Vikan - 28.08.1986, Side 28
Karlmenn eru karlmenni. þeir eiga að harka
af sér. þeir mega alls ekki gráta. Meira að segja
mæður þeirra innprenta slíka hugsun. þeir eiga
að vera stórir og sterkir á meðan systrum þeirra
leyfist að vera litlar og sætar. Drengir öfunda
oft svstur sínar af þessum forréttindum. Þeim
sem sýna af sér hörku og gráta ekki er hrósað.
þeir eru duglegir. Flestir fý'lgja þeirri línu upp
frá því. verða stórir. harðir og sterkir. uppeldi
er jú mótandi. Undanfarin ár hefur réttmæt
gagnrýni dunið á slíkum uppeldisaðferðum.
mest frá konum á leið til eigin frelsis. Þess
hefur alveg láðst að geta að karlmenn líða líka
fyrir slíkt uppeldi. þeir geta verið litlir og veik-
lundaðir, en þeim leyfist það ekki í karlasam-
félaginu. Þeir nevðast til að bvrgja inni
tilfinningar sínar, hætta að gráta og bæla veik-
lyndi sitt. Uppskeran verður hroki, innilokun,
feimni og vandræðagangur eða öfgakennd út-
rás, töffarastælar og tilhevrandi, allt til að fela
raunverulegar tilfinningar og líðan. Karlmenn
vildu geta grátið eins og konur en kunna það
ekki lengur, það koma engin tár.
Á tímum kvenfrelsisbaráttu staðla konur
karlkyn allt og hugmyndaheim þess allan.
Öfgastefna gætir þar eins og annars staðar,
karlar eru málaðir sem svartir skrattar með
tippi á vegg, uppfullir af hroka, sjálfumgleði
og kvenfyrirlitningu og allir með tölu stimplað-
ir karlrembur, þó enginn virðist skilja hugtak-
ið. Að sjálfsögðu stökkva karlmenn í vörn gegn
slíku óréttlæti. Karla er ekki hægt að setja á
einn bás, þeir eru alls ekki allir eins. Karlmenn
mótmæla þessari karlfyrirlitningu kvenmanna
(byltingin virðist alltaf éta bömin sín) og eru
mótmælin yfirleitt túlkuð sem sönnun á karl-
rembuhugsunarhætti. Öfgar eru kannski skilj-
anlegar á tímum mikilla breytinga, en slík
einstefna gagnvart körlum verður að kallast
heilaþvegin þröngsýni. Það er sama hvað karl-
menn reyna að þvo af sér óréttlátan fjölda-
stimpilinn, þeir eru púaðir niður, í
samkvæmum, hjá mömmu og í jólaboðum. Hvað
er þá til ráða?
Gakk í lið með þeim sem þú getur ekki sigr-
að. Er þá eitthvert kynjastríð í gangi? Karl-
menn vona ekki. Margir þeirra reyna þó
aðferðina, að hamast við að úthúða karlmönn-
um sem sýna karlrembuvott á almannafæri,
þeir fá jafnvel meiri áhuga á jafnréttismálum
en kvenfólkið í kringum þá. Ástæðan er ein-
föld. „Ég er að reyna að segja að ég er ekki
eins og ÞÆR segja að ég sé fflókin setning en
sönn). Ég er bara venjulegur maður með tilfinn-
ingar, enginn grýli.“ Með þessu öðlast margir
karlmenn stundarfrið, en tónninn er samt falsk-
ur. Þetta er líka neyðarúrræði karlmannsins.
Karlmenn hafa aldrei verið bældari en nú, ein-
mitt vegna jafnréttisbaráttunnar. Þeir voru
bældir fyrir og eru nú fordæmdir í heild sinni
opinberlega, án þess að geta eða mega svara.
Þeir skammast sín jafnvel fyrir hugsanir sínar
og hegðun, ef þær gætu á minnsta hátt tengst
karlrembunni.
Karlmenn hegða sér öðruvísi innan um kon-
ur en karla, þar slá þeir af. Klámbrandarar og
grófar athugasemdir fjúka manna á milli þegar
kvenfólk er hvergi nærri, karlmenn eru hrædd-
ir um álit sitt gagnvart konum. Þeir mættu
alls ekki láta ýmislegt heyrast innan um kven-
fólk, þeir væru álitnir skrítnir eða pervertar.
Ástæðan er auðvitað tilfinningabæling, karl-
Konur hafa
lítinn heila
segja karlar
með lítil tippi
menn eru bældir hver gagnvart öðrum. Umræða
um kynferðis-, ástar- og önnur tilfinningamál
er yfirleitt tabú meðal karla, nema í gríntóni,
allt vegna bælingarinnar sem miðar að því að
búa til kalda karla úr grátklökkum krökkum.
Því fá karlar oft tilfinningalega útrás í einrúmi
með vinkonum sínum og segja þá hluti sem
þeir myndu aldrei láta út úr sér við sinn besta
vin. Þarna eru konur frjálsar en karlar fangar.
KARL hefur á allra síðustu árum fengið á sig
neikvæðan stimpil í umræðum og er eins niður-
lægjandi og KERLING, sem konur hafa mátt
þola um aldir. KONA er aftur á móti virðu-
legra og stoltara en nokkru sinni, sem auðvitað
lýsir hugsunarhætti samtímans. Misréttið er á
báða vegu, karlar eru útilokaðir úr tilfinninga-
og félagsmálasumræðu líkt og konur eru úti-
lokaðar úr stjórnmála- og heimspekiumræðu.
Þetta pirrar karlmenn jafnmikið og hitt pirrar
konur.
Ýmis reynsla nútímafólks hefur verið túlkuð
sérkvenleg. Slíkt kemur sérlega skýrt fram í
bókmenntum þar sem konur eru óöruggar,
smáar og innilokaðar. Þar er konu stillt upp
sem andstæðu karlsins, hann er öruggur og
hrokafullur, finnst hann stór og sterkur og
heimurinn liggur að fótum hans, bara af því
að hann er með tippi, helst stórt. Þetta er al-
rangt. Óöryggi, smæðartilfinning og innilokun
er sammannleg reynsla sem er sérstaklega sterk
nú á tímum fjöldamenningar, þar sem einstakl-
ingurinn virðist einskis virði, týnist í fjöldanum
og fær engu breytt um gang heimsmála. Auðvit-
að finnst körlum þeir líka litlir gagnvart
umhverfinu og alheimsöflunum. Þar er á ferð-
inni firring nútímans sem franska skáldið
Albert Camus benti á í existentíalískum verk-
um sinum meðal margra annarra, en alls ekki
sérfyrirbrigði úr reynsluheimi kvenna.
Karlmenn undrast hins vegar útbreitt áhuga-
leysi kvenmanna á gangi heimsmála, heimspeki
og ýmsum fræðum, en vita jafnframt að þau
fræði og heimsmálum öllum er yfirleitt stjórnað
af körlum og áherslurnar því konum ekki að
skapi. Vissulega kalla margir karlmenn það
greindarleysi hjá konum, þær hugsi einfaldlega
ekki um ákveðna hluti, hugmyndaheimur
þeirra sé þröngur og svo framvegis. En þetta
eru aðeins nokkrir, öfga gætir líka hjá körlum,
auðvitað. Því má ekki stimpla alla karla með
alhæfingum, frekar en konur vilja að alhæft
sé um hegðun sína og hugsun. Við verðum að
viðurkenna eðlismun á hugsunarhætti karla
og kvenna, án þess að fordæma annan hvorn.
Slíkt hefur viljað bronna við í kvenfrelsis-
baráttu nútímans.
Karlmenn fara á túra, rétt eins og konur.
Þeim túrum fylgir reyndar ekki útferð, túrtapp-
ar og bindi, en fiðurlétt viðkvæmnin, andstyggð
á sjálfum sér, pirringur og þunglyndi gerir vart
við sig hjá körlum í kannski fimm daga á 28
daga fresti. Þetta er staðreynd, ótrúlegt eða
trúlegt sem það virðist. Kannski gamlar leifar,
líkt og geirvörturnar.
Að lokum er rétt að benda á að útglenntar
lappir karla eru ekkert.sérstakt tákn sjálfum-
gleði og graðkarlmennsku. Það vill einfaldlega
svo til af guðs völdum að kynfæri karlmanna
eru staðsett á milli fótanna, líkt og hjá kven-
mönnum, en útstæð í stað þess að vera innstæð.
P.S. Karlar vita vel að uppvaskið er ekki
mælikvarði á jafnrótti, það eru konurnar sem
hrósa.
28 VIK A N 35. TBL