Vikan - 28.08.1986, Blaðsíða 35
í Danmörku og drifum okkur út. Við lögðum
af stað með aleiguna í 5 manna Ópelbíl og
kvöddum vini og vandamenn hrópandi; þið eruð
brjáluð. Auðvitað var þetta áhætta, engin trygg
vinna, hvað þá húsnæði. Þetta þjappaði okkur
saman, við vorum samhent og höfðum ekki
nema gott af þessu. Það var engin deyfð eða
hversdagsdrungi yfir dvöl okkar ytra. Þetta
uppbrot á öryggi og áhyggjuleysi heimasetunn-
ar varð okkur öllum til góðs. Óvissan var líka
lærdómsrík.
Ferðin var mér til happs, hún var upphafið
að velgengni minni og áræði. Við dvöldum tvö
viðburðarík ár í Danmörku, bjuggum fyrst í
tjaldi, lengi í herbergiskytru og ég stóð með
ausuna í annarri hendinni og pensilinn í hinni.
Að auki nam ég snyrtisérfræði í Danmörku og
stundaði myndlistarnám öll kvöld. Ég var að
frá því eldsnemma á morgnana til miðnættis,
æfingar, skólaseta og málun á andlit og striga,
fyrir utan að halda okkar litla en hjartarúma
heimili. Þetta svona rétt gekk upp með þrjósku
og gnístran tanna og lærði ég að aga mig til
vinnu. Ég bý enn að því, nú þoli ég ekki að
vera aðgerðalaus í fimm mínútur. Við komum
heim 1971 og settumst þá að í Keflavík. Til að
halda sambandi við fjölskylduna fékk drengur-
inn að koma heim nokkrum sinnum á ári frá
Danmörku. Því var best að búa nærri flugvell-
inum. Annars skiptir staðurinn ekki máli
heldur það sem maður fæst við. Við byrjuðum
alveg upp á nýtt í Keflavík. Ég opnaði snyrti-
stofu í Keflavík og var fyrsta konan sem hélt
málverkasýningu á Suðurnesjum og braut með
því niður karlaveldið sem þar hafði ríkt. Ég
var reyndar einnig fyrsta núlifandi konan sem
hélt sjálfstæða málverkasýningu á Kjarvals-
stöðum 1975.
1973 lenti ég í slæmu bílslysi, skarst í andliti
og hlaut mikið höfuðhögg. Heilasérfræðingur
bannaði mér að vinna, sagði mér eiginlega að
leggjast í kör. Ég kom háskælandi heim og sá
mfna sæng útbreidda. Það var þá sem ég pant-
aði Kjarvalsstaði og byrjaði að mála frá morgni
til kvölds. Oft varð ég að stoppa til að kasta
upp eða vegna dúndrandi höfuðverks, en píndi
mig áfram. Ég vildi komast að því hvað ég
„Með ausuna í
amarri hendi og
pensilinn í hinni“
gæti, hvort ég væri virkilega búin að vera. Ég
vildi ekki láta pakka mig inn í bómull til ævi-
loka. Þess gerðist heldur ekki þörf, læknarnir
og slysið létu í minni pokann fyrir þrjósku
minni og vilja og ég hélt áfram að mála, ákveðn-
ari en nokkru sinni, hélt einkasýningar og tók
þátt í samsýningum. Verk mín seldust líka vel.
Svo komu Oidtmann bræðurnir til sögunnar.
Þeir hafa á sínum snærum marga þekktustu
gler- og mósaíklistamenn. Mörgum þekktum
glerlistarmönnum hafa þeir úthýst. Þeir voru á
ferðalagi hér 1975 og sáu verk eftir mig í sjúkra-
húsi Siglufjarðar. Ég vissi ekki hvaðan á mig
stóð veðrið þegar þeir höfðu samband við mig
og báðu mig að koma út til Þýskalands. Ég
hafnaði boðinu í fyrstu, í óvitaskap að sjálf-
sögðu. Við vorum svo nýkomin heim og mér
fannst ég ekki geta yfirgefið fjölskylduna svona
allt í einu. En þeir létu mig ekki í friði, héldu
áfram að hringja, sendu mér jólagjafir og þegar
þeir buðu mér og fjölskyldunni allri að koma
út til Linnich og skoða Oidtmann verkstæðin
þá stóðst ég ekki freistinguna. Við flugum út
og eftir að hafa skoðað mig um og spjallað við
eiginmanninn og strákana mína sagði ég JA.
Það hefði verið fávitaskapur að hafna slíku
„Skjóttu mig, Halla,
skjóttu mig“
tækifæri sem þúsundir listamanna um allan
heim bíða eftir og fá kannski aldrei. Ég hafði
áður hafnað boði um að halda málverkasýningu
í Bandaríkjunum með Sören Edsberg, þekktum
dönskum listmálara. Ég hef alltaf séð eftir því.
Síðan þá hef ég dvalið mikið ytra, með hléum
þó. Ég hef ferðast mikið með Oidtmann bræðr-
unum, skoðað sýningar og kynnst öðrum
listamönnum. Þetta hefur gjörbreytt mér sem
listamanni. Mér gekk samt erfiðlega að aðlag-
ast svona fyrst í stað. Þjóðverjarnir héldu að
ég væri skaplaus, ég talaði jafnt við háa sem
lága og það líkaði þeim ekki. Fyrir mér var
allt fólk jafnmerkilegt. Þeir áttuðu sig alls ekki
á mér eða því sem ég var að gera. Svo var það
einu sinni að ég átti stefnumót við Oidtmann
á skrifstofu hans, en hann var á tali við áhrifa-
menn og stórlaxa. Ég beið og beið og þegar
mínúturnar urðu að tveimur til þremur klukku-
stundum brast þolinmæðin. Ég, sem þoli ekki
slíkt aðgerðaleysi, ruddist inn, hreinlega braust
inn og hellti mér yfir hann öskureið, alveg fjúk-
andi ill. Þá reis Oidtmann úr sæti, rétti mér
hníf og sagði Halla, skjóttu mig, Halla. Honum
varð svo mikið um. Síðan faðmaði hann mig
og kyssti. Upp frá því höfum við verið góðir
vinir, hann hefur oft komið hingað að heim-
sækja mig og skoðað sýningar hér. Fritz
Oidtmann segir það lífsreynslu að hafa kynnst
mér, auðvitað í stríðni, ég set hann yfirleitt í
uppvaskið þegar hann dvelur á mínu heimili,
hann borgar vistina þannig.
Mörgum finnast heimilisstörf og barnaupp-
eldi ekki fara saman við listamannsiðjuna, ég
hef aldrei þekkt annað. Ég lýk yfirleitt við
heimilisstörfin áður en ég fer að mála. Það er
sennilega mikill munur á aðstöðu karla og
kvenna í þessum efnum. Eftir að ég fór út í
glerið hef ég unnið hugmyndirnar hér heima
eða í Danmörku, en síðan vinn ég verkin hjá
Oidtmann í Þýskalandi. Við hjónin ferðumst
mikið erlendis, þá hlaðast hugmyndirnar upp
hjá mér, áhrif frá fólki og stöðum sem ég vinn
þegar heim kemur. Ferðirnar til Oidtmann eru
nú orðið vinnuferðir. Ég hef aðallega verið í
akrýl- og olíumálverkum og mósaíkverkum fyr-
ir utan glerið. Einnig hef ég reynt tréskurð,
unnið með steinsteypu, vatnsliti og batik. Allt
hefur þetta komið að notum í glerinu. Ég hef
staðið í leit að sjálfri mér í ýmsum formum
myndlistarinnar og fundið mig í glerinu.
Ég vinn mikið með landslagið í verkum mín-
um, áhrif frá fólki, þjóðsögur, ævintýri og ljóð.
Margir lesa svo eitthvað allt annað úr verkum
mínum. í akrýl- og olíumálverkunum mínum,
sem virka eins og landslag, morar allt af fólki
og svipum, oft er stúlkuandlit áberandi og
ýmislegt á sveimi í kringum hana. Stúlkuandlit-
ið hefur mjög ákveðna merkingu fyrir mig í
samspili við umhverfi hennar. Þær geta táknað
himininn eða hafið, frelsisþrá, þær eiga sífellt
í baráttu við umhverfi sitt. Mörgum þóttu þessi
konuandlit mín fáránleg en seinni árin hafa
svipaðar hugmyndir verið áberandi í verkum
margra listamanna hér. Oft mála ég myndir
fyrir fólk eftir að hafa kynnst því lítillega. Ég
er afskaplega næm, mála oft dýpra en ætlast
er til. Eitt sinn málaði ég mynd handa hjónum,
án þess að hafa séð eiginmanninn. Ég frétti
síðar að ég hafði málað mynd af elskhuga kon-
unnar, sem ég hafði heldur ekki séð, í stað
eiginmannsins. Svona er lífið skemmtilegt og
stríðið.
í glerinu eru línur og litir umhverfis míns
ráðandi, áhrif frá fólki og stöðum. Einnig vil
ég láta umhverfi gluggans og það sem sést í
gegnum hann spila með í glugganum sjálfum.
Hann á ekki að eiga alla athyglina. Stundum
á þó betur við, fyrir utan að vera fallegra, að
láta myndefnið fylla alveg út í flötinn. Ég var
á sínum tíma mjög spennt að sjá hvernig gler-
still þróaðist hjá mér.
Mér finnst gott að keyra um. Þá þegi ég og
augun standa á stilkum, leitandi uppi sérkenni
og áhrif. Leiðin frá Reykjavík til Keflavíkur
er mér ný upplifun í hvert skipti sem ég ek
hana. Ég fer lítið upp um fjöll með trönur til
að mála fossa og fjöll. Ég bý til landslag úr
fantasíum mínum og fólki og mála það í þeirri
birtu sem verkin þurfa að lifa við, sem er mjög
ólík útibirtunni.
„Flokkuð með þýskum
nýbylgju-
listamönnum“
Ég veit ekki hversu mörg verk eftir mig eru
í eigu einkaaðila, þau eru geysimörg. Ég á verk
mjög víða á opinberum stöðum erlendis og hér
heima. Glerlistarverk mín eru líka útbreidd,
listasöfn og einkaaðilar í Bandaríkjunum, Sviss
og á Spáni eiga verk eftir mig og að sjálfsögðu
þýskir aðilar sem telja mig reyndar til þýsku
nýbylgjunnar í glerlist í nýútkominni bók, Far-
biges licht fúr die Architectur, Bildfenster
Deutsche kunstlere heute. Ég hef gaman af því
að Þjóðverjar vilja eiga mig og telja mig með
sínum mönnum, það er líka viðurkenning. Ég
er önnum kafin um þessar mundir, ég er að
vinna í verkefnum bæði hér heima og úti. Ég
er að vinna nokkur stórverk fyrir íslenska að-
ila og kirkjur, verk sem munu verða fyrir allra
augum á mjög áberandi stöðum. Þó er of
snemmt að segja nákvæmlega hvar og hvenær
það verður. Ég finn mig mjög vel um þessar
mundir."
Halla Haraldsdóttir hefur haldið yfir 30
einka- og samsýningar hér á íslandi og erlend-
is. Eitt verka hennar var valið úr þúsundum
hjá Kiefel listaforlaginu í tilefni af afmæli Lút-
ers. Verk hennar skreyta listaverkabækur
ásamt heimsþekktum listamönnum, í Þýska-
landi og Frakklandi, valin af þekktum list-
fræðingum. Halla á bæði forsíðu og baksíðu á
einni slikri frá Kiefel forlaginu. Hún er í sam-
bandi við hinn aldna meistara glerlistarinnar,
Georg Meistermann, og mun væntanlega starfa
með honum á næsta ári. Sumir íslenskir list-
gagnrýnendur kalla hana viðvaning, gjörsam-
lega á skjön við álit erlendra gagnrýnenda, einn
hefur gengið svo langt að kalla verk hennar
35. TBL VIKAN 35