Vikan - 28.08.1986, Blaðsíða 5
Úr annarri svitunni, þetta er efri hæöin.
Hinn glæsilegi salatbar sem boóið er upp á.
París. Þröng, vinaleg gatan,
snotur innrétting garðstofunn-
ar og frábær matur hefðu þessi
áhrif á sig.
Kokkamir á Hótel Óðinsvé-
um leggja ríka áherslu á fjöl-
breyttan matseðil. Boðið er
jöíhum höndum upp á kjöt- og
sjávarrétti ásamt miklu úrvali
af for- og eftirréttum. Sérstaka
athygli vekur gimilegur salat-
bar. Salatið er innifalið í öllum
aðalréttum en einnig má kaupa
það eitt sér. Þess má geta til
gamans að einn af sérréttum
staðarins er langreyð. Þetta er
valin sneið, pönnusteikt í rauð-
vínslagaðri sósu, bragðbættri
með Madeiravíni, borin fram
með reyktu fleski, perlulauk og
kartöflugratíni.
Matsalurinn hefur vínveit-
ingaleyfi og er opinn frá 11.30
til 23.00 alla daga. Þá er fram-
reiddur morgunverður frá 7.30
til 10.00. _
Hótel Óðinsvé er ungt hótel
og stöðugt er verið að auka
þjónustu þess. Fyrr á árinu var
sett mjög fullkomin lyfta í hús-
ið og nú á næstunni komast í
gagnið smábarir á hverju her-
bergi. Þar verður gestum meðal
annars boðið upp á ávaxta- og
gosdrykki og ýmiss konar góð-
gæti. Um næstu áramót verður
settur upp bar í kjallara húss-
ins.
Heiður Gunnarsdóttir er hót-
elstjóri á Hótel Óðinsvéum.
Hún sagði að í sumar hefðu
flestir gesta komið frá Norður-
löndum og nýting á herbergjum
verið um 90%. Aðspurð kvað
hún aðsóknina í vetur hafa far-
ið fram úr öllum vonum,
einkum gisti á hótelinu utan-
bæjarfólk í ýmsum erindum hér
sunnanlands. Heiður sagði
ásókn í hótelið mikla, ekki síst
vegna staðsetningar þess. Það-
Úr garðstofunni, sannkölluð suðræn
stemmning.
an væri stutt í miðbæinn en
hótelið væri fyllilega laust við
þann eril og skarkala sem hon-
um fylgir.
Næturgisting í eins manns
herbergi án sturtu kostar 1760
krónur og 2330 í herbergi með
sturtu. Verð á tveggja manna
herbergjum er þrískipt. Her-
bergi án baðs kostar 2370,
svokölluð „Twin“ herbergi
kosta 3110 yfir nóttina og
hjónaherbergi kostar 3600
krónur. Verð á svítu yfir nótt
er4100.
35. TBL VIKAN 5