Vikan


Vikan - 28.08.1986, Page 45

Vikan - 28.08.1986, Page 45
Umsjón: Hólmfríður Benediktsdóttir Barna-Vikan fékk ágætt bréf frá Þórstínu á Raufarhöfn. Hún biður um brandara, plaköt með poppstjörnum og fleiri viðtöl við krakka í blaðið. Einnig vill hún eignast pennavin á aldrin- um 9-12 ára (er sjálf 10). Áhugamál hennar eru mörg, til dæmis hestar, ferðalög og poppstjörnurnar Madonna og Sandra. Þór- stína safnar líka glansmyndum, límmiðum, servíettum og plakötum. Og hér kemur fullt nafn og heimilisfang: Þórstína Sigurjónsdóttir Ásgötu 12 - 675 Raufarhöfn Svar: Því miður höfum við ekki pláss fyrir myndir af poppstjörnum í Barna-Vikunni en það er alltaf poppsíða í blaðinu. Við mun- um birta fleiri viðtöl við krakka. I næsta blaði verður viðtal við tvo hressa hænsnabændur úr Laugardalnum. Hvernig væri að þið senduð okkur sjálf einhverja góða brandara? Þeir sem eru ofsalega sniðugir verða birtir í blaðinu. Utanáskriftin er: Barna-Vikan - Vikan Frjáls fjölmiðlun hf. - pósthólf 5380 -125 Reykjavík 35. TBL VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.