Vikan

Eksemplar

Vikan - 28.08.1986, Side 50

Vikan - 28.08.1986, Side 50
D R A U A R r INDÍÁNA- HÖFÐINGII SÓLINNI Mig dreymdi fyrir nokkrum árum draum sem ég man enn vel. Hann var á þessa leið: Mér fannst ég vera stödd í vinkillaga húsi að hengja upp þvott. I garði í skjóli við húsið voru óskaplega margar dýrategundir i sátt og samlyndi, mjög kyrrar, dýr sem undir venju- legum kringumstæðum ættu ekki að geta verið saman því þau myndu éta hvert annað. Á austur- himninum var sólin, stór og rauð, og inni í henni mynd indíánahöfð- ingja. Hann var mikilúðlegur með mikið fjaðraskraut. í þeim enda hússins, sem ég var ekki í, sá ég risastóra kanínu. Fyrir hverju er þessi draumur? Með fyrirfram þökk. V. Þessi draumur er greinilega lífs- hlaupsdraumur en ekki fyrirboði um atburði naestu viku þannig að hann er enn i fullu gildi þó ein- hver ár séu liðin. I draumnum eru sígild tákn, biblíuleg, þar sem garðurinn er á vissan hátt eins og ósnortin Eden. Allar dýrategund- irnar í sátt og samlyndi eru ákveðin tilvísun í skepnurnar um þorð í örkinni fyrir syndaflóðið (eða eftir). Indíánahöfðinginn I sólinni er lika sterk tilvísun i sól- dýrkun og ýmis heiðin trúarbrögð og sýnir eða stórmerki á lofti. Draumtákn afþessu tagi gefa ekki merki um hversdagslegan æviferil og benda til þess að I lifi þínu gerist mjög óvenjulegir atburðir sem eiga kannski meira skylt við lif hugsjónamanns en venjulegs hversdagsjóns. Efnishyggjan er langt undan I þessum draumi en einhvers konar leit að sönnum gildum nær. Þessi formáli er nauðsynlegur til að gefa þessum draumi rétta vídd þvi táknræn ráðning hans kann að vera nokkuð veraldleg að sjá, en með þessum athugasemd- um ætti hún þó að skiljast. Efni draumsins er barátta og strit eftir þvl marki sem þú virðist keppa að, tvisýn barátta þar sem ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Þú þarft greinilega oft að hafa andvara á þér gagnvart fólki sem þykist já- kvætt. Samkeppni virðist hörð i þvi sem þú ert að gera og þú virð- ist vera reiðubúin að leggja mikið I sölurnar, einmitt vegna þess sem hér á undan kemur fram. Það sem þú ert að fást við er ekki á hvers- dagslegu plani, tæpast jarðnesku. Kannski gerir þú ómanneskjulegar kröfur til sjálfrar þín og i einhverju efni áttu þér mjög háleit markmið. Þessi óvenjulega afstaða, sem kemur fram i draumnum, ergreini- iega ekkert auðveld að lifa með og þú munt oft lenda i harðvít- ugri baráttu en ef eitthvað leiðir þig til sigurs er það visst efaleysi og óttaleysi og ótrúleg staðfesta á einhverju afmörkuðu sviði. Draumurinn lofar ekki fullum sigri en miklum árangri. Hvað sem þetta er mun þessi barátta fyrir þvi sem þú telur þig verða að gera setja svip á líf þitt án þess þó að yfirskyggja allt annað. DURAN DURAN Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig um að ráða draum sem mig dreymdi fyrir stuttu. Hann byrjaði allt í einu þannig að mér var sagt að Duran Duran ætti að koma í heimsókn til íslands og það sem meira er, í smáþorpið þar sem ég á heima. Þótt undar- legt sé voru aðeins örfáir krakkar sem biðu eftirokkarstjörnum. Vin- kona mín, X, sem er með algjöra dellu fyrir Duran Duran, var að sjálfsögðu búin að troða sér og þegar ég ætlaði að finna Simon Le Bon æddi ég inn í herbergið hjá honum og þá voru þau bara að kyssast í rúminu hans. Stelpa, sem við skulum nefna Y, klúðraði þarna einhverju sem ég man ekki hvað var. Ég spurði X hvort hún ætlaði ekki að finna John Taylor (hún heldur mest upp á hann) en hún ansaði: Ekki fyrr en ég er búin að finna Andy! Þegar við vorum að leita að honum hringdum við hjá honum. Var opnaði og svo var bara farið aftur frá dyrunum. Við gengum inn en þá sat þar bara einhver fimm manna fjölskylda og þá vaknaði ég. 4410-4180 Ástæðan fyrir því að þessi draumur hefur beðið hér lengi er einfaldlega sú að hann er ekkert táknrænn. Hins vegar bendir hann til þess að þú mættir vera umburð- arlyndari gagnvart öðrum. En Duran Duran kemur allavega ekki hingað út á þennan draum. SMYRSLTIL AÐ SYFJA EKKI Kæri draumráðandi! Ég hef aldrei sent þér draum til ráðningar áður. En um siðustu helgi dreymdi mig draum sem mér þætti fróðlegt að vita hvort boðar eitthvað sérstakt. Tónlistarkennarinn minn, A, fylgdi mér og vinkonu minni, B, á skipi yfir einhvern fjörð eða eitt- hvað svoleiðis. Ferðin tók mjög stuttan tíma og ég man ekkert frá henni nema að það var mjög gott í sjóinn. Um leið og við snertum bakkann hinum megin við fjörð- inn vorum við komin á skemmti- stað. Þar átti að fara fram leikrit og ball á eftir fyrir alla þá sem voru í tónlistarskólum og kórum á landinu. Það kostaði eitthvað inn- an við 100 krónur inn og C var að afgreiða. B tók fram 100 krón- ur, stakk í möppu hjá C og gaf C B til baka það sem á vantaði. Ég gerði eins og B en þegar C ætlaði að fara að gefa mér til baka baó A C um það ná í eitthvað fyrir sig. C skrapp frá en kom stuttu seinna með smyrsl í dollu. A sagði okkur B að bera þetta á augnlok og und- ir augun til þess að okkur myndi ekki syfja. Svo sneri ég mér að C og sagðist eiga eftir að fá til baka af 100 krónum sem ég borgaði mig inn með. En C var ekki á sama máli svo við fórum að rífast. Við rifumst og rifumst og mér leið mjög illa á meðan rifrildið stóð yfir. C hafði betur og ég fór inn á salerni til að jafna mig betur. Ég veit ekki hvað ég var þar lengi eða hvort ég grét en ég var að ráfa um þar inni á stóru svæði. Þegar ég kom fram var mjög hljótt í salnum þar sem átti að vera fullt af fólki að horfa á leikritið, en þetta leikrit var aldrei sýnt vegna okkar C. Mér fannst mjög fáir vera í salnum og þar þekkti ég aðeins D. Svo sagði einhver: Skyldi hún þora að segja frá hvað gerðist? Við þessi orð labbaði ég ákveðin upp á svið og byrjaði að segja frá. Ekkert gerðist þar til ég kom að því þegar við C fórum að rífast. Þá sá ég C hlaupa út og allt í einu var salurinn fullur af fólki sem dansaði eftir einhverri rólegri músík. Ég hélt aðeins áfram að tala, hækkaði ekki einu sinni róminn og heyrði ágætlega í sjálfri mér. Stuttu seinna þakkaði ég fyr- ir og fór að reíka um salinn. Ég dansaði ekkert því mér leið svo einkennilega, eins og ég væri tóm. Ég þekkti þarna E og heilsaði. Ég varð að heilsa aftur áður en E tók eftir mér, heilsaði og vinist einn og undrandi. Svo hitti ég A sem sagði að við þyrftum að fara. Úrið mitt sýndi 0:50. Ég fór og fann B að dansa við F og G. B fór til A en ég dokaði við því ég sá C sitja skammt undan með krosslagða fætur, rauða í framan og nagandi á sér neglurnar. Ég sagði við C: Vegna þessa atviks hér áðan, á milli okkar, þá get ég ekki haldið áfram i tónlistarskólanum. Ég er hætt! Ég. Þessi draumur er afskaplega góðs viti, bendir til þroska og far- sældar í náinni framtið, en þessi þroski og þessi jákvæðu atvik, sem þig munu henda, munu skilja þig eftir nokkuð hugsi um framtíð- ina og ekki lausa við angurværð. Þetta hljómar ef til vill hjákátlega en skýrist vonum fyrr. Sennilega mun velgengni af einhverju tagi boða jákvæðar breytingar i lifi þinu og það ef til vill fyrr en þú ert reiðubúin að breyta þvi sem þarf til að nýta þér þau tækifæri sem þér berast. En þessi draumur er engu að siður fyrirboði góðra tiðinda, eftil vill tengjast þau námi þínu, i tónlist eða öðru. Þú gerðir vel i því að eiga þér trúnaðarmann til að ræða tilfinningar þínar á erf- iðum stundum þvi þrátt fyrir velgengnina er hætt við að á stundum þurfirþú á þviað halda. FLUG Kæri draumráðandi. Mig dreymir oft að ég sé fljúg- andi út um allt. Það er mjög skemmtilegt og ég flýg mjög létti- lega yfir hús og er ekkert hrædd við það. Mér finnast þetta mjög raunverulegir draumar og ég vona að þeir séu fyrir góðu því mér líð- ur alveg óskaplega vel þegar mig dreymir svona drauma. Mig dreymir líka stundum strák sem heitir O og ég er mjög hrifin af í raunveruleikanum. Kæri draumráðandi, viltu svara bréfinu fljótt. OO. Flugdraumar eru mjög farsælir ef vel gengur. Þeir eru oft merki um mikla frelsisþrá og geta gefið visbendingu um að þig langi að gera meira en þú hættir þér út i. Strákanafnið skiptir litlu máli fyrst þú ert skotin i honum. Þig dreym- ir hann einfaldlega þess vegna. 50 VIKAN 35. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.