Vikan - 17.07.1986, Blaðsíða 12
Þá er best að fara að opna budduna
og borga afnotagjald Ríkisútvarpsins.
Hún er komin á skjáinn, þessi árlega
auglýsing sem minnir okkur á að afnot
af hinum nauðsynlegu íjölmiðlum, hljóð-
varpi og sjónvarpi, eru ekki alveg
ókeypis. Margir bölsótast yfir gíróseðl-
unum sem detta inn um lúguna tvisvar
á ári og finnst upphæðin allt of há. En
sjónvarpsauglýsingin sannfærir okkur
um annað; þriðjung af pylsu með öllu,
hálfan mjólkurlítra eða einn banana er
hægt að fá fyrir þær sautján krónur sem
afnotin kosta á dag. Ekki var það mikið!
Valdís ljósmyndari laumaðist inn í
stúdíóið og myndaði „vísitöluíjölskyld-
una“ er upptökur stóðu yfir nú fyrir
skömmu. Sú íjölskylda var reyndar
óvenju heppin, fékk marga pylsuþriðj-
unga, banana og mjólk til að skola niður.
Lék grunur á að þau gerðu mistök vilj-
andi svo það þyrfti að taka upp aftur og
aftur!!
Viðtækjaeign fjölskyldunnar sem aðeins
kostar 17 krónur að nota—fyrir þau öll...
Kvenrödd segir íþróttafréttir
Það vakti óneitanlega athygli að heyra kven-
rödd í íþróttafréttatíma útvarps. Það hafði
aldrei gerst áður. Allir íþróttafréttamenn út-
varps og sjónvarps hafa hingað til verið
karlkyns og fáar konur hafa fengist við íþrótta-
fréttamennsku á blöðum. Þetta er athyglisvert
þegar litið er til þess hvort tveggja að mikill
fjöldi kvenna stundar íþróttir og konum hefur
fjölgað mjög á öllum fjölmiðlum í seinni tíð.
Kvenröddin í útvarpinu er rödd Hjördísar
Árnadóttur sem nýverið hóf störf sem sumar-
maður í íþróttafréttum útvarps, rás 1 og 2. Hún
lauk prófi frá íþróttakennaraskólanum nú í vor
og er mikill áhugamaður um íþróttir.
I síðasta tölublaði tímarits Kvenréttindafé-
lags íslands, 19. júní, var endursögð klausa úr
norska blaðinu Kvinner í Media. Þar kom fram
að norskar íþróttafréttakonur kvarta undan því
að fólki þyki íþróttafréttamennska ekki við
hæfi kvenna og því borið við að strákar í íþrótt-
um samþykki þær ekki og vilji ekki láta konur
taka við sig viðtöl. Hjördís er spurð að því
hvort hún hafi orðið vör við einhver slík við-
horf.
- Nei, ég hef alls ekkert orðið vör við það.
Mér hefur bara verið vel tekjð í starfinu, en
reyndar er ég alveg nýbyrjuð. En ég á ekki von
á því að íþróttamenn vilji siður tala við mig
vegna þess að ég er kona. Ég hafði mikil sam-
skipti við stráka á íþróttaskólanum og yrði í
meira lagi hissa ef svo yrði.
Nú hefur verið kvartað yfir því að íþrótta-
konum sé ekki gert jafnhátt undir höfði og
körlum í umíjöllun fjölmiðla. Af hverju heldur
þú að það stafi?
- Já, það er sennilega meðal annars vegna
þess að konur hafa ekki sýnt sömu getu og
karlmenn og svo hitt að flestir íþróttafrétta-
menn hafa verið karlmenn og því haft meiri
áhuga á karlaiþróttum.
Hefur þú þá ekki áhuga á kvennaíþróttum
og kemur til með að rétta hlut þeirra?
- Jú, ég hef mikinn áhuga á öllum íþróttum
og fjalla um kvennaíþróttir eftir því sem tilefni
gefst til.
Hefur þú sjálf stundað íþróttir?
- Já, mjög mikið, aðallega frjálsar íþróttir
en einnig körfu- og fótbolta.
Stefndir þú að því að verða íþróttafréttamað-
ur?
- Nei, ég var bara að leita mér að vinnu eft-
ir skólann í vor og datt inn í þetta af tilviljun.
En þetta er reyndar bara sumarstarf.
Hvernig er starfið? Er mikill þeytingur til
og frá?
- Jú, maður fer á leiki og þangað sem eitt-
hvað er um að vera, en það er mest um helgar.
Annars er þetta mest skrifstofuvinna og fer
mest fram í gegnum síma.
12 VI KAN 29. TBL