Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 23.01.1986, Qupperneq 22

Vikan - 23.01.1986, Qupperneq 22
inn," segir Guörún og greinilegt er að hún er einn aðalaðdáenda íslenska fjárhundsins. Hans vegna starfar hún í Hunda- ræktarfélaginu og er alltaf tilbú- in til að segja frá því og starf- semi þess. „Félagiö var stofnaö4. september 1969 af aðilum sem sáu fram á aö íslenski hundurinn væri að deyja út. Félagiö var þvl upprunalega stofnaö til aö halda vörö um þaö hundakyn þvl Mark Watson, mikill hundavinur, vakti athygli á þvl aö Islenski hundurinn væri alveg aö hverfa úr sveitunum. Hann ferðaöist um landiö og fann eina átta eöa tlu hunda sem hann keypti. Eitthvað af þeim fór úr landi en eitthvaö varö eftir og þaö er uppistaðan aö okkar ræktun á Islenska hundakyninu, sem er ekki mikil en skipulögö. Áriö 1973 var fyrsta hundasýningin haldin hér á landi, að tilstuðlan Mark Watson. Þá var safnaö saman þeim hreinræktuöu hundum i landinu sem vitaö var um og þeir skráöir. Þeir mættu svo allmargir á hundasýninguna og það var fyrsti vlsirinn aö ræktun á fleiri kynjum en þvl Islenska. Um eitt þúsund hreinræktaöir hundar eru nú skráöir hjá HRFl. Félagið er byggl upp af fjðrum deildum, einni fyrir hvert kyn: 1. deild Islenska fjárhundsins, 2. deild Irska setterhundsins, 3. deild er poodleklúbburinn og 4. deild retrieverhunda (labrador og golden retriever). Þetta eru þau kyn sem eru algengust, svo er auövitaö til einn og einn hundur af öðrum kynjum en það er ekki skipulagt deildarstarf I kringum þá. I fólaginu starfar vtsindaráS skipað fimm mönnum og þeirra starf er aö sjá um vlsinda- legu hliöina á hundarækt, fóörun, meöferö sjúkdóma og þvl um llkt. Einnig skráir vlsindaráöiö alla erföasjúkdóma, sem koma upp, til aö hægt sé aö foröast þá I framræktun hunda. Hundaræktarfélagiö hefur nýlega sett á laggirnar blýðmskóla. Þar er fólki kennt aö þjálfa hundana sina, umgangast þá og skilja þá og þekkja þarfir þeirra, and- legar og líkamlegar. Markmiöiö er aö gera hvern hund aö góðum fjölskyldumeölim sem njóti sln vel meö eiganda slnum I þéttbýli. Námiö fer fram 18—10 hunda hópum, hvert námskeiö eru tlu tlmar og eftir þaö taka hundur og eigandi hans próf og fá viss stig út úr þvi. Hundi og manni eru kenndarviss- ar æfingar; aö ganga I taum, hlýöa innkalli, þaö er aö segja aö kenna hundinum aö koma þegar eigandinn kallar, aö kenna hundi aö setjast og leggjast eftir skipun og kenna hundinum aö umgangast aöra hunda án þess aö æsast upp. Það æfum viö meöal annars þannig aö hundunum er raöaö upp og svo „slalomar" hundur ásamt eiganda slnum á milli allra hundana. Hundunum er kennt aö stökkva, stökkva yfir hindranir til dæmis. Allt þetta er til aö fá vel agaöan hund og til aö fá ánægöan hund þvl hundarveröa aðhafa eitthvaöaögera. Hvolpanámskeið veita fólki upplýsingar um uppeldi hvolpa og meöferö. A þau námskeiö kemur llka fólk sem er aö hugsa um aö fá sór hund en er ekki bú- iö aö þvl. Þá er oft hægt aö sýna fram á ýmis atriöi sem fólk hefur ekki gert sér grein fyrir I sambandi viö aö vera meö hund. Þaö hefur komiöfyrir aöfólk hefur séö aö þaö hefur ekki aöstæöur til aö vera meö hund, seinna gætu veriö betri aöstæöur og betri tlmi. Félagiö er I húsnæöisvandræöum og I vandræöum meö aöstööu fyrir skólann. Okkur vantar gott svæöi þar sem viö gætum þjálfaö hundana úti og komiö okkur upp smáskúr til aö geta fariö inn og rætt málin. Við erum meö skrifstofuhú8næöi I Dugguvogi en þaö er ákaflega óhent- ugt og er núoröið nær eingöngu notaö sem geymsla fyrir gögn félagsins. Fólagiö geftur út blaö sem heitir Sámur. Þaö er gefiö út fjórum sinnum á ári, þaö er fréttaþlaö og einnig er I þvl aö finna fræösluefni, leiöbeiningar fyrir hundaeigendur. Viö höfum einnig gefið út bækling um næringarþörf hunda, ormahreinsun og fleira. Einnig höfum við látiö prenta heilsufarsbók, þar sem skráöar eru hreinsanir og læknisað- geröir sem hundar fara I, ásamt öllum skoöunum, en til- gangurinn meú bókinni er fyrst og fremst sá aö vekja athygli á að nauösynlegt er að láta skoöa hunda reglu- lega. Hundasýningar eru stór þáttur í starfi Hundaræktarfélagsins. Þaö hafa verið haldnar níu sýning- ar og reynt er aö halda eina sýningu á ári. Þetta er fjárfrekt en meö meiri áhuga og auknum sportanda hundaeigenda þá veröur þetta auöveldara. Ræktunarinnar vegna er nauösynlegt aö halda sýningar til þess aö hundar fáist dæmdir. Ákveönar reglur gilda um hvernig hundur af ákveönu kyni á að vera, reglurnar eöa ræktunarmarkmiö- in eru svo lögö til grundvallar viö dómana. Hundarnir eru burstaöir, baöaöir og snyrtir fyrir sýningar, allt eftir því hvaöa kröfur eru geröar til hvers kyns, en þaö er nauðsyn- legast að poodlehundarnir fari á snyrtistofur fyrir sýningar því krafist er ákveöinna, vandasamra klippinga á því kyni, enda ganga poodlehundar ekki úr hárum. Almennt félagsstarf ferfram Ideildun- um, sem funda hver fyrir sig, en svo hefur félagiö ,,opiö hús" nokkrum sinnum á ári og leitast þá viö aö vera meö eitthvert fræðsluefni eöa myndir. Félagiö á nokkrar fræösluspólur sem þvl hafa veriö gefnar af Norðurlanda- félögum, ein er um þjálfun hunda, þrjár um likamsbygg- ingu og hreyfingamynstur hunda og fleira. Félagiö hefur veriö beöiö um aö koma I skóla og kynna starf sitt og hundarækt og hefur gert þaö. Fólk getur oröið félagar I Hundaræktarfélaginu — deild eöa bara félaginu ef þaðvill þaö, þvl félagiö beitir sér fyrir öllu er varöar hunda, ekki bara fyrir þvl sem viökemur þeim hreinræktuöu. Hundagæsla er rekin að Arnarstööum í ná- grenni Selfoss. Hundagæsluhúsiö var byggt af Hunda- ræktarfélaginu og Hundavinafélaginu og þaö er ein fé- lagsmanneskja sem rekur þaö. Þar er pláss fyrir átján hunda, sérbás fyrir hvern hund og sérgirðing viö hvern bás og á tveimur stöðum I húsinu er hægt aö sameina tvo bása ef tveir hundar frá sama heimili koma I gæslu. Hverj- um hundi er sinnt persónulega daglega svo þaö er ekki þannig aö hundi sé bara ýtt þarna inn á meöan eigandinn fer I sumarleyfi. Loks má nefna að Hundaræktarfélagið er aðili að Noröurlandasamtökum hundaræktarfélaga, NKU, og al- þjóöasambandinu FCI. FCI gefur úr ræktunarmarkmiö og Hundaræktarfélagiö þurfti til dæmis samþykki FCI á rækt- unarmarkmiöi, sem það gaf út um íslenska fjárhundinn, til þess aö markmiöið öölaöist alþjóölega viðurkenningu og gildi." Guðrún Guðjohnsen á nokkra íslenska hunda og umhirða þeirra og þjálfun er henni „meira en fullt starf". Upphafið að hundaræktaráhuga hennar má annars vegar rekja til pabba hennar, „sem var mikill hunda- maður" eins og hún orðar það, og hins vegar til húsmæðraþátt- ar í kanasjónvarpinu. ,,Ég er mikiö alin upp meö hundum, pabbi var ákaflega mikill hundamaöur og átti hunda sem Jóhannes á Borg ræktaöi í sína tíö. Þannig aö eftir aö ég varö fulloröin og hafði stofnaö mitt eigiö heimili þá blundaöi alltaf í mér löngunin til aö eiga hund, en aöstæöurnar voru nú ekki fyrir hendi til aö byrja meö. Síöan er þaö einhverju sinni aö óg er aö þrífa til heima hjá mór og kveiki af rælni á hús- mæöraþætti í kanasjónvarpinu, sem ævinlega var síödeg- is og oft var hægt aö hafa gagn og gaman af. I þetta sinn var á skjánum bóndakona meö íslenska hunda. Á þeim tlma vissi óg eiginlega ekki neitt um þetta kyn, vissi ekki að þaö væri til svona sórræktaö. Þetta var Sigríöur Pótursdóttir frá Ólafsvöllum í viötali, meö tvo stálpaöa hunda og nokkra hvolpa. Ég vissi ekkert hvaöa kona þetta var en féll alveg fyrir þessum hundum þarna á skjánum svo ég hringdi upp á Völl og fékk upplýsingar um hvaöa kona heföi veriö þarna I viðtalinu. Ég hringdi í hana og fékk svo síðar hjá henni minn fyrsta hund, Sunnu frá Ólafsvöllum, og hún er nú fjórtán ára. Nú er ég meö þrjá ættliði, Sunnu, son hennar og svo son hans. Mér finnst ekki erfitt aö vera meö marga hunda en ef- laust er þaö vegna þess aö ég gef mér allan þann tíma sem þarf í þetta og þetta er meira en fullt starf en óskap- lega skemmtilegt starf. Þaö er líka hugsjónastarf aö rækta íslenska hundinn, þaö fylgir því viss metnaður aö þetta er einmitt íslenska hundakynið. Þaö hefur ekki reynst mér mjög erfitt aö vera meö hundana mina en þaö má segja aö þaö sé svona upp og ofan hvernig nágrannar mínir taka þeim, en þaö er bara eins og gengur. Hins vegar er ég ekki svo mikið meö hundana mína í mínu hverfi, þeir eru ekki dankandi úti á bletti allan daginn, síöur en svo. Hundarnir mínir hafa ekki sérherbergi, þeir eiga bara sín rúm, einn er inni hjá syni okkar og gamla Sunna á sitt rúm inni viö rúmstokk hjá mér. Við fórum hins vegar út í aö kaupa okkur sumarbústaö í nágrenni Reykjavíkur og þar er okkar paradís því þar geta hundarnir leikiö sér frjáls- ir án þess aö vera nokkrum til ama. Margir tala um aö hundar eigi ekki aö vera í borg, þeir eigi aö vera í sveit, og þaö er fjarri því aö ég sé á móti því aö þeir séu í sveitum en þeir eiga samt sem áður alveg jafnt heima í borg því hund- urinn á fyrst og fremst heima þar sem maöurinn býr. Þaö er búiö aö aölaga hundinn þannig aö manninum aö ég held aö hundurinn geti ekki án hans verið. Þaö eru bara svo margir þættir sem koma til meö hundahaldi í borg og þeir gera þetta aö meiri vinnu en í sveitunum. Eins fylgja því meiri kvaöir, en viö sem eigum hunda og búum í borg- um, viö leggjum þetta fúslega á okkur." „Það getur vel verið að það sé snobb í kringum hundahald en hreinræktun hefur ekkert með snobb að gera. Hvort einn hundur þykir svo fínni en annar er náttúrlega bara eitthvað sem mannfólkið býr sér til." ,,Þaö má vel vera aö hátt hundagjald ýti undir snobb og þaö geti ekki allir leyft sér aö eiga hund. Ég vil hafa strangar reglur um hundahald en ég vil ekki aö þaö kosti mikiö. Viö í Hundaræktarfélaginu beitum okkur fyrir alla hundaeigendur, ekkert síöur þá sem eiga blandaöa hunda. Hreinræktaöir íslenskir hvolpar kosta um þaö bil fimmtán þúsund krónur núna og þaö er ekki hátt verö miðað viö þá vinnu sem fer í aö rækta góöa hunda, enda er ánægjan umbunin sem ræktandinn fær. Þaö sem ég er mest á móti í öllu þessu eru auglýsingar um aö hvolpar, og eins kettlingar, fáist gefins og þá bara hverjum sem er. Mér finnst þetta óskaplega rangt og alveg stórhættulegt. Þarna virðast allir geta gengiö inn og sótt sér lifandi veru og fariö meö hana eftir vild. Þaö er ábyrgöarhluti aö láta frá sór hvolpa og fólk veröur aö velja þeim góö og traust heimili." Guðrún, kallarðu þig mömmu, segir þú við hundana þína: komdu til mömmu? „Nei, það geri ég ekki. En ég yfirfæri gæluorð sem ég nota við krakka yfir á hunda, segi kannski mömmustrákur, enda er eflaust margt sem við hundaeigendur gerum sem þeim sem ekki eiga hunda finnst ákaflega furðu- legt," segir Guðrún Guðjohnsen glettnislega og hún hefur líklega rétt fyrir sér í því. 22 Vikan 4. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.