Vikan - 28.08.1986, Qupperneq 38
Skiptar skoðanir
Á að raða bömum í bekki eftir námsgetu?
Er grunnskólalög gengu í gildi var í allflestum
skólum horfið frá því fyrirkomulagi að raða
börnum í bekki eftir getu. Þótti það brjóta í
bága við markmið laganna. Þessi lausn hefur
þó alla tíð verið umdeild og hér sannast að
margar hliðar eru á máli hverju.
Að þessu sinni munu sex einstaklingar, sem
allir hafa starfað að fræðslu- og skólamálum
um langt árabil, greina frá skoðun sinni í þess-
um efnum.
Etoo.ówsdótt* stjömuflokkur eða úrkast
Hver raan ekki eftir eða hefur
heyrt af skeiðklukkuaðferðinni
sem heitt var í sumum skólum hér
fyrr á árum til að meta námshæfi-
leika 7 ára barna sem voru að byrja
í skóla?
Það hversu hratt þau gátu lesið
texta um: sól í heiði og hann Óla
litla á Hóli að leika sér við heim-
alning milli þúfnakolla eða eitt-
Bekkjaröðun þessi helst síðan
oftast án tillits til þess hvaða náms-
grein er verið að kenna, svo
fáránlegt sem það er, og það sem
verra er, röðunin reynist oft svo
lífseig að nær ómögulegt er fyrir
nemendur að fá henni hnikað þrátt
fyrir góða ástundun.
í sveitum og þar sem fámenni
kom í veg fyrir bekkjarmyndun eft-
nú á tímum finnst stórhættuleg,
einkum fyrir gáfuðu hörnin, hefur
á seinni árum verið að ryðja sér til
rúms víða um heim sem sérstök
ráðstöfun í framsæknum skólum.
Þar er nemendum á misjöfnum
aldri vísvitandi blandað saman, en
auðvitað eru jafnframt gerðar við-
eigandi ráðstafanir í kennsluhátt-
um.
Þessar ráðstafanir, svokallaðir
sveigjanlegir kennsluhættir, eru í
framkvæmd þær að reynt er eftir
mætti að laga kennsluna að nem-
andanum en ekki öfugt. Dregið er
úr kennslu þar sem sama lexían er
þulin fyrir alla jafnt. í staðinn er
reynt að skapa þeim sem eru á svip-
uðu róli í hverri námsgrein aðstæð-
ur til að vinna saman í hópum eða
að hver fer með sínum hraða, sem
auðvitað er það æskilegasta.
Umhverfi og aðstæður eru löguð
að starfinu þannig að verkefni eru
aðgengileg og auðvelt fyrir nem-
endur að vinna í litlum hópum eða
hver fyrir sig. Kennarinn hefur eft-
ir sem áður á hendi verkstjórn en
er minni tíma en áður í hlutverki
fræðaþularins.
Ástæður þessara breytinga eru
margar en fyrst og fremst þær að
uppeldisfrömuðir, stjórnmálamenn
og kennarar víða um heim hafa nú
á síðustu 20 árum gagnrýnt mjög
Umsjon:
Sigrún Ása Markúsdóttir
hæfileikaröðun í bekki og beitt sér
fyrir blönduðum bekkjum.
Helstu rökin fyrir hæfileikaröð-
un voru alltaf þau að með slíkri
röðun væri hægt að skipa í náms-
hópa í samræmi við greind og ná
þannig betri námsárangri.
Þegar betur var að gáð komu
margir gallar á þessum kenningum
í ljós. Það athyglisverðasta er að
þrátt fyrir viðamiklar rannsóknir
gekk erfiðlega að sýna fram á að
árangur nemenda, sem var raðað á
þennan máta í bekki, væri betri en
hinna. Þvert á móti virðist margt
benda til að greindir nemendur nái
álíka góðum árangri í báðum kerf-
um, meðalgreindir nemendur
standi sig einnig álíka vel en þeir
sem minna mega sín í námi standi
sig betur í blönduðum bekkjum.
Það kemur nefnilega víða i ljós
að þegar raðað er á þennan hátt í
bekki lenda þeir sem lakast eru
settir í lökustu bekkjunum og eftir
því sem lengra líður á námið dreg-
ur stöðugt í sundur. Röðunin
virðist því magna muninn sem fyrir
er, andstætt því sem haldið var
fram.
Félagsleg og tilfinningaleg áhrif
þessa er ekki síður mikilvægt að
hafa í huga þegar verið er að vega
og meta kennslufyrirkomulag sem
á samkvæmt grunnskólalögum
„ .. .að mótast af kristilegu siðgæði
og lýðræðislegu samstarfi" og
„ .. .temja nemendum víðsýni og
efla skilning þeirra á mannlegum
kjörum og umhverfi...“
Fyrir mér og mörgum fleiri, sem
kennt hafa á ýmsum aldursstigum
í áraraðir, er það fullkomlega ljóst
að ekki er sæmandi að viðhalda
kerfi sem að öllum líkindum magn-
ar mismun, eykur ójöfnuð og getur
haft óbætanlegar félagslegar af-
leiðingar fyrir einstaklinginn og
þjóðfélagið.
Elin G. Ólafsdóttir kennari.
hvað álíka illskiljanlegt gat ráðið
úrslitum um hvort þau lentu í besta
bekk, „stjörnuflokki“, eða „úrkast-
-inu“, tossabekk.
Þetta er á fagmáli kallað röðun
eða hæfileikaröðun og felur í sér
að fyrirfram er ákveðið að bekkir
séu misjafnir til náms eftir tilteknu
mati, til dæmis á lestrargetu nem-
enda eða greindarprófi í upphafi
námsárs.
ir aldri var þessi háttur auðvitað
ekki hafður á. Þar var nemendum
með misjafna námsgetu og á mis-
munandi aldri skipað saman í
námshópa og gekk vel.
Þannig er þetta reyndar víða enn
bæði hér á landi og erlendis. Og
það sem meira er, þessi aðferð, sem
mörgum til sveita fannst hallæris-
lausn fyrr á árum og ýmsum öðrum
38 VIKAN 35. TBL