Vikan

Útgáva

Vikan - 28.08.1986, Síða 4

Vikan - 28.08.1986, Síða 4
lit á Hér má sjá eitt af hinum vistlegu herbergjum hótelsins. 1 hjarta borgarinnar, á mótum Þórsgötu og Týsgötu, stendur Hótel Óðinsvé. Það er einungis tveggja ára gamalt, var opnað þann 18. maí 1984.1 húsinu var áður rekin smurbrauðsstofan Brauðbær, ásamt annarri starf- semi. Bjami Arnason, eigandi Brauðbæjar, ákvað að söðla um, flutti smurbrauðsstofuna að Þórsgötu 17 og setti á lagg- imar gistihús. Utliti og inn- réttingu hússins var gjörbreytt og Rúnar Gunnarsson arkitekt hannaði nýja skipan þess. Á Hótel Óðinsvéum em 20 nimgóð tveggja manna her- bergi, 6 einstaklingsherbergi og tvær svítur. Ymis þægindi fylgja öllum herbergjum, svo sem sími, ísskápur, útvarp og sjónvarp. Hótelið á móttöku- disk og nær ýmsum vinsælum sjónvarpsrásum, meðal annars Teleglobe, Film net og Music Box. Svítumar em á tveimur hæðum. Neðri hæð þeirra er með svipuðu sniði og önnur herbergi hússins en á efri hæð er smekkleg setustofa. I setu- stofunni er meðal annars sófi sem hentar vel sem legubekkur. Herbergin em mjög stílhrein og vinaleg. Húsgögn eru í ljós- um litum og gluggatjöld og ábreiður í rómantískum sveita- stíl. Á annarri hæð hótelsins er nimgóð setustofa. Þar geta gestir setið í hópum og spjallað og þar er sjónvarpstæki. Frá setustofunni liggur verönd sem vísar út í friðsælan húsagarð. Á næsta ári verður veröndin stækkuð töluvert, komið þar upp gróðurhúsi og trjám. Sér- staka athygli vekja myndir á veggjum og aðrir munir sem prýða staðinn. Hin skemmtilega uppbygging hótelsins kemur einna best í ljós í matsalnum. Uppistaða hans er veitingastaðurinn Brauðbær en með tilkomu hót- elsins var hann stækkaður. Var það gert með því að byggja garðstofu við hliðina. Vísar hún að Þórsgötu, vistgötunni nýju. Suðrænn blær leikur um gesti í garðstofunni, einn við- mælenda minna sagðist fyllast sömu tilfinningu og á ferð í 4 VIKAN 35. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.