Vikan

Tölublað

Vikan - 17.07.1986, Blaðsíða 44

Vikan - 17.07.1986, Blaðsíða 44
VIK A N TEXTI: JÚHANN RICHA RD MYNDIR: JÚN FROSTI Hljómsveitin Vunderfoolz rís upp úr rústunum af Dá, en Dá var búin með sinn tíma hér á jörð. Vunderfoolz hefur æft stíft undanfarna 6 til 7 mánuði og haldið nokkra góða tónleika, meðal annars með Einsturzende Neubauten í Roxzy um miðjan maí. Tónlistin er kröftugt vunder- rokk með danstakti. Meðlimir hljómsveitarinnar eru tæknifrík og eru fylgjandi gervihnattavæð- ingu og MIDI (Musical Instrument Date Int- erface) terrorisma. Mike er aðalhugbúnaður bandsins og sér um sexual-pólitíska textagerð Vunderfoolz. Hanna Steina, kærastan hans, hjálpar honum með sönginn en hún hefur áður unnið að flestum hliðum tónlistarinnar, meðal annars unnið við kvikmyndir og í sjónvarpi. Aðrir innlimir Vunderfoolz eru þeir Eyjó Jó- hannsson gítargaldramaður og Maggi Jónsson sem dansar á synthesizer. Úlfar Úlfarsson (Úlf- ur) var valinn á trommurnar vegna útlits en reyndist þegar til kom frábær trommari. Hlynur Höskuldsson er svo áreiðanlega sérstæðasti bassaleikari á landinu. Hlynur hefur ætíð verið músíkfrík og byrjaði snemma að læra á píanó. Fyrir 6 7 árum missti hann framan af hægri hendinni í slysi en með óbugandi viljastyrk tókst honum að æfa höndina upp aftur. Hann spilar nú vunderful tónlist með Vunderfoolz. En hver eru svo framtíðarplönin? Þau eru núna í stúdíói að taka upp efni fyrir safnplötu sem kemur á markaðinn beggja vegna Atlantshafsins í sumar. Svo er ætlunin að spila eins mikið og hægt er í sumar. Eru þau undir áhrifum? Meðlimir Vunderfoolz eru ekki áhrifagjarnir nema þá helst Mike sem er undir greinilegum áhrifum frá Roy Rogers og Peter Lorre (sem er lítið amerískt pervert). Innlimir Vunderfoolz eru sammála um að tónlistarlífið í Reykjavík fari batnandi fyrst þeir eru farnir að spila. - 44 VIKAN 29. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.