Vikan

Tölublað

Vikan - 17.07.1986, Blaðsíða 26

Vikan - 17.07.1986, Blaðsíða 26
Frá útisamkomu Hjálpræðishersins árið 1945. sem Hjálpræðisherinn hefur aldrei andmælt þar sem hann lítur svo á að samkomusalir hans séu í raun vígi þaðan sem gerðar eru árásir gegn valdi myrkurs og syndar. Það var ekkert áhlaupaverk að byggja þetta mikla hús og oft þungur róður meðan á því stóð. 1929 er einni hæð bætt ofan á húsið og þá er það jafnvel auglýst á nauðungaruppboði í Lögbirtingablað- inu. Einhverjir styrkir komu reyndar frá Danmörku og lán frá Englandi sem síðar voru gerð endurfrí. Herkastalinn hefur verið með stærri húsum i Reýkjavík á þeim tíma og setur enn mikinn svip á gamla bæinn. Þar hefur ætíð verið rekið gistiheimili, sem var reyndar í upphafi eitt af hinum betri í bænum. Þá var þar einnig bókasafn og lesstofa. Á gistiheimil- inu eru um 40 herbergi sem eru í fullri notkun allt árið. Á sumrin gista þar ferðamenn en á veturna býr þar mikið af fólki sem hefur leitað til Félagsmálastofnunar vegna húsnæðisskorts og er verði mjög í hóf stillt. Áður fyrr gistu heimilið mikið færeyskir sjómenn sem hér voru á togurum. Hjálpræðisherinn á einnig hús á Seltjarnamesi þar sem rekið er heimili fyrir taugasjúka. Hjálpræðisherinn nýtur ekki styrkja frá ríki eða bæ. Helstu tekjur eru af rekstri gistiheimilisins í Reykjavík, flóamörk- uðum og öðru slíku. Þá hefur flokkurinn á Akureyri nýlega hafið kartöflurækt í tekjuöfl- unarskyni. Hjálpræðisherinn starfar nú eingöngu í Reykjavík, á Isafirði og Akureyri en starfaði á mun fleiri stöðum áður, svo sem á Siglufirði þar sem hann á hús en hefur hins vegar engan til að starfa í því. Einnig var starfrækt sjúkra- hús í Hafnarfirði en það hefur verið tekið undir elliheimilisrekstur. HEIMILASAMBAND HERKVENNA I Reykjavík eru samkomur allt árið á sal Hjálpræðishersins á fimmtudögum og sunnu- dögum klukkan hálfníu. Á sumrin eru einnig haldnar samkomur á Lækjartorgi klukkan fjög- ur á sunnudögum þegar veður leyfir. Á árum áður, þegar fleiri bjuggu í miðbænum, gátu þessar samkomur orðið ákaflega fjölsóttar, með allt að fjögur til fimm þúsund manns. Á mánudögum starfar svokallað heimilasam- band, „home-leak“, eldri kvenna, nokkurs konar kvenfélagshópur. Konurnar hittast heima hjá hver annarri og eiga ánægjulega stund, lesa upp úr bókum, syngja og fara í ferða- lög saman. Annan hvern miðvikudag hittist svonefndur hjálparflokkur sem í eru yngri konur sem hafa haft eitthvert samband við herinn áður og vilja halda því við. Þær hjálpa til þegar þarf að baka og eins ef haldnar eru hátíðir fyrir eldra fólk. Einstöku sinnum eru svo haldnar sérstakar samkomur fyrir hermenn. Á veturna er starf- semi fyrir börn og unglinga á miðvikudögum og fimmtudögum. Starfsemi Hjálpræðishersins á íslandi hefur verið mjög fjölþætt frá upphafi og var víð- tækari á árum áður en hún er nú. Hjúkrunar- og líknarstörf voru stór hluti af starfseminni og oft sýndu hermenn mikla hetjulund á því sviði. Eru mýmörg dæmi þess að hermenn hafi 26 VIKAN 29. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.