Vikan - 17.07.1986, Blaðsíða 35
stórum fötum og enn minna var um
hæfilega langt skótau. Þetta er liðin
tíð. Ég fæ á mig flott föt í sérstakri
verslun í Bandaríkjunum og skó í
annarri. Vandamálin eru samt enn
fyrir hendi. Ég var til dæmis að leigja
mér bílaleigubíl um daginn og átti í
miklum vandræðum með að finna bíl
þar sem ég gat komist fyrir undir
stýri. Loks fann ég jeppa sem var
nægilega rúmgóður. Og svo eru það
strætisvagnarnir. Ég get ekki farið í
strætó. Vagnarnir eru ömurlegir og
eina leiðin fyrir mig að ferðast með
þeim er að ég fái tvö sæti út af fyrir
mig. Af skiljanlegum ástæðum forð-
ast ég strætisvagnana. Ég er dæmdur
til að eiga stóra bíla. Hins vegar er
ég orðinn vanur því að fólk glápi á
mig í tima og ótima og tek ekki eftir
því lengur. Þó fer óskaplega í taug-
arnar á mér þegar fólk er að reyna
að vera fyndið á minn kostnað. Ég
lít niður á svoleiðis fólk.
„AUÐVITAÐ LÍKA KOSTIR“
Ég tel vægast sagt hæpið að ég
væri kominn þangað sem ég er nú
ef ég væri ekki svona hávaxinn. Það
er mikill kostur að vera hávaxinn í
körfunni og það er mín lukka. Ég
er mjög sáttur við hæð mína en vildi
þó ekki vera mikið stærri. Jákvæðu
hliðarnar eru fleiri. Það er alltaf eitt-
hvað um fólk sem snýr sér að mér á
götu og segir mér góða brandara og
ég tengist þeim þá gjarnan á ein-
hvern hátt. Ég er mjög þakklátur
fyrir allt slíkt því ég hef gaman af
bröndurum og tel mig hafa nokkuð
góðan húmor. Svo eru það litlu
frænkur mínar sem hafa dálæti á
mér, kannski vegna þess hversu stór
ég er. Það getur nefnilega enginn
lyft þeim hærra en ég.“
„JÖHANN VAR STÓR, ÉG ER
HÁR“
Eins og fram kemur hér á undan
er Pétur 2,18 metrar á hæð og stærsti
núlifandi Islendingurinn. Hvernig
líkar Pétri það hlutskipti?
„Ég veit það ekki. Ég hugsa ekki
mikið um þetta en ég get ekki neitað
því að ég er mjög stoltur. Þetta er
sérstök tilfinning sem mjög erfitt er
að lýsa. Stundum, þegar ég hef verið
að ræða þessi mál og hef sagt við-
komandi að ég sé stærstur allra
íslendinga, þá trúir fólk þessu ekki
og hlær bara. Bandaríkjamenn trúa
þessu hins vegar alveg.“
- Nú var Jóhann risi hærri en þú,
ekki satt?
„Jú, hann var 2,34 metrar á hæð
að eigin sögn þegar hann var upp á
sitt besta. Það verður aldrei tekið frá
Jóhanni að hann var stærsti íslend-
ingurinn sem fæðst hefur. Hann var
öðruvísi byggður en ég, mjög beina-
stór, herðabreiður og á margan hátt
öðruvísi en ég í laginu. Ég tel mig
samsvara mér nokkuð vel. Stelpurn-
ar segja það allavega. Annars var
Jóhann stór en ég er hár.“
„ÉGERDRENGURGÓÐUR“
Oft vill það brenna við með fræga
íþróttamenn að veran í sviðsljósinu
stígi þeim til höfuðs. Þessu virðist
þó vera öfugt farið með Pétur Guð-
mundsson. Hann er hógvær að
eðlisfari og einkar rólegur. Þeir sem
best þekkja hann segja að hjartað sé
í fullu samræmi við hæð íþrótta-
mannsins, hann sé hvers manns
hugljúfi en þó betra að hafa hann
með sér en móti af skiljanlegum
ástæðum.
„Ég á í sjálfu sér mjög erfitt með
að lýsa minni persónu. Ég er mjög
þrjóskur og gefst ekki upp fyrr en í
fulla hnefana. Ég hef mikla trú á
sjálfum mér í minni vinnu og það
hjálpar mér vonandi í framtíðinni.
Stundum er ég mjög lengi að taka
ákvarðanir. Þó er ég yfirleitt fljótur
til þegar ég er beðinn um eitthvað.
Ég er einn af þeim sem gejla ekki
sagt nei. Það halda margir að sökum
hæðarinnar sé ég óskaplega grimmur
persónuleiki að eðlisfari en ég held
því fari víðs fjarri. Ég er drengur
góður og reyni að hjálpa fólki ef ég
mögulega get. Ég er réttlátur og vil
eiga fólk að frekar en hitt. Ég held
að ég hafi nákvæmlega ekkert breyst
þrátt fyrir að mér hafi tekist að kom-
ast að hjá Lakers. Ég er sami Pétur
Guðmundsson og áður.“
„ÍSLENSKT KVENFÓLK ERFIÐ-
ARA VIÐUREIGNAR"
- Nokkrir félagar þínir hafa sagt
að þú sért mjög vinsæll hjá kven-
þjóðinni - ef þú sjáist á danshúsum,
sem gerist víst sjaldan, sért þú jafnan
umvafinn yngismeyjum og komist
færri að en vilja. Ert þú kannski einn
eftirsóttasti piparsveinn landsins?
„Hver kjaftaði þessu í þig? Ég hef
ekki heyrt þetta áður,“ segir Pétur
og skellihlær. „Það er rétt að margar
vinkonur mínar tala við mig á böll-
um og ég tala að sjálfsögðu við þær.
En það er af og frá að þær bíði eftir
mér í röðum. Þá væri ég eflaust geng-
inn út.“
- Mér hefur verið sagt að stundum
sé sjöfaldur hringur utan um þig á
böllunum. Neitar þú þessu alfarið?
Pétur er ennþá hlæjandi en segir
síðan eftir nokkra umhugsun: „Eg
hefði ekkert á móti því að hitta allar
þessar stelpur sem þú ert að tala um.
Hvort þær hafa raðað sér í einhverja
hringi, ja, ég veit það satt að segja
ekki. En fyrst þú hefur séð allar þess-
ar stelpur utan í mér, hvernig
stendur þá á því að ég er enn ólofað-
ur?“
- Er ekki réttara að þú svarir því?
Tekur ekki körfuboltinn allan þinn
tíma?
„Jú, þar hittir þú naglann á höfuð-
ið. En ég er nú samt með augun opin.
Annars er erfiðara að eiga við ís-
lenskt kvenfólk en til dæmis banda-
rískt. Ég veit ekki af hverju, þetta
er bara svona. Ég er kannski orðinn
of mikill Bandaríkjamaður í mér. Ég
hefmargreynt að segja íslensku
stelpunum hvað ég er skemmtilegur
en þær virðast ekki trúa mér - eða
vita betur. Nei, í alvöru talað er ekki
á dagskránni hjá mér að stofna heim-
ili eða eitthvað slíkt og eignast
fjölskyldu. Næstu fimm árin mun ég
helga mig körfunni og reyna að ná
svo langt sem unnt er í henni. Að
keppnisferlinum loknum fer maður
að hugsa sér til hreyfings."
„SELDISAXÓFÓNINN"
Það er líklega rétt að leggja talið
um kvenfólkið til hliðar og snúa sér
að öðrum hlutum þótt tengja megi
kvenfólkið við næstu spurningu. Við
spyrjum Pétur um aðaláhugamál
hans fyrir utan körfuna.
„Alltaf þegar ég á lausa stund
hlusta ég mikið á tónlist. Ég held
ekki meira upp á eina tegund tónlist-
ar en aðra, er alæta á tónlist eins
og margir.“
- Hefur þú einhvern tímann leikið
á hljóðfæri?
„Já, ég var um tíma að gutla við
saxófón sem ég átti en það gekk frek-
ar erfiðlega. Um tíma tók ég miklu
ástfóstri við þetta skemmtilega
hljóðfæri en ég verð að viðurkenna
að áhuginn hefur farið minnkandi
upp á síðkastið. Um tíma, áður en
ég fór til Lakers og var að hugsa um
að hætta í körfunni, var ég á flæði-
skeri staddur fjárhagslega, hafði lítil
sem engin laun í CBA-deildinni og
þar kom að ég þurfti að selja nokkuð
af eigum mínum til þess hreinlega
að geta lifað. Ég lifði orðið á húm-
ornum og sjónvarpinu. Forláta
saxófónn, sem ég hafði keypt mér í
Bandaríkjunum, var einn af mörgum
hlutum sem fuku og um tíma sá ég
mikið eftir honum. Núna er mér svo
að segja sama. Ég á alveg eins von
á að áhuginn geri vart við sig aftur
og þá getur vel verið að ég fari að
læra á þetta skemmtilega hljóðfæri."
„GAMLA, GÓÐA GÆSAHÚÐIN
GERÐIVARTVIÐ SIG“
Við snúum okkur aftur að körfu-
boltanum, lifibrauði Péturs. -
Hvernig móttökur fékkst þú við
komuna til Los Angeles?
„Ég get ekki neitað því að mér brá
dálítið þegar ég komst að því að það
var enginn af forráðamönnum Lak-
29. TBL VIKAN 35