Vikan - 23.01.1986, Page 26
Sérviska,
hjátrú
og
heilagar
kýr
Texti: Anna
Vísindi, rök og sannleikur eru hugtök sem
allir snobba fyrir og flestir þykjast hafa að leiðar-
ljósi. Það þykir ekki góð latína að þylja latneskar
þulur til heilla eða hefnda — þó sumir geri það
— og fæstir játa á sig meiri sérvisku en að þykja
einn litur öðrum fallegri. Og nota hann svo
auðvitað ekki, því eins og íslenskur tískublaða-
maður komst að orði þegar verið var að ræða lita-
val við hæfi hvers og eins: Þetta er svo sem allt
gott og blessað en ef fjólublátt er í tísku er maður
í fjólubláu. Og það er alveg hárrétt. Ef það væri á
hinn bóginn grænt, sem væri í tísku, myndi heil
ætt, Reynistaðarættin, hunsa allar tilskipanir, því
í grænt fer sú ætt ekki. Eða hver hefur séð
Tomma, sem lengst af var kenndur við Tomma-
hamborgara, klæddan í grænt? Enginn! Hann er
af ættinni.