Vikan - 17.07.1986, Blaðsíða 14
HÚN OG HANN
— hvernig er sambandi þeirra háttað?
SPURNING TIL HENNAR
1. Hvemig heimili myndir þú helst viljaeiga? a) Stórt hús með þjónustufólki. b) Lítið hús úti í sveit, langt frá öðrum mannabyggðum. c) Nýtísku heimili með öllum nútimatækjum og tólum.
SPURNING TIL HANS
2. Finnst þér þú sjálfur vera: a) Hress og opinskár. b) Feiminn og óframfærinn. c) Mitt á milli a og b.
SPURNING TIL HENNAR
3. Það er sagt að karlmenn, óháð því hversu gamlir þeir eru, séu og verði alltaf prakkarar í sér. Hvað finnst þér um þessa fullyrðingu? a) Þetta er rétt. b) I sumum tilfellum er þetta rétt. c) Þetta er alrangt.
SPURNING TIL HANS
4. Finnst þér þú vera: a) Framsækinn og metnaðargjarn. b) Hæfilega metnaðargjarn. c) Óframfærinn.
SPURNING TIL HENNAR
5. Þegar þú átt að taka ákvörðun, ertu þá: a) Fljót að taka ákvörðun. b) Hugsar þig vel og vandlega um áður. c) Leitar til annarra um ráð.
SPURNING TIL HANS
6. Eiginkona þín eða sambýliskona segir þér að hún hafi einu sinni verið þér ótrú. Hvað gerir þú? a) Fyrirgefur henni og gleymir öllu saman. b) Fyrirgefur henni en gleymir ekki. c) Ferðfráhenni.
SPURNING TIL HENNAR
7. Hvernig er sambandi ykkar
háttað?
a) Stjórnar þú honum.
b) Stjórnar hann þér.
c) Algjört jafnræði er með ykkur.
SPURNING TIL HANS
8. Þú ert á ferðalagi og þér býðst tækifæri til að halda framhjá kon- unni þinni. Hvað gerir þú? a) Notar tækifærið án þess að hugsa ' þig um tvisvar. b) Notar tækifærið ef þú ert viss um að konan þín komist aldrei að því. c) Ert konunni þinni trúr.
SPURNING TIL HENNAR
9. Elskar þú hann af því hann er: a) Uppörvandi fyrir gáfur þínar. b) Y firvegaður og duglegur. c) Gáfaður.
SPURNING TIL HANS
10. Hvað eru peningar í þínum augum? a) Þeir eru allt. b) Þeir eru ekki allt en mikið. c) 1 raun og veru ekki neitt ef maður hefurísigogá.
SPURNING TIL HENNAR
ll.Hvaðfinnst þér um ky nlíf? a) Það er jafnnauðsynlegt og matur og drykkur. b) Það er eitthvað sem konur verða að taka virkan þátt í. c) Mitt á milli a og b.
SPURNING TIL HANS
12. Hvað finnst þér um konur? a) Þær eru veikara kynið. b) Þær eru á margan hátt sterkari en karlmaðurinn. c) Þær standa algjörlega jafnfætis körlum.
SPURNING TIL HENNAR
13. Þú kemst að því að maðurinn, sem þú ert hrifin af, er algjör kvennabósi. Hvernig bregst þú við? a) Verður alveg æf. b) Finnst hann bara ennþá meira spennandi fyrir vikið. c) Mitt á milli a og b.
SPURNING TIL HANS
14. Hversu sterk er ábyrgðartilfmn-
ing þín?
a) Þú reynir gjarnan að vera ábyrg-
ur fyrir þér og þínum.
b) Þú reynir að gera þitt besta.
c) Þú tekur á þig ábyrgð einungis
þegar þú verður að gera það.
SPURNING TIL HENNAR
15. Hvernig fólki sækist þú eftir að
vera í félagskap með?
a) Glæsilegu fólki sem býr í nýtísku
legu umhverfi.
b) Venjulegu fólki sem býr í einföldu
umhverfi.
c) Mitt á milli a og b.
SPURNING TIL HANS
16. Hin fullkomna kona er allt í
senn, móðir, ástkona og félagi.
Hvaða eiginieikum sækist þú mest
eftir?
a) Móðurinni.
b) Félaganum.
c) Ástkonunni.
SPURNING TIL HENNAR
17. Hvað líkar þér best af þessu?
a) Ys ogþys.
b) Rólegheit.
c) Mitt á milli a og b.
SPURNING TIL HANS
18. Hvernig vildir þú helst vera?
a) Hraustur og í góðu formi.
b) Gáfaður.
c) Framagjarn.
STIGAGJÖF
SVÖR KONUNNAR
1. a2 b6c4
3. a2b4 c6
5. a2 b4 c6
7. a2 b6 c4
9. a2 b6 c4
11. a2 b6c4
13. a6b2 c4
15. a2 b6 c4
17. a2 b6 c4
SVÖR KARLMANNSINS
2. a5 bl c3
4. a5b3cl
6. a5b3 cl
8. a5 b3 cl
10. a5b3cl
12. a5 bl c3
14. a5bl c3
16. al b3 c5
18. a5bl c3
LEGGIÐ SAMAN
Leggið saman stigin, leggið síðan
saman hans svör og hennar svör i
lokin. Reynið ekki að fá sem flest
eða fæst stig því þungamiðja prófs-
ins liggur annars staðar eins og
þið munuð komast að raun um.
30 til 40 stig
Því miður er ekki hægt að segja
að þið séuð fyrirmyndarpar. Hún
er að einu leyti skrefi framar en
hann: Hún er opinskárri, metnað-
arfyllri og meira ráðandi í sam-
skiptum ykkar. Samband ykkar
ætti samt alveg að geta gengið ef
þið gætið þess vandlega þegar
ykkur lendir saman - sem gerist
því miður æði oft - að særa ekki
hvort annað þannig að það risti
djúpt.
41 til 60 stig
Ekki verður heldur sagt um ykkar
samband að það sé til fyrirmynd-
ar, þó má segja að það sé á miklu
betri grundvelli. Hérerþað aftur
hún sem er meira ráðandi í sam-
skiptum ykkar, hún er metnaðar-
gjörn og miklu opinskárri en hann.
Ef þið leggið ykkur fram um að
sýna hvort öðru tillitssemi gæti
samband ykkar verið mjög gott og
ætti að vara að eilífu.
61 til 79 stig
Þið eruð næstum því fyrirmyndar-
par, eigið margt sameiginlegt þótt
sitthvað greini ykkur að þegar
grannt er skoðað. Þið leitist við
að styðja vel við bakið á hvort
öðru. Því nær sem þið eruð 70 stig-
um þess betra er sambandið. Þau
pör sem fengu 70 stig geta hrósað
happi því það eru hin fullkomnu
pör!
80 til 99 stig
Þetta samband ætti að geta gengið
vel án þess að það sé til fyrirmynd-
ar. í þessu tilfelli er það hann sem
er meira ráðandi í samskiptum
ykkar og hann verður að gæta
þess að vera ekki of stjórnsamur.
lOOtil 110
Hér er það aftur hann sem ræður
öllu í samskiptum ykkar. Hann er
meira að segja svo stjórnsamur að
erfitt er að átta sig á hvað það er
í raun og veru sem hann sér við
hana. Hann er mjög metnaðar-
gjarn, hefur allt aðrar skoðanir á
kynlífi en hún og langar mest af
öllu að geta kúgað hana.
14 VIKAN 29. TBL