Vikan

Tölublað

Vikan - 28.08.1986, Blaðsíða 47

Vikan - 28.08.1986, Blaðsíða 47
Vísindamolar um fitu Tengsl milli krabbameins og líkamsfitu t>að fylgir því refsing að vera of feitur... meiri hætta á sykursýki, of háum blóðþrýstingi og hjartasjúkdómum. Nú hefur það og sýnt sig að tengsl eru á milli brjóstakrabbameins og lík- amsfitu - því feitara sem fólk er þeim mun meiri hætta. Nýlega kom út skýrsla í ísrael um rannsókn- ir á yfir 1000 brjóstakrabbameinssjúklingum. Þar kom fram að því feitari sem konur eru þeim mun meiri hætta er á myndun krabba- meinsins hjá þeim sem komnar eru yfir breyt- ingaskeiðið, þannig að svo virðist sem áhrif offitu komi fram á löngum tíma. Einnig kom fram að ef konur grenntust þegar þær voru komnar yfir breytingaskeiðið þá minnkuðu lík- urnar á sjúkdómnum - jafnvel þó konan hafi verið of feit lengst af. Sælleg - en auðveld brðð fyrir brjóstakrabba? Ávextir og grænmeti - trefjarík og fitusnauð; æskileg fæða. Hvers vegna eru tengsl á milli líkamsfitu og brjóstakrabbameins? Fitvivefir hafa afgerandi áhrif á starfsemi kvenhormóna en þeir hormón- ar hafa margoft verið bendlaðir við brjósta- krabba. Það virðist svo að því meiri sem fitan er því hærri verður stuðull kvenhormóna og þannig verður hættan meiri. Israelsku vísinda- mennirnir drógu þá ályktun af niðurstöðum rannsóknanna að þar sem helmingur vestrænna kvenna, sem komnar eru yfir breytingaskeiðið, eru um eða yfir 20% of feitar þá mætti búast við því að tíðni dauðsfalla af völdum brjósta- krabbameins mætti lækka um um það bil 30% ef konurnar grenntust. Mataræði fólks nú á dögum er fituríkt og trefjasnautt; tvö einkenni sem stuðla beinlínis að offitu og óbeinlínis að brjóstakrabbameini. Fjölmargar rannsóknir á mönnum hafa sýnt þessi tengsl. Sams konar rannsóknir á dýrum benda til þess sama. Síðan á fyrstu árum þessarar aldar hefur treflainnihald amerísks mataræðis fallið úr 60 grömmum á dag í 20 grömm nú. Ávextir inni- halda trefjar en ekki ávaxtasafi, heilt kornmeti en ekki unnið og malað og einnig eru trefjar í grænmeti. Þessi matur er mettandi en ekki fit- andi og það er því ekki óhugsandi að þannig matur geti komið í veg fyrir brjóstakrabbamein. Blaðra í magann - og kílóln hverfa! Nýjasta megrunar- aðferðin í USA Nýlega var sú megrunaraðferð tekin upp í Banda- ríkjunum að agnarlítilh blöðru er komið fyrir á slöngu sem sjúklingurinn siðan kyngir þannig að hún hafnar í maga hans. Þá er blaðran blásin upp og síðan fyllt með vökva. Slangan er því næst tekin burt og um leið lokast blaðran. Hún fyllir nærri upp í magann þannig að viðkomandi þarf aðeins að borða örlítið þar til hann er mett- ur og grennist því mjög fljótlega. Blaðran leysist upp að vissum tíma liðnum og ef viðkomandi vill grennast enn frekar lætur hann setja aðra blöðru. Aðgerðin er framkvæmd af læknum á stofu svo ekki þarf að leggjast inn á sjúkrahús. Og nú er bara að bíða og vona að þessi aðferð verði bráðlega tekin upp á íslandi... Leiðrétting vegna greinarinnar um garðinn að Grundarlandi 9 Að Grundarlandi 9 búa tveir bræður, þeir Sigurgeir Gíslason og Pétur Gíslason. í grein- inni um garðinn fallega sem er við húsið, urðu þau leiðu mistök að nöfn bræðranna víxluðust. Það er Pétur sem er eiginmaður Fanneyjar Samsonardóttur og það eru þau hjónin sem hafa ræktað garðinn. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.