Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 48
Vonbrigói. . .
bollana fimm, einn af öðrum, og tæmdi þá i rusla-
skálina.
,,Þetta te er kalt," sagöi hann hranalega. ,,Hit-
aöu meira, mamma. Vertu svo væn."
Frú Dinsmead spratt upp og flýtti sér burt meö
teketilinn. Mortimer fékk það á tilfinninguna aö
hún vaeri fegin að sleppa út úr herberginu.
Nýja teiö barst brátt og óvænti gesturinn fékk
ómældar veitingar.
Dinsmead talaöi og talaöi. Hann var málglaöur,
vinsamlegur, hnyttinn. Hann sagöi ókunnuga
manninum allt um sjálfan sig. Hann var nýhættur I
byggingariönaöinum — já, hafði gengiö prýöilega
þar. Þeim frúnni korri til hugar aö þau heföu gott af
svolitlu sveitalofti — þau höföu aldrei fyrr búiö í
sveit. Þetta var auövitað rangur árstlmi aö velja
sér, október og nóvember, en þau vildu ekki blöa.
„Llfiö er óöruggt, eins og þú veist, herra Cleve-
land." Þess vegna leigöu þau kofann hérna, átta
mllur frá næsta mannabústaö og nltján mllur frá
nokkru þvl sem mátti nefna þorp. Nei, þau voru
ekki aö kvarta. Stúlkunum fannst þetta svolltiö
leiöinlegt, en þau mamma nutu þess hvaö var ró-
legt.
Þannig þusaöi hann, dáleiddi Mortimer nærri þvl
meö oröaflaumnum. Þaö gat naumast veriö nokk-
uð hér annað en ósköp venjulegt heimilisllf. Og þó,
þegar hann sá fyrst þangað inn haföi hann gert sér
grein fyrir einhverju ööru, einhverri spennu, ein-
hverri streitu sem stafaöi frá einni manneskju af
þessum fjórum — hann vissi ekki hverri. Þetta var
bara kjánaskapur — taugar hans voru I ólagil Þeim
brá þegar hann birtist svona skyndilega, þaö var
allt og sumt.
Hann nefndi hvort hann mætti gista þarna um
nóttina og fékk greitt svar.
,,Þú veröur aö dvelja hjá okkur, herra Cleveland.
Þaö er enginn staöur I margra mllna fjarlægö. Vlö
getum lánaö þór svefnherbergi og þó aö náttfötin
mln séu kannski heldur rúmgóö, jæja, eru þau þó
betri en ekkert og fötin þln verða oröin þurr á
morgun."
„Þetta er ákaflega fallegt af ykkur."
„Hreint ekki," sagöi hinn maöurinn vingjarn-
lega. „Eins og ég var aö segja rétt áöan er ekki
hundi út sigandi I þessu veðri. Magdalena, Char-
lotte, fariö og lagiö til I herberginu."
Stúlkurnar tvær fóru fram. Skömmu slöar
heyröi Mortimer aö þær voru aö bjástra uppi.
„Ég skil vel aö tveim aölaöandi, ungum stúlkum
eins og dætrum þlnum kunni aö finnast dauflegt
hérna," sagöi Cleveland.
„Þær eru fallegar, finnst þór ekki?" sagöi Dins-
mead meö fööurlegu stolti. „Þær llkjast ekki mikiö
mömmu sinni eöa mér. Viö erum ófrltt par en þykir
ákaflega vænt um hvort annaö, þaö skal ég segja
þér, herra Cleveland. Ha, Maggie, er það ekki
rétt?"
Frú Dinsmead brosti svolítiö. Hún var aftur byrj-
uö aö prjóna. Þaö glamraöi I prjónunum. Hún var
hraövirk prjónakona.
Fljótlega var tilkynnt aö herbergiö væri til reiöu
og Mortimer þakkaði aftur fyrir sig og tilkynnti aö
hann væri aö hugsa um aöfara I háttinn.
„Settuö þiö hitapoka I rúmiö?" spurði frú Dins-
mead, minntist skyndilega húsmóöurstolts síns.
„Já, mamma. Tvo."
„Þaö var gott," sagöi Dinsmead. „Fariö upp
meö honum, stúlkur, og aögætiö hvort þaö er eitt-
hvað annaösem hann vanhagar um."
Magdalena fór á undan honum upp stigann og
hólt á kerti. Charlotte gekk á eftir honum.
Herbergiö var ósköp notalegt, litið og undir súö,
en rúmiö virtist þægilegt og þeir fáu húsmunir,
sem þarna voru, voru úr gömlu, rykugu mahónii.
Stór krús meö heitu vatni stóö I þvottaskálinni,
bleik náttföt af stærri geröinni lágu á stól og þaö
var búiö aö búa um rúmið.
Magdalena gekk yfir aö glugganum og gætti aö
hvort festingarnar væru á. Charlotte yfirfór þvotta-
aðstööuna. Svo dokuöu báöar viö hjá dyrunum.
„Góöa nótt, herra Cleveland. Ertu viss um aö
þetta sé allt og sumt?"
„Já, þakka þér fyrir, ungfrú Magdalena. Ég
blygöast mln fyrir að hafa valdiö ykkur þessum
vandræöum. Góöa nótt."
„Góöa nótt."
Þær fóru fram, lokuðu á eftir sór. Mortimer
Cleveland var einn. Hann háttaöi sig hægt og
hugsandi. Þegar hann var kominn I bleiku náttfötin
hans Dinsmeads tók hann saman blautu fötin sín
og setti þau fyrir utan dyrnar eins og gestgjafi hans
haföi sagt honum aö gera. Hann heyröi óminn af
rödd Dinsmead aö neðan.
Mikiö gat maöurinn talaöl Hann var vissulega
einkennilegur maður — en raunar var eitthvað ein-
kennilegt viö alla fjölskylduna, eöa var hann að
Imynda sér þaö?
Hann gekk hægt aftur inn I herbergiö sitt og lok-
aöi. Hann stóö djúpt hugsi viö rúmiö. Og svo hrökk ■
hann I kút. . .
Mahónlboröið viö rúmiö var þakiö ryki. I rykiö
voru skrifaðir þrír stafir, mjög glöggt, S.O.S.
Mortimer starði likt og gæti hann naumast trúaö
eigin augum. Þetta var staöfesting á öllum hans
óljósu hugdettum og kenndum. Hann haföi þá á
réttu aö standa. Þaö var eitthvaö I ólagi i þessu
húsi.
S.O.S. Hjálparbeiöni. En hvaöa fingur haföi
skrifaö þetta I rykiö? Fingur Magdalenu eöa Char-
lotte? Hann mundi aö þær höfðu báöar staöið
þarna. Hvor átti höndina sem skrifaöi stafina þrjá?
Andlit stúlknanna tveggja stóöu honum fyrir
hugskotssjónum: Magdalena, dökk og upphafin,
og Charlotte eins og hann haföi sóö hana fyrst,
opineygö, skelfd, með eitthvaö óumræöilegt I
augnaráöinu. . .
Hann fór aftur til dyra og opnaöi. Drunurnar af
rödd Dinsmeads heyrðust ekki lengur. Húsiö var
hljótt.
Hann hugsaði meö sjálfum sér:
„Ég get ekkert gert I kvöld. A morgun — jæja,
viösjáum til."
III
Cleveland vaknaöi snemma. Hann gekk niöur í
stofuna og út I garöinn. Morgunninn var ferskur og
fagur eftir rigninguna. Það var annar kominn
snemma é fætur auk hans. Neöst i garöinum hall-
aöi Charlotte sór fram á giröinguna og staröi út yfir
heiöina. Hjartsláttur hans varö heldur örari þegar
hann gekk til hennar. Allan timann haföi hann ver-
iö sannfæröur um þaö meö sjálfum sér aö Char-
lotte heföi skrifað skilaboðin. I þvi aö hann kom til
hennar sneri hún sér viö og bauö honum góöan
dag. Augnaráð hennar var opinskátt og barnalegt,
vottaði ekki fyrir neinu leyndu samkomulagi i því.
„Innilega góöan dag," sagöi Mortimer og
brosti. „Veöriö i dag er harla ólíkt þvi sem var i
gaer."
„Þaðervist og satt."
Mortimer braut grein af tré skammt frá. Hann
byrjaöi aö teikna meö henni á sléttan sandinn viö
fætur sér. Hann teiknaöi S, svo 0, síöan S og
fylgdist grannt meö stúlkunni meöan hann var aö
þessu. En hann sá engan skilningsvott frekar en
áður.
„Veistu hvað þessir stafir standa fyrir?" sagði
hann upp úr þurru.
Charlotte hnyklaöi svolítiö brýnnar. „Er þetta
ekki þaö sem bátar — sem skip senda út þegar þau
eiga I erfiðleikum?" spuröi hún.
Mortimer kinkaöi kolli. „Það skrifaöi einhver
þetta á náttborðiö mitt I gærkvöldi,” sagði hann
lágt. „Mér datt i hug að það heföi kannski veriö
þú."
Hún horföi á hann og glennti upp augun af undr-
un.
„Ég?Ö, nei."
Þá skjátlaðist honum. Hann fann fyrir hvössum
vonbrigöasting. Hann hafði verið svo viss — svo
viss. Þaö var ekki oft sem eölishvöt hans leiddi
hann villur vegar.
„Ertu alveg viss?" þráöist hann viö.
„Já, já."
Þau sneru sér viö og gengu hægt saman upp aö
húsinu. Charlotte virtist vera að brjóta heilann um
eitthvað. Hún svaraöi út í hött þeim fáu athuga-
semdum sem hann geröi. Allt I einu fór hún að tala
lágtog hraðmælt.
„Þaö — það er skritið að þú skulir hafa spurt um
þessa stafi, S.O.S. Ég skrifaöi þá auðvitað ekki en
— ég heföi auðveldlega getaö gert þaö."
Hann stansaöi og leit á hana og hún flýtti sér aö
halda áfram.
„Ég veit aö þetta hljómar kjánalega en ég er búin
aö vera svo hrædd, svo skelfilega hrædd, og þegar
þú komst I gærkvöldi virtist þaö vera — vera svar
viö einhverju."
„Viö hvaö ertu hrædd?” spurði hann ákafur.
„Ég veit þaö ekki."
„Þú veist þaö ekki."
„Ég held — aö þaö sé húsiö. Alveg siðan viö
komum hingaö hefur þaö vaxiö og vaxiö. Þaö eru
einhvern veginn allir ööruvisi. Pabbi, mamma og
Magdalena, þau viröast öll önnur."
Mortimer tók ekki þegar til máls og áöur en hann
gat gert þaö hélt Charlotte áfram.
„Veistu aö þaö á að vera reimt í þessu húsi?"
„Hvaö segiröu?" Áhugi hans vaknaöi.
„Já. Maöur myrti konuna sína hérna, æ, það
eru nokkur ár síöan. Viö komumst ekki að því fyrr
en við komum hingaö. Pabbi segir aö draugar séu
eintóm vitleysa en ég — er ekki viss."
Mortimer hugsaöi hratt.
„Segöu mér," sagöi hann ábúöarmikill, ,,var
moröið framiö I herberginu sem ég svaf i síðustu
nótt?"
„Þaö hef ég ekki hugmynd um," sagöi Char-
lotte.
48 Vikan 4. tbl.