Vikan - 28.08.1986, Síða 51
P 0 S T U R
IÐJUÞJÁLFUN
Ágæti Póstur.
Mig langartil þess að spyrja þig nokkurra
spurninga varðandi iðjuþjálfun. Ég hef haft
áhuga fyrir slíku námi um nokkurt skeið en
er í hálfgerðum vandræðum með að fá ein-
hverjar upplýsingar um þetta. Mér er reyndar
kunnugt um að iðjuþjálfun verði maður að
læra erlendis. Hér koma svo spurningarnar:
1. Hvaða menntun þarf maður að hafa til
þess að komast I þetta nám?
2. Út á hvað gengur námið?
3. Hvaða starfsmöguleikar eru fyrir hendí
eftir að námi lýkur?
Jæja, ég læt þetta duga að sinni. Og bíð
bara og vonast eftir svari frá þér, Póstur
góður. Iðjuþjálfunaráhugamaður.
Eins og þú nefnir í bréfi þínu fer nám í
iðjuþjálfun fram erlendis, annaðhvort við
iðjuþjálfaskóla eða háskóladeildir. Námið
tekur þrjú til fjögur ár og samsvarar það
BS-gráðu. i Bandaríkjunum ersíðan mögu-
leiki á viðbótarnámi sem gefur mastergráðu
og doktorsgráðu.
Þú verður að hafa stúdentspróf eða hlið-
stæða menntun til þess að komast í þetta
nám. Auk þess kemur ýmis verkleg reynsla
að gagni. Nám í iðjuþjálfun skiptist í þrjá
þætti. læknisfræðilegan hluta. athafnanám
og verklega þjálfun. I læknisfræðilega hlut-
anum er til dæmis lögð stund á líffærafræði,
lífeðlisfræði. sálarfræði. iðjuþjálfafræði svo
eitthvað sé nefnt. Athafnanámið byggist á
kennslu I notkun athafna, til dæmis leik-
rænnar tjáningar. vefnaðar. leirmótunar. tré-
og málmsmíða Einnig er kennt hvernig
megi greina athafnir í frumparta sina þannig
að þær komi til móts við meðferðarþörf sjúkl-
ings. / verklegu þjálfuninni þurfa nemendur
að meðhöndla sjúklinga undir handleiðslu
reynds iðjuþjálfa. Auk þess fer verknám fram
á verkstæðum þar sem prófaðar eru ýmsar
atvinnugreinar.
Iðjuþjálfar vinna fyrirþyggjandi starf. end-
urhæfa og veita eftirmeðferð fyrir fólk með
líkamleg, andleg og félagsleg vandamál
þannig að starfsvettvangur iðjuþjálfa er viða.
má til dæmis nefna sjúkrahús. félagsmála-
stofnanir. heimili. dagvistunarstofnanir.
elliheimili. skóla. stofnanir fyrir þroskahefta
og fatlaða auk margra annarra stofnana.
PENNAVINIR
Bolzoni Gina
Via Carduccí 9
43035 Felino (Parma)
Italy
Gina safnar póstkortum en auk þess hefur
hún áhuga á tónlist.
Anjum Zafar
Dr. Zafar Ghauri Building
Sultan Ahmed Road
Rehmanpura-LAHORE 16
Pakistan
Anjum er 17 ára gamall námsmaður. Hann
skrifar á ensku.
Richard Lethbridge
55 Oriel Road
Portsmouth
Hants
Great Britain
Richard er 25 ára gamall og óskar eftir
pennavinum á aldrinum 17-28 ára. Hann
skrifar á ensku.
Lisa Natterer
Messerschmidtgasse 31/4
A-1180 VIENNA
Austria
Lisa er 39 ára gömul og hefur margvísleg
áhugamál.
Hazel Houldey
37 Holly Road
Cardiff
CF 5, 3HH
South Wales
England
Hazel er 25 ára gömul. Áhugamál hennar
eru dýr, gönguferðir, tónlist og bréfaskriftir.
Barbara Nottingham
3120 E. Palm Lane House
Phoenix, Arizona 85008
U.S.A.
Barbara er 47 ára gömul. Áhugamál henn-
ar eru pennavinir, lestur, sjónvarp og ferða-
lög. Einnig safnar hún póstkortum, skeiðum
og dúkkum.
VINKONA OG
STRÁKAR
Komdu sæll, kæri Póstur!
Mér datt í hug að skrifa þér eftir að ég las
Póstinn fyrir skömmu. Þar sagði fjórtán ára
stelpa frá vandamálum sínum en mín eru
mjög svipuð en samt ekki eins.
Ég er sextán ára gömul og ég átti vinkonu
sem er einu ári yngri en ég. Mér fannst hún
á tímabili vera orðin svo leiðinleg og komin
með svo mikla stæla að ég hætti að vera
með henni. Eftir það hefur hún ekkert talað
við mig og það sem meira er, hún lætur
þetta líka bitna á systur minni. Þegar systir
mín heilsar henni þá heilsar hún henni ekki
og vill ekki tala við hana. Rétt eftir að við
hættum að vera vinkonur flutti önnur stelpa
hingað og við urðum strax mjög góðar vin-
konur. Við fórum eitt sinn saman á ball og
þar kynntist hún strák sem ég var hrifin af.
Þau byrjuðu saman og eru svo hamingjusöm
að það er alveg vonlaust fyrir mig að reyna
að ná í hann. Málið er líka það að þegar ég
verð hrifin af einhverjum strák þá er hann
annaðhvort með stelpu eða þá að hann er
ekki hrifinn af mér. Þó ég hafi ekki mikla trú
á hjónabandinu get ég ekki hugsað mér að
verða piparkerling. Ég hef reynt að gleyma
strákum en þeir koma alltaf upp I huga mér.
Bæ, bæ, í von um að þú hjálpir mér.
Ein sem bíður eftir svari.
Viðbrögð fyrrverandi vinkonu þinnar
koma Póstinum ekkert mjög mikið á óvart.
Það er ekkert óeðlilegt að vinkonan neiti að
tala við þig eða systur þína ef þú hefur allt
I einu hætt að vera með henni sisvona. Ef
þú hefur gert henni grein fyrir af hverju þú
hættir að vera með henni, sem Pósturinn
vonar að þú hafir gert. hefur vinkona þín
haft tvo kosti. annars vegar að reyna að
hætta að vera leiöinleg og með stæla og
halda vinskapnum við þig og hins vegar að
móðgast og hætta að tala við þig. Ef þú
hefur gert henni grein fyrir af hverju þú
hættir að vera með henni hefur hún ein-
faldlega móðgast. Ef þú hefur hins vegar
ekki gert henni grein fyrir af hverju þú hætt-
ir að vera með henni skaltu gera það því það
er mjög óréttlátt að hætta allt í einu að tala
við fólk án þess það viti ástæðuna.
Á þínum aldriermjög algengtað ástamál-
in gangi upp og niður hjá fólki. Pósturinn
sér þó ekki að þú hafir neina ástæðu til að
fara að örvænta strax, aðeins sextán ára
gömul. Það er heldur engin skynsemi í þv,
að reyna að gleyma strákum. Þvert á móti
ættir þú að reyna að hugsa um sem flesta
stráka áður en þú velur draumaprinsinn -
sem kemur svo ríðandi á hesti sínum áður
en þú veist af.
35. TBL VI KAN 51
J