Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 28.08.1986, Qupperneq 39

Vikan - 28.08.1986, Qupperneq 39
Bragi Jósepsson dósent. B^Jósepsson keinisla Blandaðir bekkir eru eitt af töfra- hugtökum skólamanna á síðari árum. í þessu hugtaki felst ákveðin hugmyndafræði sem byggir á því heimsfræga slagorði „frelsi, jafn- rétti og bræðralag". Þegar við sem búin erum að starfa að skólamálum i 30 ár og þaðan af lengur vorum í barna- skóla voru til sérstakir bekkir sem nefndust manna á meðal tossa- bekkir. I þessa bekki röðuðust nemendur sem áttu erfitt með nám. Það sem helst stóð í vegi fyrir ár- angri í „tossabekkjum" voru landlægir fordómar almennings og þar á meðal kennara. Þessir for- dómar endurspegluðu það viðhorf að manngildi væri einungis hægt að meta eftir gáfnafari. Samkvæmt því voru „tossarnir“ á botninum og í sjálfsvitund sinni héldu þeir þessari félagslegu stöðu fram á full- orðinsár og jafnvel lengur. Þótt kennarastéttin eigi hér hlut að máli væri ómaklegt að kalla hana eina til ábyrgðar. Þetta var aldar- andinn og merkustu kennarar og mannvinir gátu þar litlu um þokað. Ég held að viðhorf almennings til námshæfileika, svo ekki sé talað um hið mjög svo flókna fyrirbæri sem nefnist gáfur, hafi breyst veru- lega. Tossahugtakið er nær óþekkt í nútíma skólastarfi og almenning- ur kann betur en áður að meta hina ýmsu hæfileika manna og einstakl- ingsmun. Þessi hugarfarsbreyting leiðir án efa til markvissara skóla- starfs. En hugtakið „blandaðir bekkir“ er ekki aðeins hugmyndafræði. í því felst einnig ákveðin kennslu- fræðileg stýring. í röðuðum bekk (þar sem nemendum er raðað eftir námsgetu) getur kennarinn skipu- lagt markvissa hópkennslu, jafnvel þótt bekkurinn sé tvöfalt ijölmenn- ari en almennt gerist. í blönduðum bekk byggist kennslustarfið fyrst og fremst á einstaklingsbundinni kennslu. Þetta merkir að kennar- inn skipuleggur kennsluna sér- staklega fyrir hvern og einn nemanda. Ein helsta kennslufræði- lega forsendan fyrir blönduðum bekk er því að bekkurinn sé fá- mennur, til dæmis 14-20 nemendur. Ef þessi forsenda er ekki fyrirhendi er hætt við að kennarinn lendi í ógöngum og kennslan verði ómarkviss. Okkar álit Ég er eindregið þeirrar skoðunar að ekki skuli raða nemendum í bekki eftir námsgetu. En skilyrði þess að kennsla í blönduðum bekk takist vel er að nemendahópur sé ekki of stór. Hámarksfjöldi í blönd- uðum bekk ætti að vera 18-20 nem- endur og það þyrfti að takmarka fjöldann, annaðhvort í grunnskóla- lögum eða með reglugerð. Einnig þarf að auka til muna framboð á námsefni þannig að hægt sé að koma til móts við þarfir hvers ein- staklings. Því miður er ástandið þannig núna að alltof mikið er um mjög íjölmenna bekki, allt upp í 30 nem- endur í bekk. Það verður til þess að kennurum reynist ókleift að uppfylla ákvæði grunnskólalag- anna um að grunnskólinn skuli stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Bogi Arnar Finnbogason, formaður Samfoks: Bessí Jóhanns- dóttir kennari: Ég tel að svarið hljóti ætíð að vera háð aðstæðum í hverjum skóla. Líklega er æskilegast að í hverjum bekk séu börnin með misjafna námsgetu þar eð slíkt gefur óneit- anlega betri mynd af þjóðfélaginu í heild. Hinir lakar settu hafa þá fyrirmyndir í sjónmáli og hinir bet- ur settu finna þá ef til vill þörf hjá sér til að aðstoða þá sem standa höllum fæti. Forsenda þessa er að sjálfsögðu sú að nemendur séu ekki fleiri í bekk en svo að kennari geti sinnt til fullnustu misjöfnum þörf- um nemenda. Hæfilegur fjöldi gæti verið á bilinu frá 18-22. Við núver- andi ofstöflun í bekki víða í skólakerfinu er líklega illskárra að stafla saman nemendum með svip- aða námsgetu, þótt það bjóði vissulega þeirri hættu heim að námið í „lökustu" bekkjunum verði á ákaflega lágu plani, ekki vegna þess að nemendur með minni námsgetu séu lakara fólk heldur vegna þess að skólinn hefur ekki tök á að veita þeim þá auknu þjón- ustu sem þeir þarfnast. Ég tel að skipta eigi börnum í bekki eftir námsgetu. Miða á við aðaleinkunn og færa á börnin milli bekkja eftir þvi sem þau sýna námsárangur. Slík skipan hefur í för með sér mikla hagræðingu í skólunum og auðveldar skólastarf- ið. Blöndun í bekki, eins og nú á sér stað, hefur sýnt að um of er haldið aftur af duglegum nemend- um til þess að þeir sem sýna lakari námsárangur fái ekki vanmeta- kennd. Ég tel þetta ranga stefnu. Lakari börnin fá ekki síður van- metakennd þegar þau eru minnt á að þau séu allt of sein og skilji ekki neitt. Þeim þykir einnig hroðalega erfitt að þurfa að sækja stuðningskennslu, einkum þeim sem eldri eru. Yngri börnin finna ekki svo mikið fyrir því. Skipting í bekki eftir námsgetu örvar nem- andann til að standa sig betur. Grétar Marinósson sálfræð- ingur: Blöndun nemenda með ólíka náms- hæfni (og persónuleika) ætti að vera meginreglan í almennum skólum. Hverfisskólar/héraðskólar ættu að vera búnir til að taka við öllum skólaskyldum börnum á sínu svæði ef foreldrar óska þess. Blönd- un á jafnframt að vera regla við ákvörðun námshópa sem vara í lengri tíma (einn vetur eða lengri) en mögulegt þarf að vera að búa til sérhæfðari hópa til skemmri tíma, til dæmis fyrir fötluð börn og seinfær og börn með mikla náms- hæfileika. Undantekningar á þessari meg- inreglu eru nauðsynlegar þegar í hlut eiga börn sem ekki hafa gott af því að vera í óvöldum hópi með venjulegum börnum en þurfa sér- aðstæður og sérstakar kennsluað- ferðir, að minnsta kosti tímabund- ið. Þeirra vegna þarf að vera til úrval sérkennsluúrræða við hæfi. Mikið vantar upp á í dag að skól- um sé gert kleift að viðhafa blöndun af einhverju viti og því er nauðvörn sumra þeirra að raða eft- ir námsárangri. Gömlu lausnirnar eru handhægastar þótt þær séu ekki endilega bestar. 35. TBL VIKAN 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.