Vikan


Vikan - 28.08.1986, Page 36

Vikan - 28.08.1986, Page 36
smekkskemmandi. Henni var úthýst af samsýn- ingu íslenskra glerlistarmanna 1985 með þeim orðum að hún væri óæskileg. Hvað veldur þess- um furðulegu sleggjudómum yfir listamanni sem á verk og viðurkenningar víðar um heim- inn en flestir íslenskir listamenn samtíðarinn- ar? HALLA: „Ég hef auðvitað velt þessu fyrir mér, en það pirrar mig ekki neitt. Ég hef yfrið nóg að gera og þar að auki fengið æðri viður- kenningar en íslenskir listgagnrýnendur eru færir um að rifa niður. Það er nú einkenni allra listamanna að vera umdeildir. Því fleiri skoðan- ir á verkum mínum því betra. Hitt er skrítið að vera úthýst af sýningum hér heima, ég vil gjarna fá að vera með á íslandi. Ekki vegna frægðarinnar, ég sækist ekki eftir henni. Ég vil hins vegar að starf mitt sé viðurkennt af íslenskum kollegum mínum, eins og erlendis. Já, stundum hefur gróflega verið gengið fram hjá mér í umfjöllun um íslenska glerlist. Ég vil kannski ekki segja að hér sé einhver mafía á ferðinni. En einhverjir eru hræddir um hags- muni þó það sé auðvitað út í hött. En þetta er ekki eðlilegt. Ég hef mikið verið erlendis, svo bý ég í Keflavík og hef einfaldlega ekki haft tíma til að mæta á sýningar og í boð í Reykja- vík. Það hefur örugglega sitt að segja, ég þekki ekki rétta fólkið í Reykjavík. Annars lít ég ekki á mig sem neinn útlaga, hér þekkja mig margir og ég á verk um allt land. Það verður spennandi að fylgjast með gagnrýni á mig á næstu árum. Annað hefur líka hvarflað að mér sem mér finnst líklegt til skýringar. Ég er bankastjóra- frú í Keflavík og set fjölskyldu mína í efsta sætið. Ég er móðir, kona, meyja eins og þar stendur, alls ekki listabóhem eða drykkfelldur sérviskusnillingur og tel mig ekki þurfa þess með. Ég fell sem sagt alls ekki inn í hinn ímyndaða ramma listamannstýpunnar og það hefur örugglega sitt að segja svo óréttlátt sem það er. Það eru líka fleiri úti í kuldanum en ég. Annars er þetta bara eilítið og skemmtilega undarlegt og mér alls ekkert stórmál. Það hafa alltaf komið þau tímabil í lífi mínu að mér finnst ég vera barin niður, annaðhvort af fólki eða tilviljanakenndum atburðum. Sh'kt hefur alltaf eflt mig til baráttu, mótlæti er þroskandi. Meira að segja maðurinn minn leit á list mína sem tómstundagaman þangað til nýlega. Samt hefur þetta verið fullt starf mitt með heimilishaldi. Það lýsir hugsunarhætti karlaveldis sem hann er hluti af. Þetta er ein- ungis spurning um viðhorf. En ég er nógu þrjósk til að láta ekki troða á mér. Myndlist er starf mitt, mikil og erfið vinna. Ég vinn oft lengi fram eftir nóttu og vakna svo um morguninn til að geta samræmt vinnu rnína og heimilisstörfin. Ég hef haldið álagið út af þörf, ég verð að skapa. En ég hef líka þörf fyr- ir að lifa og hrærast innan um annað fólk. Ég vona líka að ég sé með síðustu geirfuglunum sem vinna þurfa við þessar aðstæður í hnign- andi karlaveldi. Komandi ár verða spennandi. Ég hef mikið verið í stórum gluggum og kirkjuverkum upp á síðkastið og þar á ég ekki við eintómar Ésú- og helgimyndir, þær eru engin regla í kirkjum. Það færist einnig í vöxt að ég sé beðin um að fara í heimahús og opinberar stofnanir til að gera tillögur að vegg- og gluggaverkum. Heim- ur glerlistarinnar er stórkostlega fjölbreytt.ur, í honum verða ævintýrin áþreifanleg og ímynd- unin að veruleika.“ 36 VI K A N 35. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.