Vikan

Tölublað

Vikan - 17.07.1986, Blaðsíða 13

Vikan - 17.07.1986, Blaðsíða 13
.. .eða einn pylsuþriðjung! Ljósmyndasamkeppni VIKUNNAR að Ijúka Dómnefndin sem hefur tekið að sér það vandasama verk að velja þrjár bestu Reykjavíkurljósmyndirnar í samkeppninni. í dómnefnd- inni eru Davíð Oddsson borgarstjóri, Hildur Peters- en framkvæmdastjóri, Gunnar V. Andrésson, Páll Stefánsson og Valdís Óskarsdóttir sem öll eru Ijósmyndarar. Dómnefndin, sem starfar fyrir Vikuna í ljósmyndasam- keppninni, mun ljúka störfum í þessari viku. Skilafresturinn er að renna út. Nefndarmenn- irnir fímm eru allir valin- kunnir einstaklingar sem eiga erfitt verk fyrir höndum, að velja þrjár bestu Reykja- víkurmyndirnar úr þeim sem hafa borist. Sem kunnugt er efndi Vik- an til ljósmyndasamkeppni um myndir úr Reykajvík. Til- efni er 200 ára afmæli höfuð- borgarinnar. Fyrstu verðlaun er mjög fullkomin ný KOD- AK AF2 myndavél sem Hans Petersen hf. gefur vinnings- hafanum. Onnur og þriðju verðlaun eru peningaverð- laun frá Vikunni. Við stefnum að því að birta verðlaunamynd á forsíðu Vik- unnar 14. ágúst næstkom- andi en þá gefum við út sérstaka Reykjavíkur-VIKU. Ljósmyndasamkeppnin hefur mælst vel fyrir enda áhuga- ljósmyndararnir margir. LYKILLINN AÐ VELLÍÐAN? Nú telja æ fleiri vísindamenn ekki útilokað að mann- skepnan geti að vissu marki stjórnað líðan sinni sjálf. Beiting hugans og hugarástand ræður þar úrslitum; getur orsakað, aukið eða dregið úr sjúkdómum og ákveðið, ekki aðeins hversu heilbrigð við verðum heldur jafnvel hversu lengi við munum lifa. Þeir sem aðhyllast þessa skoðun álíta að um þriðjungur ýmissa slappleikaeinkenna eigi sér að stórum hluta til sál- rænar orsakir. Til dæmis er talið að um 95% höfuðverkjatil- fella stafi af streitu og að meltingartruflanir stafi langoftast af áhyggjum. Streita lamar getu okkar til að verjast sjúk- dómum. Um leið og við teljum okkur eiga við vandamál að stríða fer líkaminn að sýna ákveðna svörun í þá átt og einkenni koma í ljós eins og um raunveruleg veikindi sé að ræða. Samband hugans og líkamans er svo náið að hugarástand og hugarorka getur ráðið hve lengi beinbrot eru að gróa, hvort kvef, höfuðverkur eða meltingartruflanir nær tökum á okkur og þá hve lengi það varir. Hræðsla, áhyggjur, leiðindi og þunglyndi gerir okkur mjög móttækileg fyrir kvefi og meltingartruflunum. Hræðsla við að tjá tilfinningar, sýna væntumþykju og umhyggju getur orsakað streitu, sem svo oft veldur höfuð- verk. Vilji til að ræða og skilgreina vandamál, viðleitni til bjartsýni og trú á innri kraft leiðir til þess hæfileika sem þarf til að bægja þessum kvillum frá. Jákvætt hugarástand er því allra meina bót. Hláturinn getur líka gert undraverk, hann er ekki bara einhver skemmtilegheit heldur getur hann verið eitt besta lækningalyfið. Það er talið að hann lækki blóðþrýstinginn og bæti þar með öndunina og verður óbeint til að auka framleiðslu þeirra hormóna sem verjast sjúkdómum. Þindin slakar á, lungun fá góða þjálfun og æðakerfið gott rennsli. Þegar við hlæjum dátt gleymum við áhyggjum og sárs- auka, skapið batnar, bjartsýni glæðist og kraftur eykst. I sjálfu sér er hér ekki að öllu leyti um neinn nýjan sann- leik að ræða því lengi hefur fólk leitað til trúarinnar í erfiðleikum eða haft trú á eigin styrk. En að öðru leyti er þetta mjög svo umhugsunarvert. Hugarorka mannsins er mikil og það að beita henni á jákvæðan hátt er ef til vill lykillinn að vellíðan okkar. Að sjálfsögðu þurfa meiriháttar sjúkdómar enn sem áður meðhöndlun lækna en trúin á eigin mátt til hjálpar sakar þar ekki. Smávægilegri kvilla og veikindi ætti að vera hægt að hrekja burt eða fyrir- byggja ef haft er í huga að líkaminn sé sterkari en sjúk- dómurinn sem sest þar að. 29. TBL VI KAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.