Vikan


Vikan - 28.08.1986, Page 23

Vikan - 28.08.1986, Page 23
Nýjar kvikmyndir i Háskólabíó er þessa dagana að taka til sýningar alveg glænýja bandaríska kvik- mynd, Top Gun, sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma ætlar að verða vinsælasta kvikmyndin vestanhafs þetta árið. Á aðeins þrjátíu dögum náði hún að hala inn fimmtíu milljónir dollara sem eru rúm- ar tvö hundruð milljónir íslenskra króna. Hvað gerir Top Gun svo vin- sæla sem raun ber vitni er erfítt að útskýra. Þótt myndin höfði kannski fyrst og fremst til yngri kynslóðar áhorfenda er ekki hægt að kalla hana táningamynd. Hún fjallar að vísu um ungan ofurhuga sem er herflugmaður að atvinnu, þótt starf hans sé að sýna list- flug á þar til gerðum þotum. Víst er tilkomumikil sjón að sjá orrustuþotur í hópflugi gera hina ótrúlegustu hluti eins og íslendingar hafa feng- ið að kynnast. Það þarf þó meira tiþog má þar nefna val leikara. í aðalhlutverkið, hlutverk flugkafteinsins Pete „Maverick“ Mitchell, hefur valist vinsæll ungur leikari, Tom Cruise, sem við sáum nýlega í Risky Business. Þykir hann standa sig vel í Top Gun og víst er það að ný stór- stjarna er fædd ef marka má umsagnir erlendra blaða. Mótleikari hans í Top Gun er hin athyglisverða leikkona Kelly McGillis sem fyrst vakti athygli í Reuben Reuben og sló svo eftirminnilega í gegn í Witness. Það má telja víst að Top Gun muni njóta vinsælda hér sem erlendis enda myndin hin skemmtilegasta Hetjan íTopGunerá jöröu niöri jafnmikið fyrir hraðann og í háloftunum. Aöalhlutverkin i Top Gun leika Tom Cruise og Kelly McGillis. 35. TBL VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.