Vikan - 17.07.1986, Blaðsíða 58
NORRÆN
LEIKLISTARHÁTÍÐ
LÍF OG LEIKUR
TEXTI: GUÐRÚN ALFfíEÐSDÚTTIfí
MYNDIfí: VALDlS ÚSKAFISDÓTTIfí
Það er líflegt og litríkt sumar í Reykja-
vík þetta árið. Listahátíð, 17. júní og
afmælishátíð borgarinnar sem nær
hámarki á sjálfan afmælisdaginn, 18.
ágúst. En þar með er ekki allt upptal-
ið því síðustu viku júnímánaðar var hér sem
kunnugt er norræn leiklistarhátíð áhuga-
manna, sú stærsta sem haldin hefur verið.
Auk Norðmanna, Dana, Svía, Finna og ís-
lendinga voru nú með í fyrsta sinn Færeying-
ar, Grænlendingar, Samar og Alandseying-
ar. Alls voru um 240 þátttakendur erlendis
frá, fyrir utan rúmlega 50 íslendinga.
Flestar þessar þjóðir eru aðilar að NAR
(norræna áhugaleikhúsráðinu) sem svo aftur
tengist IATA (alþjóðasambandi áhugaleik-
félaga). NAR var stofnað árið 1967 en árið
1970 varð Bandalag íslenskra leikfélaga að-
ili að því. Hlutverk NAR er meðal annars
að auka samstarf aðildarfélaga, styrkja leik-
ferðir og leiklistarhátíðir, halda ráðstefnur
og víðtæk leiklistarnámskeið. Formaður BÍL
og jafnframt fulltrúi í NAR er Einar Njáls-
son en framkvæmdastjóri bandalagsins og
fulltrúi NAR í stjórn IATA er Sigrún Val-
bergsdóttir. BÍL, sem samanstendur af um
87 áhugaleikfélögum, hefur tekið mjög virk-
an þátt í þessu norræna samstarfi, námskeið
hafa verið vel sótt og fjölmörg leikfélög hafa
sótt frændfélögin heim. Svokallaðir leik-
hringir eru starfandi og er hver þeirra
samsettur af einu félagi frá hverju landi, þar
á milli er náið samband og skipst á heim-
sóknum. Tvær leiklistarhátíðir hafa áður
verið haldnar á vegum NAR, sú fyrri í Ábu
í Finnlandi 1980, þar sýndi Leikfélag Sauðár-
króks Týndu teskeiðina eftir Kjartan
Ragnarsson, og í Osló 1983, þar sem Leik-
félag Hornafjarðar sýndi Skáld-Rósu eftir
Birgi Sigurðsson.
Undirbúningur að leiklistarhátíðinni í
Reykjavík hófst 1983, eftir ráðstefnu NAR á
Húsavík. Þá var ákveðið að þemað skyldi
vera „norrænn menningararfur í leikhúsi
nútímans“ og má segja að flestöll leikverkin
á hátíðinni séu samin í þeim anda.
Finnskumælandi Finnar sýndu Járnöld-
ina, sem er byggð á Kalevalakvæðinu, undir
berum himni í Öskjuhlíðinni. Svíar leituðu
fanga í sjálfa Snorra Eddu og segir leikurinn
meðal annars frá deilu guðanna við Loka
eftir dauða Baldurs. Danir voru með götu-
leikhús og sýndu á glaðværan hátt átök í
norrænum konungsgarði. Norðmenn túlk-
uðu baráttuna á milli kristinna manna og
ásatrúarfólks til forna og sænskumælandi
Finnar sýndu Gæfusteininn sem byggður er
á þjóðsögum þeirra og segir frá hjátrú og
göldrum. Færeyingar fjölluðu um samspil
náttúrunnar og náttúruaflanna, þar sem
hinar ósættanlegu andstæður land og haf
verða að umbera sérkenni og duttlunga
hvort annars. Grænlendingar sýndu þrjá
einþáttunga sem fjalla um siðferðilegar and-
stæður og átök við kristnitöku þeirra, meðal
annars hvað varðar blóðbönd, ofbeldi og
andatrú. Samar túlkuðu sögu sína á sérstæð-
an hátt, með grímum, dönsum og tónlist, og
Álandseyingar voru með leikrit er segir frá
eyjadvöl frönsku hefðarfrúarinnar og rit-
höfundarins Germaine de Stael á síðustu öld
og hvernig líferni hennar og fylgdarliðs
hennar ógnar gömlum hefðum eyjaskeggja.
Þrír íslenskir leikhópar sýndu á hátíðinni.
Leikfélag Kópavogs frumfíutti nýtt íslenskt
leikrit, Svört sólskin, eftir Jón Hjartarson,
þar sem greinir frá ungum manni sem geng-
ur á vit örlaga sinna í leit að ævintýrum, fé
og frama. Leikfélag Hafnarfjarðar sýndi
Galdra-Loft og fyrsta áhugamannafélag
Reykjavíkur, Hugleikur, sýndi nýtt íslenskt
verk, Sálir Jónanna, eftir Ingibjörgu Hjart-
ardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og Unni
Guttormsdóttur. Þarna er um að ræða nýja
leikgerð á Sálinni hans Jóns míns og vitnað
í þjóðsögurnar.
I tengslum við leiklistarhátíðina var leik-
smiðja fyrir þátttakendur í Kramhúsinu, þar
sem Maureen Thomas og Royston Maldom
leiðbeindu, og einnig hélt NAR aðalfund
sinn hér.
Þessi viðamikla leiklistarhátíð þótti tak-
ast mjög vel. „Hún tókst miklu betur en við
þorðum nokkurn tíma að vona,“ segir Sigrún
Valbergsdóttir, framkvæmdastjóri BÍL.
„Þetta er stærsta leiklistarhátíð sem haldin
hefur verið hér og auðvitað gífurleg törn -
mikið að gerast á stuttum tíma - en allt
gekk upp. Fyrirgreiðsla hér í leikhúsunum
og reyndar alls staðar var til hreinnar fyrir-
myndar. Þessi hátíð er mjög mikil lyftistöng
fyrir Bandalagið og áhugaleikfélögin hér,
58 VIKAN 29. TBL