Vikan - 23.01.1986, Page 56
Pósturinn
Ætti ég að
fara ímegrun?
Elsku Póstur.
Ég er hér ein í vandrœd-
um og vona ad þú getir
svarað nokkrum spurning-
um fgrir mig. Ég er svo fer-
lega feit. Ég er 165 cm á
hœð og 60 kg sem er hrylli-
legt. Ég borða lítið sœlgœti
og oftast borða ég bara
tvisvar á dag. Ég geng allt-
afí og úr skólanum, allt að
fjórum sinnum á dag, en
þetta er ca 10 mínútna
gangur. Ég er í leikfimi
fjórum sinnum í viku svo ég
hreyfi mig þónokkuð. Ég
regni og reyni að grenna
mig en ekkert gengur.
Heldur þú að Jane Fonda
œfingakerfið myndi gera
eitthvert gagn ? Hvað þyrfti
ég þá að gera œfingarnar
oft í viku ? Er eitthvert ann-
að œfingakerfi sem þú
getur bent mér á? Ætti ég
að nota grenningarduft
eins og Spirulina? Elsku
besti Póstur — þú verður
að hjálpa mér, ég hef svo
ferlega minnimáttarkennd
út af þessu. Svo er það að
ég er komin með slit á lœri,
rass, mjaðmir og fœtur.
Hvað á ég að gera? Finnst
þér að ég œtti að nota
brjóstahaldara? Ég er ný-
orðin 13 ára. Jceja, ég vona
að þú getir svarað þessu
fljÓtt. D'UU I-
Bubbulma.
Það er því miður ekki hægt að
gefa nein töfraráð við megrun þó
margir hafi reynt það. Eitt er þó
víst: megrun krefst ofboðs-
legrar sjálfsstjórnar og vilja-
styrks. Því þarf sá eða sú sem
ætlar í megrun að vera þess full-
viss að hann eða hún vilji leggja
megrunina á sig, að það sé
ómaksins vert aö leggja þetta á
sig. Ertu nú alveg fullviss um að
þú sért of feit? Að vera 60 kg og
165 cm á hæð er nú ekkert óskap-
legt samkvæmt kjörþyngdar-
töflum og þvíumlíku. Að vísu er
alltaf svolítið erfitt að dæma eft-
ir þeim nákvæmlega því fólk er
svo mismunandi að vaxtarlagi,
misstórbeinótt eða, eins og sagt
er, misþungt í því pundið. Sumir
bera líkamsþyngdina betur en
aðrir. Því getur í rauninni eng-
inn dæmt um hvort þú ert of feit
eða ekki nema þú sjálf. Virtu
sjálfa þig vel fyrir þér og
gleymdu öllum myndum af tálg-
uðum tískudrósum og fegurðar-
drottningum og miðaðu bara við
venjulegt fólk. Finnst þér þú í
hjartans einlægni vera of feit?
Ertu tilbúin aö leggja á þig erf-
iöa megrun sem verður — til
þess að hún beri árangur — að
standa yfir í margar vikur,
jafnvel mánuði. Eöa getur þú
sætt þig við að vera eins og þú
ert? Þaö er ýmislegt hægt að
gera til að „klæða af sér kílóin”,
til dærnis að ganga frekar í
víðum fötum en þröngum og
vanda vel allar litasamsetning-
ar. En vitanlega getur fólk
klæðst nákvæmlega því sem það
vill svo fremi að því líki fötin og
líði vel í þeim. Ef þér finnst
brjóstin á þér orðin þaö stór að
þú þurfir að vera í brjóstahald-
ara skaltu gera það. Aldurinn
skiptir ekkimáli.
Þú segist hreyfa þig mikið og
það er mjög gott. Jane Fonda
kerfið er mikiö sprikl og við það
brennir fólk miklu sem er út af
fyrir sig ágætt. En ef þú kemst
að þeirri niðurstöðu að þú viljir
grennast þá er ekki um annað að
ræöa en að fara í megrunarkúr.
Fyrsta og síðasta lögmálið í
sambandi við megrun er einfald-
lega að borða minna en jafn-
framt að borða fjölbreytta fæöu.
Þú veröur að minnka alla
matarskammta verulega,
sleppa öllu feitmeti (smjöri,
smjörlíki, majonesi, matarolíu,
feiti og þvíumlíku) og öllum
kökum og sælgæti og borða
aldreiámillimála.
Best af öllu er að gefa sér í þaö
minnsta sex vikur til að ná af sér
eins og 6 kílóum. Ekki treysta á
nein töfralyf. Það má vel vera að
einhver náttúrulyf og duft geti
hjálpað til, um það treystir
Pósturinn sér ekki til að dæma,
en fyrst og síðast er að borða
minna. Þaö eru til óteljandi
megrunarkúrar sem birst hafa í
blöðum og bókum og hægt að ná
árangri með þeim öllum ef vilj-
inn til að fara eftir þeim er nógu
mikill. Eins eru þeir allir gagns-
lausir ef viljastyrkurinn er ekki
fyrir hendi.
Þú skalt velta þessu fyrir þér.
Ef til vill er þetta bara „hvolpa-
fita” á þér. Þú ert á gelgju-
skeiöinu og vöxturinn er að
breytast. Hvort sem þú ákveöur
að þú þurfir í megrun eða ekki
skaltu alltaf halda áfram aö
hreyfa þig eins mikið og þú getur
og huga að mataræðinu. Forö-
astu sætindi og feitmeti eftir
megni og borðaðu gróft brauð,
ávexti, grænmeti, fisk og
magurt kjöt. Með því móti ættir
þú allténd ekki að fitna meira og
fá gott og hraustlegt útlit.
Lækning á
nærsýni
Kæri Póstur.
Komdu blessaður, kœri
póstráðgjafi. Ég á við
margvísleg vandamál að
clja cins <>y flestir. En þó er
það sérstaklega eitt sem er
mér alltaf efst í huga nú og
vil biðja þig að svara mér
efþú mögulega getur.
Það er nú svo að ég hef
þjáðst af nœrsýni, eigin-
lega frá því að ég man eftir
mér í bernsku. Þar af leið-
andi hef ég þurft að ganga
með sterk og þung gler-
augu en nú í seinni tíð með
linsur. Einhvers staðar hef
ég heyrt að tneð nútíma-
legri tœkni og lœknavísind-
um sé hœgt að lœkna nœr-
sýni tneð skurðaðgerðum
og við það fáist full og eðli-
leg sjón. Eða er þetta bara
vitleysa? Því ttiiður hef ég
ekkert heyrt um svona
aðgerðir nema í einu til-
felli. Ég heyrði sagt í út-
varpsfréttum fyrir um það
bil tveimur árutn að
íslenskur maður liefði farið
út i sjónhvkninyaaðgerð og
fengið fulla sjón. Reyndar
heyrði ég fréttirnar mjög
ógreinilega. En ég hef í
raun óljósa hugmynd um
þetta. Þér finnst kannski
skrítið að ég skuli spyrja
þig en ekki augnlœkni? En
þannig er nú málum háttað
að ef ég gengi á augnlœkni
og spyrði hann og sé þetta
vitleysa og mér hafi skjátl-
ast varðandi þetta þá yrði
ég mjög tniður mín. Þess
vegna finnst mér betra að
skrifa þér og fá skrifleg
svör efþú ert einhverju nœr
um þessi mál. Því langar
inig að spyrja þiy, kieri
Póstur, hvort þú vitir til
þess að þetta sé hœgt. llvar
er þetta framkvœmt ? Hvað
myndi þetta kosta oy
liversa langan tíma tœki
aðgerðin og svo framveyis
oy svo framvegis ?
Ein í vandræðum.
Það var hreint ekki svo vit-
laust af þér að skrifa Póstinum
því það mun hafa verið í Vikunni
3.-9. febrúar 1983 ( 5. tbl.) sem
fyrst var sagt frá því að á
sjúkrahúsi í Moskvu væru
gerðar skurðaðgerðir á augum
til lækninga á nærsýni. Síðan var
það að íslendingur, Margeir
Margeirsson úr Keflavík, las
þessa grein í Vikunni og ákvaö í
framhaldi af því að fara til
Moskvu í leit að lækningu, sem
hann og gerði með góðum
árangri. Viötal viö hann og grein
um aðgeröina birtist í Vikunni
12,—18. janúar (2. tbl.) 1984.
Vegna þessarar greinar var
síðan sagt frá þessu í útvarps-
fréttum og rætt viö Margeir.
Þú getur fengið þessi blöö
keypt, pantað þau hjá afgreiðslu
Vikunnar, Þverholti 11, Reykja-
vík, sími 91-27022, og lesið allt
um málið. Læknirinn Fyodorof
prófessor er frægur orðinn um
víða veröld fyrir snilli sína á
þessu sviði og inargir vestrænir
læknar iiafa iarið í smiðju til
hans. Pósturinn veit hins vegar
ekki hvort þessar aðgerðir eru
geröar annars staðar í heimin-
um. Þú skalt fara til augnlæknis
þegar þú ert búin að lesa þessar
greinar og spyrjast fyrir um
málið.
56 Vikan 4. tbl.