Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 34

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 34
„Ég er einmana," segir Farah Diba „Þegar við fórum fyrst í útlegð og maðurinn minn var enn á lífi varð ég að halda andlegu jafnvægi hans vegna, barnanna og sjálfrar mín vegna," segir Farah Diba, fyrrverandi keisaraynja i iran. Hún hefur reynt að líta á björtu hliðar lífsins þrátt fyrir alla erfiðleik- ana. Stundum, þegar illa hefur staðið á, hefur hún sótt kraft í bréf frá ókunnugum sem hafa skrifað henni og hvatt hana. Hún trúir þvi að hið góða i lífinu muni sigra hið illa. Hún harmar það óréttlæti sem maður hennar varð fyrir. Hún segir að keisarinn hafi verið mikill föðurlands- vinur sem alla tíð hafi barist fyrir sjálf- stæði og virðuleika heimalandsins, hann hafi veriö hjartagóður maður, hreinskilinn, hugrakkur, kurteis og hófsamur. íranskar konur fögnuðu frelsinu sem keisarinn kom á. Nú eru þær aft- ur valdalausar og hræddar. Þeim er refsað ef svo mikið sem hártoppur sést undan blæjunni. Börnum er kennt að njósna um foreldra sina og þeim er innprentað hatur og trú á heilagt strið. Farah Diba hefur ekki trú á að svona ofstækisfullt einræði, sem styðst við ódæðisverk, geti enst lengi. Farah Diba eyðir tima sínum i lest- ur og bænagjörðir og hún hlustar mikið á tónlist. Börn hennar eru öll komin af barnsaldri og gengur námið vel. Hún hefur trú á því að eina rétta stjórnarfarið í iran sé að sonur hennar taki við sem keisari. Hún sér hann sem einu von irana í framtíðinni. Hún er forlagatrúar, segist stund- um vera einmana en þætir við að ekk- ert vari að eilífu. 34 Vikan 4. tbl. Það er ekki hægt að framkvæma neitt án einveru. Ég hef búið mér til eins konar einveru fyrir sjálfan mig, en enginn verður var við hana. Listamaður verður að skapa vegna þess að list hans gagntekur hann. En listamaðurinn er bara örsmár hluti af alheiminum og ætti ekki að fá meiri athygli en annað hér á jörðinni sem veitir okkur fegurð, gleði og endurnýjun. Ég hefði ekki getað lifað án listarinnar og án þess að tileinka listinni allan minn tíma. Ég sé listina sem einu ástæðuna fyrir tilveru minni. Allt sem ég hef gert i þágu hennar hefur veitt mér fullnægingu og mikla gleði. Þess vegna skil ég ekki hversu margir krefjast þess að kryfja list til mergjar, búa til alls konar flóknar kenningar og útskýringar og þverskallast við að láta eigin listafávisku hlaupa með sig i gön ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.