Vikan


Vikan - 28.08.1986, Page 26

Vikan - 28.08.1986, Page 26
Karlar gráta ekki - konur prumpa ekki Texti: Freyr Þormóðsson Mikið hefur verið blásið í lúðra um reynslu- heim kvenna, án þess að stuna hafi heyrst frá körlum um sinn prívat reynsluheim. Vissulega er reynsluheimur beggja kynja sameiginlegur að miklu leyti. Til dæmis þegar þú ert heima í eldhúsinu á mánudagskvöldi um vetur. Úti er suddarigning, móða á rúðunum og ýsan sýður í pottinum. Þú ert með hausverk en verður samt að skræla kartöflurnar. I illa stilltu út- varpsviðtækinu hljóma veðurfréttirnar; Fagur- hólzzmýri, zzkúrir á zzíðuzztu klukkuzztund, zzkyggni þrjátíu metrar. Þá skiptir kynferðið ekki meginmáli. Hinu þýðir ekki að neita að konur hafa sér- stakan reynsluheim sem karlar eiga ekki aðgang að, vegna kynferðis síns og félagslegra aðstæðna. Þau atriði liggja reyndar muninum á karli og konu til grundvallar. Því hljóta karl- menn að sama skapi að eiga sinn reynsluheim byggðan á sérstakri karlareynslu. Umræða um þann heim hefur farið hljótt, kannski engin ástæða til annars. Þó komu fjölmörg atriði upp í hugann þegar efnið var til umræðu á góðu sumarkvöldi í bakhúsi í gamla vesturbænum. Ótal furðu- og forvitnileg fyrirbrigði reyndust karlkyninu á staðnum sameiginleg reynsla, en ekki undarleg perversjón sem hverjum í sínu lagi þótti vissara að leyna. Ég læt þau bara flakka hér á innsíðunum, eins og konan sagði, en sagði svo alls ekki neitt. Á almenningssalerni karla eru skálar sem ætlað er að pissa í. Klósett eru karlmönnum í raun óþörf í því tilfelli, þeir hafa slöngu. Ótrú- lega margir karlmenn eiga samt erfitt með að nota þessa mublu. Þeir þurfa nefnilega algjört næði ef eitthvað á að koma. Ef margir karl- Myndir: Ingólfur Eldjárn Karlar geta verið bældur minnihlutahópur.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.