Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 28.08.1986, Qupperneq 53

Vikan - 28.08.1986, Qupperneq 53
Sveitabýlið Akurhóll er fallegt og dæmigert breskt hús með hvítmálaða gluggakarma. Umhverfis það er lítill og vel hirtur garður þar sem fjöldi söngfugla flögrar grein af grein. Það hlýtur að vera draumur allra að búa í einu sliku og ekki síst vegna þess að Akur- hóll er í Sherbourne, einu fegursta héraði Englands. Kav Newton var á höttunum eftir svona húsi. í þrjátíu ár hafði Kay unnið sem hjúkr- unarkona hjá Konunglega breska flotanum og þegar hún lét af störfum og komst á eftir- laun leitaði hún að kyrrum, vinalegum og þægilegum stað þar sem hún gæti búið í friði og notið eftirlauna sinna laus við brauðstrit- ið. Hún gældi við hugmynd um garðinn þar sem hún gæti hlúð að blómum og ræktað grænmeti, nú og svo gæti hún horft á sjón- varpið þegar hana langaði til eða skroppið í te til nágrannanna. Ef rigningin lemdi glugg- «ana gæti hún setið við arininn og heklað. Svona hugsaði Kay með eftirvæntingu og til- hlökkun til framtíðarinnar. Það var um miðjan júlímánuð 1985 sem Kay skoðaði bæinn Akurhól í Sherbourne og hún fann að nú hafði hún fundið það sem hún leitaði að. Sólin skein í gegnum rúðurnar og falleg blúndugluggatjöldin náðu ekki að hefta geislana sern báru birtu um allt hús- ið. Til hægri við forstofuna var falleg dagstofa og herbergi sem fyrrum hafði verið svefnher- bergi en var nú notað sem eldiviðargeymsla. Eldhúsið og borðstofan voru a/tur á móti til vinstri þegar inn var koinið. Á efri hæðinni var baðherbergi og tvö svefnherbergi. Kay ákvað að kaupa húsið. Það var alveg tilvalið fyrir hana að henni fannst. Og það sem ýtti enn frekar undir kaupin var að rétt hjá um- ræddu húsi bjó góð vinkona hennar, Madlina Samers. Fyrsti mánuðurinn fór í alls konar tiltektir og málningarvinnu hjá Kay. Hún gerði sér far um að setja persónulegan svip sinn á híbýlin. Henni hafði auðnast að eignast heimili, raunverulegt heimili, ná- kvæmlega eins og hún óskaði - úti í miðri sveit. Hún var í náinni snertingu við náttúr- una og gat farið í langar gönguferðir i hreina loftinu þegar henni sýndist. Fuglarnir vöktu hana á morgnana með Qörlegum söng og hún naut þess sannarlega að vera til. í grenndinni voru sams konar hús og hennar eigið þar sem vinsamlegir nágrannar bjuggu og Kay fann ekki til einmanaleika, enda gat hún líka 35. TBL VI KAN 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.