Vikan

Eksemplar

Vikan - 23.01.1986, Side 33

Vikan - 23.01.1986, Side 33
I I I I Prjónað eftir Ijósmynd Þaö virðist vera mikill áhugi fyrir prjónaskap héma. Vikan hefur birt uppskriftir aö mörgum fallegum peys- um, hannyrðaverslanir selja prjóna- uppskriftir, í bókaverslunum er gott úrval af erlendum og íslenskum prjónablöðum og svo eru margir sem hanna sin eigin munstur og snið eins og peysukeppni Álafoss og Vikunnar sann- aði, en hingað bárust hátt í hundrað skemmtilegar tillögur. Þeir sem vilja prjóna eftir eigin uppskrift geta valið ýmsar leiðir, byrjað að velja gamið og fundið út hvaða snið og munstur hæfir gaminu eöa teiknað peysuna fyrst og síðan valið garnið. Það er hægt að taka fyrir ákveðinn hlut og hanna peysuna út frá honum. Ef peysan á að vera hneppt má byrja á aö velja tölurnar og síðan ákveða út frá tölunum hvemig peysan á að vera. Þaö er líka hægt að útbúa munstur út frá málverkum eða ljósmyndum eins og þið sjáið myndir af hér á síðunni. Þeim sem hingað til hafa fariö eftir tilbúnum uppskriftum finnst þetta kannski svolítið skrítin uppástunga en þetta er mjög skemmti- legt og þið hittið ábyggilega engan í eins peysu. Athugið hvort þið eigið ekki einhverja góða mynd í myndaalbúm- inu sem hægt er aö nota eða dragið fram myndavélina og leitið að góðu myndefni. Kannski er betra að bíöa með það fram á sumar ef myndin á að vera af landslagi. Þegar búið er að velja myndina er hún stækkuö upp í rétta stærö fyrir peysuna. (Teiknið frí- hendis eða notiö myndvarpa.) Síðan er myndin færð yfir á rúðustrikaðan pappír og þá er hægt að byrja aö prjóna.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.