út frá for-
sendum fyrirtækjanna. Fyrir nokkrum misserum
var ákveðið að nú skyldi gefa atvinnurekendum
sjans svo þeir gætu sýnt hvað i þeim býr. Teknir
voru peningar frá launamönnum og færðir i hendur
þeirra. Þetta tókst nú ekki betur en svo að helm-
ingurinn fór að blanda ajús og hinn helmingurinn
fór út I okurlánabransann. Þessi tilraun reyndist
þjóðinni dýrkeypt. Nú held ég að tími sé kominn til
þess að taka tillit til fólksins og gefa okurbransan-
um fri. Annars eru menn alltaf að skoöa það sem
er, setja meira að segja upp ráðgjafarþjónustu til að
kenna fólki að laga sig að veruleikanum, en við vilj-
um breyta veruleikanum, laga veruleikann og
breyta hugsunarhættinum. Sigtúnshópurinn berst
fyrir því að fjölmiölar og stjórnmálamenn sjái
stærðarhlutföllin í nýju Ijósi. Nú kemur til dæmis
upp mál eins og þetta Hafskipsmál. Þar er verið aö
tala um upphæðir sem hefðu sennilega dugað til
aö leysa vanda allra húsbyggjenda á Islandi slö-
ustu árin."
— En þessar hótanir, ögmundur, sem þið I
Sigtúnshópnum sendiö stjórnmálamönnum um
þaö aö nú fái þeir á baukinn ef þeir geri ekki
neitt í húsnæðismálunum. Hefur þú sem frétta-
maöur trú á því að svona hótanir virki?
„Þegar til langs tima er litið þá gera þær það. I
rauninni erum við ekki að hóta neinu. Við erum að
minna menn á þau loforö sem þeir sjálfir hafa gef-
ið. Við höfum viljað taka þessa menn alvarlega þvl
ef viö geröum það ekki þá ræddum við náttúrlega
ekkert viö þá. En við tökum þá alvarlega og við er-
um að spyrja hvort þeir hafi ekki þá sjálfsviröingu
að þeir taki sjálfa sig alvarlega líka. Loforðin hafa
flest veriö svikin og viö viljum vekja athygli á þvl.
Ég held líka að barátta af þessu tagi veröi til að
bæta pólitískt siðgæöi I landinu þegar til lengri
tíma er litiö, það er aö segja að menn fari að taka
sjálfa sig alvarlega."
— Nú ertu kominn að pólitíkinni. Þú hefur
starfað mikiö í Bandalagi starfsmanna ríkis og
bæja, BSRB, og á sinum tíma var mikiö talaö um
að þú værir væntanlegur arftaki Kristjáns Thorla-
cius. Félagar þlnir á fréttastofum útvarps og
sjónvarps stofnuðu slðan félag fréttamanna og
gengu I Bandalag háskólamanna. Sumir sögöu
aö með því heföu þeir eyðilagt möguleika þinn á
að taka við forystu I BSRB?
,,Nei, ég er ennþá I BSRB og það er vegna þess
að ég vildi ekki afsala mér verkfallsrétti.
Mér finnst ég eiga samleið með þeim
sem vilja byggja kjarabaréttu é verkfalls-
róttinum. Varðandl formennsku i BSRB
þé voru ýmsir sem vöktu móls é þessu
við mig og í fjölmiðlum voru einhverjar
vangaveltur en það iéðist bara alltaf að
spyrja einn mann. Það var ég.
Og þetta voru ekki áform sem ég hafði á prjónun-
um."
— En hvað með félag fréttamanna, starfarðu í
því?
„Nei. Ég er ekki I þvl."
— Fannst þér rangt af félögum þínum að gera
þetta, nú er þetta launaspursmál, skilst mér?
„Fréttamenn hækkuöu eitthvað örlítið I launum
við þetta miðað við aöra fyrst I stað en ekki að
neinu marki svona ef til lengri tíma er litiö. Ég var
andvigur þessari ákvörðun á sínum tíma, en þetta
var lýöræðislega tekin ákvörðun. Þeir gengu i fé-
lagiö sem töldu hag sínum betur borgið með því.
Ég gerði það ekki og það er mitt mál, hitt er þeirra
mál. Hérna áður fyrr átti ég þess kost að vera félagi
i BHM og á þeim tíma voru einhverjir sem voru það
meðan meirihlutinn var í starfsmannafélögum út-
varps eða sjónvarps sem eru I BSRB. Nú er dæmið
snúiö viö, meirihlutinn er I BHM en minnihluti upp
á einn mann er í BSRB, og það er ég."
— Skiptir verkalýðsbaráttan þig miklu máli?
„Já, mér finnst verkalýösbaráttan skipta mjög
miklu máli. Ég vil leggja þessari baráttu lið eftir
megni, svo lengi sem hún snýst um það að hrinda
þeim hugsjónum I framkvæmd sem mér finnst
skipta mestu, atvinnulýöræöi og launajöfnuöi."
— Nú ert þú formaöur í starfsmannafélagi
sjónvarpsins. Er þaö virkt félag eöa bara
skemmtinefnd?
„Það er geysilega virkt fólag og llka skemmti-
legt. Þaöerekkertathugavertviöskemmtanir, þær
verða til þess að efla félagsandann og tengsl milli
fólks, þess vegna eru skemmtinefndir mjög þarfar.
En skemmtanir eru bara einn liður I starfi starfs-
mannafélags sjónvarpsins, einn af mörgum. Félag-
ið hefur veriö mjög virkt I kjarabaráttunni til dæm-
is.”
Margir fréttamenn sjónvarpsins hafa fariö út I
flokkspólitiska baráttu og fariö inn á þing. Hefur
þú áhuga á þvl?
„Nei, ég hef ekki áhuga á þvl. Það sem ég hef
veriö að berjast fyrir hef ég haft ágætis svigrúm
fyrir innan verkalýðshreyfingarinnar og á mlnum
vinnustaö. En fyrst þú minnist á pólitlk þá finnst
mér allt of mikiö gert að þvl að segja að allir stjórn-
málamenn séu eins og jafnvel aö allir stjórnmála-
flokkar séu eins. Ég held að þetta sé ekki rétt,
stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar berjast fyrir
óllkum hugmyndum og ólíkum stefnum og mér
finnst það raunverulega skipta máli hverjir stjórna
landinu. Ég finn þaö meira að segja á skrokknum á
mór hverjir fara með völdin. Það er gengið of langt
í þvl að segja aö þetta sé allt sama tóbakið. Hins
vegar þarf eitt að gerast I öllum stjórnmálaflokkum
sem öörum stofnunum, það þarf að verða ákveö-
inn hristingur og titringur I þeim, lýöræöisbaráttan
þarf aö ná þangaö inn llka, vegna þess aö frelsið
byrjar ekki á morgun, það byrjar ekki þegar þú
kemsttil valda.
Þú getur ekki búlð tll elnhverja stofnun
og sett svo frelslð ofan f hena. Frelslð
byrjar núna, það byrjar f dag og það
þurfa allir stjórnmélaflokkar að hafa f
huga. Flokkar sem segjast tll deamis
vera é mótl miðstýringu þurfa að hyggja
að þvf f öllu starfl sfnu núna, ekki é
morgun eöa þeffar þeir komast f stjórn.
Annars er svo margt nýtt I pólitlkinni núna. Það
leika lýöræðisstraumar um þjóðfélagiö og fólk læt-
ur ekki lengur bjóða sér það sem það lét gera fyrir
bara tíu, tuttugu árum. Þá göptu menn upp I for-
ingja og báru viröingu fyrir valdastofnunum. Fólk
gerir þaö ekki lengur, það virðir vissulega marga
einstaklinga sem standa framarlega I stjórnmálum
en þaðgerir haröar málefnalegar kröfur til þeirra."
— Hvernig list þér á frjálsar útvarpsstöðvar,
afnám einkaréttar Ríkisútvarpsins?
„Ég er með frelsinu og ég er með samkeppninni.
En," segir ögmundur og leggur mikla áherslu á
slðasta orðið, „við megum aldrei gleyma aö spyrja
um hvað viö viljum samkeppni. Það þýðir ekkert að
pumpa þessu orði út I loftiö hugsunarlaust. Við er-
um með ákveöið fjármagn til ráðstöfunar I þessu
ágæta samfélagi okkar. Hluti af þessu fjármagni,
slfellt stærri hluti að sönnu, gengur til fjölmiölun-
Vikan 4. tbl. 15