Vikan

Tölublað

Vikan - 17.07.1986, Blaðsíða 28

Vikan - 17.07.1986, Blaðsíða 28
Herkastali Hjálpræðishersins árið 1928.Til hægri á myndinni sést í gamla Uppsalahúsið. Foringjar Hjálpræðishersins. af rithöfundum okkar orðið til þess að hæðast að hernum. Ekki kvað þó alltaf við jafnnötur- legan tón í garð hersins. Frostaveturinn mikla á Isafirði, þegar allir bátar lágu frosnir inni og fiskveiðar stöðvuðust, urðu bátaeigendur ásáttir um að gefa Samverjanum, sem var líkn- arfélag innan hersins, fimmtíu krónur af hverjum bát ef ísa leysti fyrir ákveðinn dag. Skömmu áður en fresturinn rann út hvarf ísinn og Samverjanum áskotnaðist umtalsvert fé sem notað var í þágu bágstaddra barna og gamal- menna. Þeir sem hafa áhuga á að ganga í Hjálpræðis- herinn þurfa að sækja samkomur, taka trú og biðja um inngöngu. Eftir þriggja mánaða reynslutíma er hægt að vígjast í herinn og verða félagar að vera bindindismenn á áfengi og tó- bak. Fyrir brot á reglum hersins geta hermenn átt á hættu að verða reknir og munu dæmi þess. Þeir sem vilja gerast foringjar þurfa að ganga í skóla í tvö ár og fá að því loknu titil- inn lautenant. íslendingar hafa aðallega farið á skólann í Osló en í Noregi hefur starf Hjálp- ræðishersins einmitt verið mjög blómlegt. Námið á foringjaskólanum er aðallega fólgið í kennslu í samkomu- og ræðuhöldum. Einnig er biblían lesin, svo og kirkjusaga, hersaga og tungumál. Þeir sem síðan vilja verða kafteinar þurfa að stunda fimm ára nám í bréfaskóla eft- ir foringjaskólann. Hafi þeir eftir tiu ár sýnt hæfileika í starfi geta þeir fengið titilinn maj- or. Áður fyrr var síðan hægt að hljóta titilinn brigader eftir þrjátíu til þrjátíu og fimm ára veru í hernum, en nú er það fallið úr. Herkona hlýtur ætíð sjálfkrafa sömu tign og eigin- maðurinn og getur hækkað og lækkað í tign eftir því hvar maðurinn er staddur í stiganum. Hermenn og undirforingjar starfa kauplaust en foringjar og yfirmenn eru á launum hjá hern- um. Þeir skipta gjarnan um svæði, dvelja í nokkur ár á hverjum stað. Hér er til dæmis mikið af Norðmönnum og svo aftur eitthvað af íslendingum í Noregi. ALÞJÓÐAHÖFÐINGINN KONA ræða söngva og hallelújahróp. Byssuskotin úr landi hafa áreiðanlega verið undirtektir her- manna með amenhrópum. Þessir atburðir áttu sér stað á Vestfjörðum. Eins og sjá má af þessu, tekur herinn upp tungutak hermanna í venju- legum hernaði til að lýsa starfsemi sinni. Þarna er talað um stórskotaliðsárásir, tangarsóknir, að ógleymdum skæruliðaárásum, sem Islend- ingar þekkja frá samkomum í kvikmyndahús- um víða um land. Syndarinn liggur undir stöðugum skotárásum. Hermennirnir sitja um hann eins og leyniskyttur með bænum sínum.“ Skjaldarmerki Hjálpræðishersins ber orðin „blóð og eldur“ sem tákna blóð Jesú Krists og eld heilags anda. GLATT HJARTA Eitt af því sem einkennir hermenn er glað- lyndi og bjartsýni enda eru þeirra helstu einkunnarorð „Glatt hjarta veitir góða heilsu- bót en dapurt geð skrælir beinin". Og í því sambandi er hér lítil saga. Um aldamótin síð- ustu var starfandi í Reykjavík mjög duglegur yfirmaður sem hét Hjalmar Hansen. Hann var ákaflega strangur við foringjana og sendi þá stundum út í allt að því opinn dauðann. Einu sinni sendi hann konu sína og lautenant henn- ar austur yfir Hellisheiði á hestum og skyldi förinni heitið til Eyrarbakka. Þær eru rétt komnar upp á heiðina þegar á skellur blind- bylur og þær villast. Komust þær samt um síðir illa hraktar að Kolviðarhóli og fengu þar gist- ingu. Á frú Hjalmars Hansen ekki að hafa komið dúr á auga alla nóttina fyrir skellihlátri sem stafaði af ofsakæti yfir því að hafa heimst úr helju, en hún hafði talið fullvíst að þær myndu farast. Þessi kona var á sínum tíma kölluð Lofotens-apostel sem kom til af starfi hennar meðal fiskimanna í Lofoten. Hún var ein þeirra sem unnu við líknarstörf og sýndu hetjulund með því að annast þá sem sýkst höfðu af taugaveiki. HERINN OG TÍSKUBYLGJUR Herkastali Hjálpræöishersins eins og hann líturútídag. Ekki sérlengurí gamla Uppsalahúsið. Aðalstöðvar Hjálpræðishersins eru í Lund- únum. Æðsti yfirmaður hersins er alþjóðahöfð- ingi og á þessu sumri verður áströlsk kona vígð til starfsins. Er það í annað skipti sem kona gegnir þessu starfi. Hin fyrri var engin önnur en dóttir stofnandans, Williams Booth. Hernum er skipt í umdæmi og deildir. Þann- ig eru ísland, Færeyjar og Noregur eitt umdæmi. Undir Islandsdeildina heyra síðan flokkar í Reykjavík, á ísafirði og Akureyri, svo og tveir flokkar í Færeyjum, í Þórshöfn og Vogi. Áður fyrr voru á hverju sumri haldin ársþing í Reykjavík fyrir Island en eftir að sam- göngutækni varð betri fara margir til Noregs. Hermenn nota gjarnan líkingamál sem utan- aðkomandi gæti þótt torráðið. I íslenska Herópinu 1898 getur að líta eftirfarandi máls- grein: „Seinna um kvöldið lét kafteinninn þeyta flugeldum og skjóta fallbyssuskotum og var þeim kveðjum svarað með byssuskotum úr landi." Þegar Hjálpræðisherinn varð áttatíu ára á íslandi árið 1975 var lagt svo út af áður- greindri málsgrein í Herópinu: „Menn skulu ekki halda, að hér hafi verið um velvopnaða menn að ræða á veraldlega vísu. Þegar sagt er, að þeytt hafi verið flugeldum og skotið fall- byssuskotum, er líklegast, að um hafi verið að Hjálpræðisherinn hefur aldrei náð jafnmik- illi útbreiðslu hér og til dæmis í Noregi. Telja aðstandendur hersins hér sennilega ástæðu vera þá að íslendingum hafi gengið illa að sam- laga sig herforminu. Einnig hafi búningurinn haft fráhrindandi áhrif. Herbúningurinn veiti hins vegar öryggi við störf erlendis, þar sem herfólk starfar mikið í skuggahverfum, því eng- inn vilji gera herkonu neitt mein. Starf Hjálpræðishersins var hér meira og fjölmennara á árum áður og helsta blómaskeið hans hér var á árunum um og upp úr 1930. Síðan hefur aðsóknin smám saman farið þverr- andi. Um önnur trúarsamtök er mjög svipaða sögu að segja. Ástæðurnar má vafalaust rekja til örra þjóðfélagsbreytinga. I allri velmegun- inni virðist fólk hafa minni þörf fyrir Guð almáttugan. Þá hefur herinn ekki heldur end- urnýjað starfsgrundvöll sinn í takt við tímann, sem önnur trúarsamtök verða reyndar ekki ásökuð um heldur. En kannski er ekki öll nótt úti enn, sérstaklega þegar haft er í huga hversu ginnkeyptir íslendingar hafa ætíð verið fyrir „bylgjum", hvort svo sem þær koma frá hægri, vinstri eða vídeóinu. I kjölfar trúbylgjunnar gæti væntanlega sá tími farið í hönd að við fengjum að sjá Hjálpræðisherinn blómstra á ný. 28 VIKAN 29. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.