Vikan

Eksemplar

Vikan - 28.08.1986, Side 8

Vikan - 28.08.1986, Side 8
Texti: Hörður Hilmarsson Myndir: Guðmundur Sigfússon Hin árlega þjóðhátíð í Eyjum var haldin með pompi og prakt um verslunarmanna- helgina. I ár dró hún til sín fleira fólk en nokkru sinni íyrr, um ellefu þúsund manns, þar af sex þúsund aðkomumenn. Stemmningin var með ólíkindum enda veðrið með eindæmum gott alla helgina. Og einvalalið skemmtikrafta, með Stuð- menn í broddi fylkingar, sá um að kynda mannskapinn. Annars var það sem fyrr fjölskrúðugt Ljósadýrð i Herjólfsdal mannlífið, gestrisni Eyjaskeggja og brekkusöngurinn í morgunsárið sem mest- an svip setti á hátíðina. Fyrir nýliða á þjóðhátið var þetta ógleymanleg upplifun og maður skilur nú fullyrðingu Eyja- mannsins sem sagði: „Hafirðu ekki verið á þjóðhátíð þá hefur þú ekki lifað.“ Annars segja þessar stórgóðu myndir Guðmundur Sigfussonar meira en mörg orð um þjóðhátíðina f Eyjum 1986. 8 VIKAN 35. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.